AÐ HRUNI KOMINN Júní 2007
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, er að
hætti forvera sinna lögst í heimsreisur undir því yfirskyni að hún
sé að afla Íslandi stuðnings til að komast í Öryggisráð Sameinuðu
Þjóðanna. Í gær var það Evrópa og nú er það Afríka. Ég spyr um
kostnað og þá ekki síður um tilganginn með þessu brölti. Sannast
sagna hélt ég að við stjórnarskitpin yrði horfið frá þessari gömlu
þráhyggju Halldórs Ásgrímssonar, sem mánuðum og árum saman fór vítt
og breitt um heiminn í þessum erindgjörðum. Þannig voru þessar
heimsreisur allavega réttlættar. En er þetta virkilega besta leiðin
til að við látum gott af okkur leiða á alþjóðavettvangi? Viljum við
fulltrúa í Öryggisráðið til að standa þar Natóvaktina? Mér þótti
ekki lofa góðu hve glaður aðstoðarutanríkisráðherrann hjá Bush
Bandaríkjaforseta var eftir fundinn með Ingibjörgu Sólrúnu nú
nýlega. Þessi fulltrúi Bush kvaðst ...
Sunna Sara
Lesa meira
...Össur stóriðjuráðherra hefur nú stimplað sig í hóp óbreyttra
sem koma skoðunum sínum á framfæri á þessari síðu. Býð ég hann
velkominn í hópinn og vona að hann nái sem fyrst fyrri flughæð en
nú liggur hann sem kunnugt er límdur við ál-egg Framsóknar í
Látrabjargi Íhaldsins. Það hlutskipti fer honum ekki vel og ljóst
að vanlíðanin undan ísköldum eggjunum er mikil; vanlíðan sem hann
vill ekki viðurkenna hvers vegna til er komin og reynir því af
veikum mætti að benda á aðrar orsakir, kenna einhverju öðru um. Og
hann hefur valið þá ótrúlegu leið, karlgreyið, að skella skuldinni
á Vinstri græna. Þetta minnir mig aðeins á ...
Þjóðólfur
Lesa meira
Finnst þér ekki að Haffi, sem skrifar sem lesandi, sé á hálum ís
þegar hann dregur í efa afstöðu Samfylkingarinnar til álvers í
Helguvík? Haffi vísar til ummæla vesæls iðnaðarráðherra, og miklu
kokhraustari umhverfisráðherra á Alþingi þegar spurt var út í
byggingu álversins. Sjálfum finnst mér ádeila Haffa á hálum ís því
stefna Samfylkingarinnar er nákvæmlega hin sama og VG í þessu efni.
Við höfum sagt, að ekki verði gefin út frekari leyfi til rannsókna
og nýtinga á óröskuðum svæðum fyrr en fyrir liggi rammaáætlun um
náttúruvernd og nýtingu. Við höfum líka sagt, að ríkisstjórnin muni
ekki leggja fram sérstakt frumvarp sem bannar beinlínis tilteknar
framkvæmdir. Hið merkilega er, að þetta er nákvæmlega það sem
formaður VG...
Össur.
Lesa meira
Ég varð hugsi eftir að ég las pistil þinn um Andrés Björnsson,
fyrrverandi útvarpsstjóra hér á síðunni 18. júní, daginn eftir
þjóðhátíðardaginn. Ég þakka þér fyrir að vísa á slóðina á
útvarpsþátt Gunnars Stefánnsonar, þess ágæta útvarpsmanns, um
Andrés. Ég er búinn að hlusta á þáttinn allan tvívegis. Hann er
mjög góður og minnir á gamla daga - en einnig nýja. Sá samanburður
er ekki alltaf góður...
Grímur
Lesa meira
... Því beið fólk með öndina í hálsinum eftir ákveðinni afstöðu
í þessu máli þegar Samfylkingin fór í ríkisstjórn. En ekkert skeði.
Samþykkt var að lýsa yfir að ríkisstjórn Íslands harmaði núverandi
stríð í Írak, eins og að það væri eitthvað sérstakt þar sem allt
fólk heims harmar það, þá ekki síst Bandaríkjaforseti og þeir sem
hafa staðið að þessu ólöglega og siðlausa stríði. Enda er það ekki
málið hvort við hörmum innrásina og pyntingarnar, bölið og
þjófnaðinn í Írak, sem fer ekki á milli mála. Krafan er sú að
íslensk stjórnvöld ...
Helgi
Lesa meira
Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri með meiru, skrifar ágætan
pistil á heimasíðu sína um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Mér sýnist það
vera í þeim anda sem oft hefur sést á þessari síðu um þá stofnun.
Ég tek undir með Haffa að það er með ólíkindum hve gagnrýnislausir
íslenskir fjölmiðlar eru um "ráðgjöf"
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins...
NN
Lesa meira
...Áhyggjuefnið er hins vegar ekki Alþjóðagjaldeyrissóðurinn,
þar eru bara einstaklingar með múrsteina í hausnum. Þeim vorkennum
við. En hvað með íslenska fjölmiðlunga sem taka við boðskapnum frá
múrsteinafólkinu fullkomlega gagnrýnislausir? Vorkennum við þeim
eða reiðumst við þeim?
Haffi
Lesa meira
Hvað finnst þér um ályktanir sendinefndar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Ráðleggingar til ríkisstjórnar um að
hækka ekki laun opinberra starfsmanna og huga að því að flytja inn
erlent vinnuafl frá löndum utan Evrópusambandsins til að minnka
spennu á vinnumarkaði (? með lægri launum?) stakk mig og mér finnst
leitt að sjá engan gagnrýna þessar ráðleggingar. Mig langar líka að
vita afhverju þessi ...
Bergþóra
Lesa meira
Það var mér mikið ánægjuefni að sjá Guðfríði Lilju á þingi frá
fyrsta degi þinghaldsins í vor. Mér voru það mikil vonbrigði að hún
hlaut ekki kosningu í nýafstöðnum Alþingiskosningum, einmitt sú
manneskjan sem helst af öllum hefði þurft að komast á þing - og
átti það svo sannarlega skilið! Lilju er þó framtíðin, það
sannfærðist ég um þegar ég ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég hlustaði af athygli á svör Samfylkingarráðherranna, Þórunnar
og Össurar við fyrirspurnum um álverksmiðju í Helguvík á Alþingi,
hvort til standi að reisa hana. Ýmsir fyrirvarar voru tilgreindir
af hálfu ráðherranna, hvar ætti að taka orkuna, það þyrfti leyfi og
svo framvegis. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar Lúðvík
Bergvinsson sagði reyndar á þá leið að um væri að ræða ákvörðun
fyrirtækja sem kæmu stjórnvöldum lítið við! En af öllu þessu verður
mér spurn, gekk ekki Fagra Ísland út á fortakslaust stóriðjuhlé í
fimm ár? Við skulum ekki gleyma því að jafnvel þótt ekki reyndist
nauðsynlegt að ...
Haffi
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum