AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2007
Það gladdi mig að heyra í fréttum hve jákvæður þú varst í garð
Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og Samfylkingarmanns
vegna ákvörðunar hans um að fram fari endurskoðun vatnalaganna. Nú
á stjórnarandstaðan einmitt að taka Össur og ríkisstjórnina á
orðinu og styðja iðnaðarráðherrann sem mér heyrist vera staðráðinn
í því að afnema hin umdeildu einkaeignarréttarákvæði vatnalaganna.
Lúðvík, þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir þingflokkinn
standa órofa að baki Össurar...
Haffi
Lesa meira
...Í raun er "markaðslögmálið" eins og það er nú túlkað af
einkaauðvaldshyggjufólki, blekking og hugarórar til að verja og
réttlæta óforskömmuheit og græðgissýki þess! Maður leitar eftir
stórum orðum en verður nánast orðvant.
Almenningur verður að taka í taumana áður enn auðvaldið hefur
stolið lýðræðinu og réttmætum eignum íslensku þjóðarinnar! Að
bíða lengur, getur reynst þjóðinni dýrt!
Það er nú í fullum gangi hjá auðvaldinu að ræna auðæfum landsins,
hvort sem það er raforka, vatn eða annað, auðæfum sem eru og
eiga vera sameiginleg einkaeign allrar íslensku þjóðarinnar um
ókomna tíð ...
Helgi
Lesa meira
Nokkuð er nú rætt um kostnað við kaup útvarpsstjóra á bifreið
sem hann kaus sér þegar Ríkisútvarpið var enn ríkisstofnun og ekki
ohf. Bílamál þessi eru hugsanlega jakatoppur sem skýst fyrir
tilviljun úr kafinu. Kannski er ráðslagið alvanalegt hjá
ríkisforstjórum. Kannski eru þau forstjóri Tryggingastofnunar,
þjóðleikhússtjóri, eða aðrir ríkisforstjórar sem röðuðust formlega
í launaflokk með útvarpsstjóra þegar hann var hjá ríkinu öll á Audi
Q7? Kannski þarf laun verkamanns á einu ári til að borga af bílum
þess og kannski önnur til að þvo, snyrta og bóna fákana. Langar þig
ekki Ögmundur til að vita það hjá Ríkisendurskoðun hvort eða hve
margir ríkisforstjórar eru á bílakjörum eins og fullyrt er að
útvarpsstjóri hafi verið á í fyrra? Annað smáatriði tengt
Ríkisútvarpinu. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, gerði að mínum
dómi heiðarlega tilraun til þess ...
Stefán
Lesa meira
Ég er algerlega sammaála Jóni Bjarnasyni alþingismanni í
umræðunni um framúrkeyrslu opinberra stofnana. Fjölmiðlar beina
sjónum sínum að opinberum stofnunum og setja þær á sakamannabekk ef
þær fara framúr fjárlögum. En þær hafa lögbundnum skyldum að sinna.
Veikt fólk og slasað verður þannið að fá aðhlynningu á sjúkrahúsi
þótt fjárveitingarvaldið hafi skammtað viðkomandi stofnun of litla
fjármuni í þessu skyni. Á að vísa sjúklingum frá? Hvað ef stórslys
verða? Þau geta kostað sjúkrahús milljónatugi. Jón Bjarnarson hefur
talað um...
Guðrún Guðmundsdóttir
Lesa meira
Visir.is er að býsnast yfir því að Páll Magnússon, forstjóri RÚV
ohf, aki um á dýrum bíl. Afnotagjaldsgreiðendur RÚV borgi 200
þúsund krónur á mánuði til rekstraleigu einkabifreiðar Páls.
Einhver kann að spyrja hvers vegna Páll Magnússon eigi öðrum
starfsmönnum RÚV ohf fremur, að fá bíl undir sig, kostaðan af
skattgreiðendum. Ekki hugsa ég svo smáa hugsun. Mér finnst einboðið
að...
Haffi
Lesa meira
...Ég er fullkomlega sammála Vilhjálmi Þ. borgarstjóra að ekki
eigi að reka áberandi áfengisverslun í miðbæ Reykjavíkur, því það
felur í sé ákveðna auglýsingu og hvetur söluna. Ég tel
áfengisneyslu mjög hættulega sem leiðir óhjákvæmilega til
unglinganeyslu, sem aftur leiðir oft til hverskonar vímu- og
fíknilyfjaneyslu. Ég mundi styðja áfengisneyslubann, en geri
mér fyllilega ljóst að slíkt eigi ekki hljómgrunn meðal
þjóðarinnar, svo ég sætti mig við óáberandi áfengissölu ríkisins,
og að það megi alls ekki leyfa sölu áfengis utan áfengisverslana
ríkisins...
Helgi
Lesa meira
Fyrir fáeinum dögum skrifaði Hafdís bréf hér á heimasíðu þína
Ögmundur sem fjallaði um reykingabann á Keflavíkurflugvelli.
Auðvitað hefur Hafdís fullan rétt á skoðun sinni á þessu máli, sem
sýnist saklaus við fyrstu sýn.
Í yfirlætislausu lesendabréfi Hafdísar sem fyrst og
fremst virðist skrifað til að taka upp hanskann fyrir
reykingafólk sem þjáist af "smókleysi" eftir langt flug kemur
þó fram afstaða sem ég tel afar varhugaverða svo ekki sé fastar að
orðið kveðið. Hafdís bendir á að "reykingar séu skilyrðislaust
bannaðar á veitingarstöðum sem öðru opinberu rými," og telur
það hárrétt. Þetta er auðvitað vegna þess hversu hættulegar
og hvimleiðar reykingar eru, sérstaklega...
Helgi
Lesa meira
Inngrip Ragnars Arnalds til þess að vernda
Bernhöftstorfuna var það sem skipti sköpum. Þetta þarf að koma fram
í framhaldi af grein Guðjóns Friðrikssonar. Þar vantar nefnilega
einn þátt málsins: Ekki þann þátt að Ragnar Arnalds
menntamálaráðherra ákvað að friða torfuna. Heldur þann þátt
sem Ragnar Arnalds fjármálaráðherra var ábyrgur
fyrir og laut að endurreisn torfunnar sem hefði aldrei orðið ef
ríkissjóður hefði ekki sinnt verkinu af myndarskap. Og í framhaldi
af því varð til Minjavernd sem hefur nú bjargað...
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Einn af mínum uppáhaldsfréttamönnum, Helgi Seljan, fór mikinn í
Kastljósi Sjónvarpsins í gær út af reykingum á Keflavíkurflugvelli.
Bent var á að þetta samræmdist ekki landslögum. Reykingar væru
fortakslaust bannaðar innandyra á veitingastöðum og í opinberu
rými. Eflaust hárrétt. En þarf ekki að...
Hafdís
Lesa meira
...Ég læt fylgja með eftirfarandi af heimasíðu
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, FAA....Vildu íslenskir fjölmiðlamenn
vera svo góðir að spyrjast fyrir um hvað valdi því að
farþegaflugvélum sem lenda á alþjóðaflugvelli okkar eru send
skilaboð um að þær séu að lenda á herflugvelli.
Áhugamaður um flugmál
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum