AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2007
Það gladdi mig að heyra í fréttum hve jákvæður þú varst í garð
Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og Samfylkingarmanns
vegna ákvörðunar hans um að fram fari endurskoðun vatnalaganna. Nú
á stjórnarandstaðan einmitt að taka Össur og ríkisstjórnina á
orðinu og styðja iðnaðarráðherrann sem mér heyrist vera staðráðinn
í því að afnema hin umdeildu einkaeignarréttarákvæði vatnalaganna.
Lúðvík, þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir þingflokkinn
standa órofa að baki Össurar...
Haffi
Lesa meira
...Í raun er "markaðslögmálið" eins og það er nú túlkað af
einkaauðvaldshyggjufólki, blekking og hugarórar til að verja og
réttlæta óforskömmuheit og græðgissýki þess! Maður leitar eftir
stórum orðum en verður nánast orðvant.
Almenningur verður að taka í taumana áður enn auðvaldið hefur
stolið lýðræðinu og réttmætum eignum íslensku þjóðarinnar! Að
bíða lengur, getur reynst þjóðinni dýrt!
Það er nú í fullum gangi hjá auðvaldinu að ræna auðæfum landsins,
hvort sem það er raforka, vatn eða annað, auðæfum sem eru og
eiga vera sameiginleg einkaeign allrar íslensku þjóðarinnar um
ókomna tíð ...
Helgi
Lesa meira
Nokkuð er nú rætt um kostnað við kaup útvarpsstjóra á bifreið
sem hann kaus sér þegar Ríkisútvarpið var enn ríkisstofnun og ekki
ohf. Bílamál þessi eru hugsanlega jakatoppur sem skýst fyrir
tilviljun úr kafinu. Kannski er ráðslagið alvanalegt hjá
ríkisforstjórum. Kannski eru þau forstjóri Tryggingastofnunar,
þjóðleikhússtjóri, eða aðrir ríkisforstjórar sem röðuðust formlega
í launaflokk með útvarpsstjóra þegar hann var hjá ríkinu öll á Audi
Q7? Kannski þarf laun verkamanns á einu ári til að borga af bílum
þess og kannski önnur til að þvo, snyrta og bóna fákana. Langar þig
ekki Ögmundur til að vita það hjá Ríkisendurskoðun hvort eða hve
margir ríkisforstjórar eru á bílakjörum eins og fullyrt er að
útvarpsstjóri hafi verið á í fyrra? Annað smáatriði tengt
Ríkisútvarpinu. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, gerði að mínum
dómi heiðarlega tilraun til þess ...
Stefán
Lesa meira
Ég er algerlega sammaála Jóni Bjarnasyni alþingismanni í
umræðunni um framúrkeyrslu opinberra stofnana. Fjölmiðlar beina
sjónum sínum að opinberum stofnunum og setja þær á sakamannabekk ef
þær fara framúr fjárlögum. En þær hafa lögbundnum skyldum að sinna.
Veikt fólk og slasað verður þannið að fá aðhlynningu á sjúkrahúsi
þótt fjárveitingarvaldið hafi skammtað viðkomandi stofnun of litla
fjármuni í þessu skyni. Á að vísa sjúklingum frá? Hvað ef stórslys
verða? Þau geta kostað sjúkrahús milljónatugi. Jón Bjarnarson hefur
talað um...
Guðrún Guðmundsdóttir
Lesa meira
Visir.is er að býsnast yfir því að Páll Magnússon, forstjóri RÚV
ohf, aki um á dýrum bíl. Afnotagjaldsgreiðendur RÚV borgi 200
þúsund krónur á mánuði til rekstraleigu einkabifreiðar Páls.
Einhver kann að spyrja hvers vegna Páll Magnússon eigi öðrum
starfsmönnum RÚV ohf fremur, að fá bíl undir sig, kostaðan af
skattgreiðendum. Ekki hugsa ég svo smáa hugsun. Mér finnst einboðið
að...
Haffi
Lesa meira
...Ég er fullkomlega sammála Vilhjálmi Þ. borgarstjóra að ekki
eigi að reka áberandi áfengisverslun í miðbæ Reykjavíkur, því það
felur í sé ákveðna auglýsingu og hvetur söluna. Ég tel
áfengisneyslu mjög hættulega sem leiðir óhjákvæmilega til
unglinganeyslu, sem aftur leiðir oft til hverskonar vímu- og
fíknilyfjaneyslu. Ég mundi styðja áfengisneyslubann, en geri
mér fyllilega ljóst að slíkt eigi ekki hljómgrunn meðal
þjóðarinnar, svo ég sætti mig við óáberandi áfengissölu ríkisins,
og að það megi alls ekki leyfa sölu áfengis utan áfengisverslana
ríkisins...
Helgi
Lesa meira
Fyrir fáeinum dögum skrifaði Hafdís bréf hér á heimasíðu þína
Ögmundur sem fjallaði um reykingabann á Keflavíkurflugvelli.
Auðvitað hefur Hafdís fullan rétt á skoðun sinni á þessu máli, sem
sýnist saklaus við fyrstu sýn.
Í yfirlætislausu lesendabréfi Hafdísar sem fyrst og
fremst virðist skrifað til að taka upp hanskann fyrir
reykingafólk sem þjáist af "smókleysi" eftir langt flug kemur
þó fram afstaða sem ég tel afar varhugaverða svo ekki sé fastar að
orðið kveðið. Hafdís bendir á að "reykingar séu skilyrðislaust
bannaðar á veitingarstöðum sem öðru opinberu rými," og telur
það hárrétt. Þetta er auðvitað vegna þess hversu hættulegar
og hvimleiðar reykingar eru, sérstaklega...
Helgi
Lesa meira
Inngrip Ragnars Arnalds til þess að vernda
Bernhöftstorfuna var það sem skipti sköpum. Þetta þarf að koma fram
í framhaldi af grein Guðjóns Friðrikssonar. Þar vantar nefnilega
einn þátt málsins: Ekki þann þátt að Ragnar Arnalds
menntamálaráðherra ákvað að friða torfuna. Heldur þann þátt
sem Ragnar Arnalds fjármálaráðherra var ábyrgur
fyrir og laut að endurreisn torfunnar sem hefði aldrei orðið ef
ríkissjóður hefði ekki sinnt verkinu af myndarskap. Og í framhaldi
af því varð til Minjavernd sem hefur nú bjargað...
Sigurður Bjarnason
Lesa meira
Einn af mínum uppáhaldsfréttamönnum, Helgi Seljan, fór mikinn í
Kastljósi Sjónvarpsins í gær út af reykingum á Keflavíkurflugvelli.
Bent var á að þetta samræmdist ekki landslögum. Reykingar væru
fortakslaust bannaðar innandyra á veitingastöðum og í opinberu
rými. Eflaust hárrétt. En þarf ekki að...
Hafdís
Lesa meira
...Ég læt fylgja með eftirfarandi af heimasíðu
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, FAA....Vildu íslenskir fjölmiðlamenn
vera svo góðir að spyrjast fyrir um hvað valdi því að
farþegaflugvélum sem lenda á alþjóðaflugvelli okkar eru send
skilaboð um að þær séu að lenda á herflugvelli.
Áhugamaður um flugmál
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum