Fara í efni

HÚRRA FYRIR RÍKISSTJÓRNINNI?

Kaupþing-banki hefur hækkað útlánsvexti. Nú verður ennþá erfiðara að kaupa íbúð sem þó var nógu erfitt. Fyrst þrengdi Jóhanna félagsmálaráðherra að Íbúðalánasjóði með því að lækka lánshlutfallið. Það þýddi að fólk þyrfti að leita á náðir bankanna í ríkari mæli en áður. Jafnframt sagði félagsmálaráðherra að þetta væru skýr skilaboð til bankanna um að þrengja að lántakendum. Ráðherrann og ríkisstjórnin hljóta því að hafa fagnað ákaft vaxtahækkun Kaupþings-banka. Allt er því að ganga upp fyrir þau. Ekki fyrir íbúðakaupendur. Ég tek ekki þátt í húrrahrópum ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin á að hætta að þykjast vera fyrir okkur –almenning í þessu landi. Hún er bara fyrir fjármagnseigendur og náttúrlega líka stólana undir eigin afturenda! Það kemur alltaf betur og betur í ljós.
Haffi