AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2007

VERKALÝÐSFORKÓLFAR OG KJARAMISRÉTTIÐ

Við stelpurnar vorum að glugga í tekjublað Frjálsrar verslunar í matartímanum um daginn eftir að hafa slegið saman í eintak. Þar rákumst við á nokkra verkalýðsforingja sem af og til semja fyrir okkur upp á kúk og kanel eða 140 til 160 þúsund á mánuði en eru sjálfir með á bilinu 600 til 1350 þúsund krónur mánuði. Einni okkar varð á orði að best væri að fá Hreiðar Má Sigurðsson í stéttabaráttuna að því gefnu að hlutföllin milli Hreiðars verkalýðsforingja og okkar yrðu sambærileg og við núverandi kónga. Hreiðar er með 64 millj. og 872 þús. kr. betur á mánuði sem þýðir miðað við framangreindar hlutfallsforsendur milli okkar og....
Sigga Gumm.

Lesa meira

HÚRRA FYRIR RÍKISSTJÓRNINNI?

...Kaupþing-banki hefur hækkað útlánsvexti. Nú verður ennþá erfiðara að kaupa íbúð sem þó var nógu erfitt. Fyrst þrengdi Jóhanna félagsmálaráðherra að Íbúðalánasjóði með því að lækka lánshlutfallið. Það þýddi að fólk þyrfti að leita á náðir bankanna í ríkari mæli en áður. Jafnframt sagði félagsmálaráðherra að þetta væru skýr skilaboð til bankanna um að þrengja að lántakendum. Ráðherrann og ríkisstjórnin hljóta því að hafa fagnað ákaft vaxtahækkun Kaupþings-banka. Allt er því að ganga upp fyrir þau. Ekki fyrir íbúðakaupendur. Ég tek ekki þátt í ...
Haffi

Lesa meira

1200 HUNDRUÐ INN OG 1200 ÚT, OG ALMENNINGUR BORGAR

...Hefði ekki rökrétt framhald á þeirri baráttu verið að koma í veg fyrir að einstaklingur flytti suður með þær 1200 milljónir króna sem eigandinn, sjómenn og verkafólk í landi skópu saman í sjávarþorpi á Vestfjörðum í 25 ár? Þær 1200 milljónir sem einn einstaklingur fer með er nákvæmlega upphæðin sem iðnaðarráðherra ætlar okkur hinum að greiða uppí skuld Byggðastofnunar svo hún geti forðað fyrirtækjum frá fárinu sem varð þegar kvótinn var seldur! Fyrirgefðu fröken, en er ekki eitthvað bogið við þetta kerfi, sagði ...
Ólína

Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENGI HLUTANNA OG LJÓSIÐ SEM ÞARF AÐ KVEIKJA

Nú er ljóst, því miður, að í Namibíu komu auðmenn og soguðu til sín auðlindir fólksins - frá fátækri þjóð. Þar í landi eru varnir veikar. Til þess að þetta væri gerlegt þurfti til nokkra spillta stjórnmálamenn og peninga. Ljósið var óvænt kveikt og stóðu menn allt í einu baðaðir í kastljósinu á miðju búðargólfinu með fenginn í höndunum.
Á sama tíma á Íslandi ...
R.R.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar