AÐ HRUNI KOMINN September 2007
En hvað þarft þú að tileinka þér til að mega klifra upp á
ráðherrakoll Moggans? Það er nú tómt skitterí að mati kennarans,
einungis smáviðvik við auðstéttina. Þú þarft bara að sýna henni
smávægilega gjafmildi: gauka að henni auðlindum þjóðarinnar og
hlaða svo orkugeiranum undir afturendann á þotuliðinu svo það nái
aukinni flughæð yfir þræla sína og öðlist betra útsýni til að eygja
ónumin lönd ... Þar gleymir Mogginn að benda
skjólstæðingum sínum á ýmsa fýsilega kosti, m.a. á holræsakerfið. Í
því liggja að sjálfsögðu ... langar mig loks að biðja
þig að birta með bréfi mínu leiðara Moggans því hann er hreint
afbragð og mun sóma sér vel á væntanlegri markaðshyggjudeild
Þjóðminjasafnsins sem fyrr eða síðar verður opnuð í þeirri góðu
stofnun við hátíðlega athöfn...
Þjóðólfur
Lesa meira
Um leið og ég flyt sjálfstæðismönnum þakkir mínar vil ég minna á
að því miður fara ekki alltaf saman orð og efndir í pólitíkinni.
R-listinn sem sat að völdum samfellt í 12 ár hér í borg var með það
stimplað í stefnuskrá sína allan tímann að byggja upp
almenningssamgangnakerfið. Árangurinn varð hins vegar minni en
enginn. Allt sem laut að þessum málaflokki reyndist ómarkvisst fálm
út í loftið. Stundum spyr maður sig hvað ami eiginlega að okkur
vinstrimönnum. Erum við allt of oft fastir í einhverjum starfshópum
og kjaftaklúbbum, leitandi að fullkomnum lausnum en svo gerist
stundum nákvæmlega ekki neitt? Ekki svo að skilja að R-listinn
gerði margt gott og þar á meðal var sannkölluðu grettistaki lyft í
leikskólamálum í hans tíð. En mér finnst að vinstrimenn
megi...
Ingi Þórðarson
Lesa meira
Eins döpur og ég varð þegar ég heyrði Ingibjörgu Sólrúnu boða
það sem almenningur er búinn að fá nóg af hresstist ég mikið við að
heyra í Össuri Skarphéðinssyni í kvöldfréttum í gær. Hann virðist
vita hvað klukkan slær hjá meirihluta landsmanna því ef ég skildi
hann rétt boðaði hann löggjöf á haustþingi sem mun tryggja
meirihlutaeigu samfélagsins í mannvirkjum og dreifikerfi þeirra
dýrmætu orkulinda sem eru sameign allrar þjóðarinnar. Um leið og ég
vona að ég hafi misskilið formann...
Anna Jóna
Lesa meira
..."Glæpur" námsmannsins var að fara fram úr einni
mínútu sem honum hafði verið ætluð fyrir fyrispurnina! Hann
var m.a. að vísa í staðhæfingar í bók Gregs Palsts um
kosningasvindl Bush, forseta og spurði Kerry í ljósi þessa hvers
vegna hann hefði verið eins fljótur og raun bar vitni að viðurkenna
ósigur í kosningunum. Síðan spurði hann Kerry hvers vegna hann
hefði ekki greitt atkvæði með vantrausti á Bush... lengra komst
hann ekki. Ég hvet lesendur til að horfa á vídeóupptöku af
atburðinum en slóðin er hér að neðan og frásögn
Gregs Palasts. Aðfarir lögreglu eru ótrúlegar en verst er
aðgerðarleysi viðstaddra - að meðtöldum John Kerry sem
lætur ofbeldið viðgangast átölulaust.
Haffi
Lesa meira
Hver er afstaða ykkar í BSRB til þeirra breytinga sem ASÍ og SA
eru að semja um varðandi breytingu á rétti til örorkubóta og
greiðslna í veikindum? Sjálfur er ég öryrki og finnst ég vera búinn
að reyna alveg nóg án þess að þurfa að horfa upp á skerðingar á
rétti mínum. Eða til hvers halda menn að boðað sé til þessara
breytinga? Til þess að spara peninga að sjálfsögðu. Ég blæs á
að þetta sé gert til nokkurs annars enda lagt upp í leiðangurinn
með sparnað í huga. Halda menn að við fylgjumst ekki með? Og hvað
segir þú um þá staðhæfingu Öryrkjabandalagsins að verið sé að koma
á tvöföldu heilbrigðiskerfi ...
Öryrki
Lesa meira
...Getur verið að þú hamist meira á Samfylkingunni en
Sjálfstæðisflokki því þú teljir hana standa ykkur VG-urum nær en
Íhaldið og sért fyrir vikið henni reiðari fyrir að vera ekki í
stjórn með ykkur? Ef svo er þá er ég þér sammála. Ég er kjósandi
Samfylkingarinnar sem vildi alls ekki sjá þessa ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Fyrir alla muni hættu að skamma Samfylkinguna
út í eitt. Í þess stað eiga allir góðir og gegnir vinstri menn að
sameinast um að frelsa okkur frá Íhaldinu og mynda vinstri stjórn í
landinu.
Kristján Sig.
Lesa meira
...Það er von að þú spyrjir “Hvar Eru Kratarnir,” eða öllu heldur JAFNAÐARMENNIRNIR, því Jafnaðarmennirnir virðast hafa horfið með Jóni syni Hannibals en kratar sem nú kalla sig Samfylkingu virðast mér ekki beinlínis vera til að hrópa húrra fyrir - meira í ætt við Blair hinn breska en alvöru Jafnarðamenn með stórum staf!
Ég er einna mest hissa á hvernig Össur Skarphéðinsson og hans fylgjendur geta þolað svívirðuna, getur það virkilega verið að aurarnir freisti? Af hinum gat ég búist við öllu þannig að þeir valda mér síður vonbrigðum - þótt aumari séu!
Þetta er sama spurningin sem var spurð hér áður...
Þjóðúlfur
Lesa meira
...Höfum ofarlega í huga að andstæðingurinn er vel skipulagður,
svífst einskis og hefur ótakmarkaða peninga að baki sér, en vill
meira. Andstæðingurinn er óseðjandi auðvald! Gripdeildirnar hafa
gengið alltof langt og það verður að byrja á að endurheimta þýfið
aftur og hafa hendur í hári þeirra sem hafa stolið sameignum
þjóðarinnar, svívirt og svikið þjóðina!
Helgi
Lesa meira
Allt um það; mér finnst að þú hafir of oft að undanförnu vegið
fremur harkalega að utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur. Sem bókaútgefanda tel ég bráðnauðsynlegt að þú skrifir
nú svo sem eins og eina eró-pólitíska skáldsögu fyrir mig til
útgáfu fyrir jólin - gefir Ingibjörgu hvíld og hleypir þess í stað
nýju blóði í gamla bókmenntagrein sem á rætur að rekja til 18.
aldar og hófst til vegs og virðingar með hinni ódauðlegu ...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Nú get ég vitnað um það að mitt félag, SFR, hefur staðið sig
vel, gert samninga og reynt allt til að hífa okkur félagsmennina
upp launalega séð. Hitt vekur athygli hversu góð staða félagsmanna
VR er því að því er mér skilst gerir það félag enga kjarasamninga
og er orðið eins og hver önnur háeffuð skemmtibúlla. Er þetta
kannski það sem koma skal hjá opinberum starfsmönnum? Mun
skemmtifélagsformið breyta okkar lífsstandard?
Þórður Þórhallsson Laugdal
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum