Fara í efni

EKKI BAUÐ ÉG ÞEIM Í MAT

Alltaf öðru hvoru voru að berast fréttir af hátíðarkvöldverðum fyrri ríkisstjórna. Fimm-rétta máltíðir íRáðherrabústaðnum eða á Þingvöllum til að halda upp á hve lengi ríkisstjórnin hefði setið eða hve mikil afrek hún hefði unnið. Hver man ekki eftir þeim Halldóri og Davíð voteygum á Ráðherrabústaðs-tröppunum eftir að hafa haldið upp á eigið ágæti þar innandyra – allt á kostnað skattborgarans! Ég ætlaði varla að trúa eigin eyrum  og augum þegar ég heyrði og las að Samfylkingin væri núna komin á þetta kavíar-bragð. Kannski var þetta bara barnaskapur í mér að halda að þau væru eitthvað skárri. Sannast sagna sé ég engan mun á Samfylkingu og Íhaldi. Nákvæmlega sama tóbakið. Öll skunda þau á Þingvöll á ráðherrabílunum með mökum eða hvað? - til að snæða þar hátíðarkvöldverð – var það vegna hundrað daga í ríkisstjórn? – allt á minn kostnað. Ekki bauð ég þessu fólki í mat.
Guðrún Guðmundsdóttir