Fara í efni

HÁVAXTASTEFNA SEÐLABANKANS: LEIKHÚS FÁRÁNLEIKANS

Í nýrri skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálum er megináhersla lögð á nauðsyn þess að stefna stjórnvalda í peningamálum verði skilvirkari en verið hefur undanfarin misseri.

Umsögn skýrsluhöfunda um viðræður þeirra við íslensk stjórnvöld þaraðlútandi er eftirfarandi:

There was unanimous agreement that the competition between the banks and the HFF was limiting the impact of monetary policy. The HFF funds its mortgage lending through issues of government-guaranteed long-term indexed bonds. Consequently, its real mortgage rates only rose as global interest rates rose. The banks fund their ISK mortgage lending with shorter-term borrowing, the cost of which is affected by the central bank’s policy instrument. To maintain their share of the mortgage market, banks match HFF rates and appear to be lending at rates below their cost of funds. This prevents the policy rate from affecting household debt-service costs and has encouraged banks to increase their foreign currency mortgage lending, which can be done more profitably with households bearing the currency risk. While the authorities agreed that HFF reform would increase the effectiveness of monetary policy, they indicated that it could take a number of years to implement, in part because of concerns over ensuring access to adequate mortgage finance throughout the country.

[Lausleg þýðing: Allir voru á einu máli að samkeppni milli viðskiptabankanna og Íbúðalánasjóðs takmarkaði virkni stefnu stjórnvalda í peningamálum. Íbúðalánasjóður fjármagnar húsnæðislán sín með útgáfu á verðtryggðum lang-tíma skuldabréfum með ríkisábyrgð. Af því leiddi að raunvextir á húsnæðislánum sjóðsins hækka því aðeins að vextir á alþjóðafjármagnsmarkaði hækka. Viðskiptabankarnir fjármagna húsnæðislán sín í íslenskum krónum með lántökum til styttri tíma, og ræðst kostnaður þeirra að hluta af stýrivöxtum seðlabankans. Til þess að viðhalda hlutdeild sinni á húsnæðislánamarkaðinum bjóða bankarnir upp á sömu útlánavexti og Íbúðalánasjóður og virðast vera að lána á vöxtum sem eru lægri en þeirra eigin fjármagnskostnaður. Af þessu leiðir að stýrivextir seðlabanka hafa ekki áhrif á vaxtabyrði heimila jafnframt því sem bankarnir eru hvattir til að auka húsnæðislán í erlendum gjaldeyri, sem gefur betri ávöxtun þar sem heimilin bera gengisáhættuna. Þótt stjórnvöld séu sammála að umbætur á Íbúðalánasjóði myndu auka skilvirkni stefnu stjórnvalda í peningamálum, þá var á þeim að skilja að taka myndi nokkur ár að framkvæma umbæturnar, að hluta vegna vilja þeirra til að tryggja aðgang að nægilegum húsnæðislánum um landið allt.]

Hávaxtastefna Seðlabanka Íslands hefur alla tíð notið fyllsta stuðnings starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Athugun á hagtölum Seðlabanka Íslands varðandi útlán lánakerfisins 2006 vekur þá spurningu hvort verið sé að hengja bakara fyrir smið með einróma umsögn Seðlabanka Íslands og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um starfsemi Íbúðalánasjóðs og áhrif hennar á það sem ekki verður um deilt: Að væntingar Seðlabanka Íslands og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skilvirkni hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands hafa ekki gengið eftir undanfarin misseri.

1. Heildarútlán lánakerfisins jukust um 1,165 milljarða (33.6%) árið 2006 - útlán Íbúðalánasjóðs jukust um 29 milljarða 7.7% á sama tíma.

2. Heildarútlánaaukning er helsti orsakavaldur þeirrar umframeftirspurnar í hagkerfinu, sem hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands er ætlað að hemja - Íbúðalánasjóður stóð að baki 2.5% af heildarútlánaaukningu 2006 en hlutdeild annarra lánastofnana var 97.5% (29 milljarðar vs. 1,136 milljarðar).

3. Það er ekki trúverðug "peningahagfræði" sem gerir 2.5% flís Íbúðalánasjóðs að blóraböggli í því leikhúsi fáránleikans sem er hávaxtastefna Seðlabanka Íslands.

Gunnar Tómasson