ÞJÓÐLEGT STJÓRNMÁLAAFL VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR!

Kæri Ögmundur...
Það er gott að sjá launafólk vera byrjað að þjappa sér saman undir kjörorðinu "ALLIR FYRIR EINN OG EINN FYRIR ALLA!"   Þetta er góð byrjun, en verður ekki farsælt fyrr en ALLT LAUNAFÓLK, tekur höndum saman, bíti á jaxlinn og gerist samhelt stjórnmálaafl í þjóðfélagi voru!
Höfum ofarlega í huga að andstæðingurinn er vel skipulagður, svífst einskis og hefur ótakmarkaða peninga að baki sér, en vill meira. Andstæðingurinn er óseðjandi auðvald! Gripdeildirnar hafa gengið alltof langt og það verður að byrja á að endurheimta þýfið aftur og hafa hendur í hári þeirra sem hafa stolið sameignum þjóðarinnar, svívirt og svikið þjóðina!
Það verður að stöðva hér með alla sölu og sjálftökur á auðlindum landsins sem eru einkaeign ALLRAR Íslensku þjóðarinnar og niðja hennar!
Aurapungarnir eru ekki sjálfráðir gerða sinna af aurafíkn sinni og munu því ekki stöðva athæfi sitt af sjálfdáðum, þjóðin verður að taka í taumana og snúa dæminu við! 
Farsælasta aflið til að berjast fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, er stjórnmálaafl sem fæðist af samheldinni ÞJÓÐLEGRI VERKALÝÐSHREYFINGU!!!
Lengi lifi Ísland og frjáls Íslensk þjóð!
Helgi

Fréttabréf