Fara í efni

ÚTLÁNUM BANKA VERÐI TAKMÖRK SETT

Sæll Ögmundur.
Spurningin var hvernig gera mætti peningastjórnun Seðlabanka Íslands skilvirkari:
1. Seðlabankinn setur sér ákveðin markmið peningastjórnunar varðandi innlenda verðþróun og greiðslujöfnuð við útlönd 2008.
2. Seðlabankinn telur þessi markmið krefjast þess að útlánaaukning viðskiptabankanna verði ekki meiri en 20% frá árslokum 2007 til ársloka 2008.
3. Þar sem stýrivextir hafa sýnt sig vera óvirkt stjórntæki, þá er spurningin hvernig Seðlabankinn geti tryggt að útlánaaukning viðskiptabankanna samrýmist markmiðum peningastjórnunar?
4. Einfalt og skilvirkt stjórntæki væri að takmarka útlánaaukningu einstakra banka við ákveðið margfeldi af eiginfjárstöðu þeirra í árslok 2007 þannig að útlánaaukning viðskiptabankanna yrði að hámarki 20% frá árslokum 2007 til ársloka 2008.
5. Seðlabankinn myndi síðan fylgjast vel með framvindu mála og aðlaga bæði markmið peningastjórnunar og útfærslu þeirra ef aðstæður breytast.
Kv.
Gunnar  Tómasson