AÐ HRUNI KOMINN September 2007

DÝRMÆTUSTU AUÐLINDIRNAR Á EKKI AÐ SELJA

...Hitt get ég tekið undir að það verður að stöðva þessi ósköp. Þetta eru tvímælalaust alvarlegustu mistök sem hér hafa verið gerð í langan tíma af hálfu stjórnvalda og er þó af nógu að taka. Það er nefnilega rétt sem þú hefur bent á Ögmundur að það er bókstaflega verið að selja landið - dýrmætustu auðlindir þess  - í hendur fjárgróðamanna.
Guðrún Guðmundsdóttir

Lesa meira

LANDRÁÐ?

Landráð er stórt orð. Og það á að fara varlega með að nota það. Þetta orð er mér þó ofarlega í sinni þessa dagana. Einu sinni var það kallað landráð að svíkjast aftan að okkar eigin þjóð í þágu erlendra manna. Mér finnst ríkisstjórnin vera að gera nákvæmlega þetta með því að þjóna erlendu auðvaldi og veita því eignarhald á íslenskum auðlindum með sölinni á orkuveitunum. Sannast sagna hefur mér þótt Illugi Gunnarsson nýbakaður alþingsmaður Íhaldsins hinn mætasti maður. Þess vegna þyrmdi yfir mig að heyra hann ganga erinda peningavaldsins í viðræðu við þig í Spegli RÚV í gær.  Það var engu líkara en maðurinn væri á mála hjá peningapakkinu. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum - svona hefði Einar Oddur, tengdafaðir hans heitinn ekki talað - eða hvað? Ég hvet menn til að hlusta á...
Haffi

Lesa meira

ALLT ER FALT

Saga Íslendinga hefur gengið í bylgjum. Stundum hefur okkur vegnað vel og stundum illa. Stundum höfum við gengið í gegnum niðurlægingartímabil og á öðrum stundum hefur andinn risið hátt. Því miður óttast ég að það skeið sem nú stendur yfir einkennist af meiri niðurlægingu en flest önnur tímaskeið í sögu þjóðarinnar. Ástæðan er ekki sú að okkur vegni illa efnalega. Þvert á móti þá eru efnin nóg nú um stundir -það er að segja þegar á heildina er litið. En allt er líka falt. þar liggur niðurlægingin. Sú kynsló0ð sem nú ræður virðist reiðubúin að selja frá þjóðinni allar eignir hennar. Sú sala er ekki auðveldlega afturkræf. Þú hvetur til þess Ögmundur að við...
Grímur

Lesa meira

EINN OG SAMI MAÐURINN

Í framhaldi af skrifum þínum um sparisjóðina þá vil ég benda þér á "skoðun Viðskiptaráðs." Sérstaklega málsgreinina: "Viðskiptaráð telur því æskilegt að leita sanngjarna leiða við að koma eigin fé sjóðanna að fullu til handa stofnfjáraðilum". Formaður Viðskiptaráðs er jafnframt stjórnarmaður í Spron. Sjá...
Áhugamaður um sparísjóði í þágu almennings

Lesa meira

SEÐLABANKI Í SJÁLFHELDU

...Ef Seðlabanki Íslands sneri við blaðinu - lækkaði stýrivexti og tæki upp raunhæfa útlánastjórnun - þá myndi útstreymi gjaldeyris vegna carry trade orsaka stórfellda lækkun á gengi krónunnar. Við þessu á Seðlabankinn ekkert ráð - enda liggur rót vandans í langvarandi vanhæfni hans á sviði peningastjórnunar.
Gunnar Tómasson

Lesa meira

EKKI BAUÐ ÉG ÞEIM Í MAT

Alltaf öðru hvoru voru að berast fréttir af hátíðarkvöldverðum fyrri ríkisstjórna. Fimm-rétta máltíðir íRáðherrabústaðnum eða á Þingvöllum til að halda upp á hve lengi ríkisstjórnin hefði setið eða hve mikil afrek hún hefði unnið. Hver man ekki eftir þeim Halldóri og Davíð voteygum á Ráðherrabústaðs-tröppunum eftir að hafa haldið upp á eigið ágæti þar innandyra - allt á kostnað skattborgarans! Ég ætlaði varla að trúa eigin eyrum  og augum þegar ég heyrði og las að Samfylkingin væri núna komin á þetta kavíar-bragð. Kannski var þetta bara barnaskapur í mér að halda að þau væru eitthvað skárri. Sannast sagna sé ég engan mun á Samfylkingu og Íhaldi. Nákvæmlega sama ...
Guðrún Guðmundsdóttir

Lesa meira

ÚTLÁNUM BANKA VERÐI TAKMÖRK SETT

Spurningin var hvernig gera mætti peningastjórnun Seðlabanka Íslands skilvirkari:
1. Seðlabankinn setur sér ákveðin markmið peningastjórnunar varðandi innlenda verðþróun og greiðslujöfnuð við útlönd 2008.
2. Seðlabankinn telur þessi markmið krefjast þess að útlánaaukning viðskiptabankanna verði ekki meiri en 20% frá árslokum 2007 til ársloka 2008.
3. Þar sem stýrivextir hafa sýnt sig vera óvirkt stjórntæki, þá er spurningin hvernig Seðlabankinn geti tryggt að útlánaaukning viðskiptabankanna samrýmist markmiðum peningastjórnunar?
4. Einfalt og skilvirkt stjórntæki væri að takmarka útlánaaukningu einstakra banka við ...
Gunnar  Tómasson

Lesa meira

DROTTNINGAR KOMNAR Á KREIK

Ekki brást ríkisstjórnarsjónvarpið ohf sínu fólki í kvöld. Drottningarviðtalið við forsætisráðherra á sínum stað, honum strokið með hárunum eins og litlum kettlingi og leyft að mala um hlutina án þess að minnsta tilraun væri gerð til að spyrja gagnrýnna spurninga, hvað þá fylgja einhverju eftir. (Gaman væri að vita hvort Páll hefur skutlað honum heim á eftir í fína bílnum). Geir var orðinn svo gjörsamlega týndur að þjóðin var farinn að gera um það brandara og þá er rokið til og drifið upp viðtal. Ég man ekki eftir einum einasta stjórnarandstæðingi í kastljósinu í háa herrans tíð en mörgum væmnum þáttum með ráðherrunum. Aldrei eru þessir menn ...
Jónatan

Lesa meira

HVERS VEGNA FORSTJÓRAR STYÐJA HÁEFFUN

Mér varð illt þegar ég heyrði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, lýsa því yfir að hann vilji ekki að Orkuveita Reykjavíkur verði seld. Það sé aðeins verið að breyta forminu á fyrirtækinu með því að gera það að hlutafélagi. Í nánast öllum tilvikum þegar stofnanir í eigu samfélagsins hafa verið einkavæddar á undanförnum árum hefur viðkvæðið verið þetta: Við erum bara að háeffa, ekki selja. Alltaf hafa þetta reynst vera ósannindi. Í gær var framkvæmdastjóri SA mættur í útvarp að taka undir með Reykjavíkur-Íhaldinu. Hann sagði að þetta væri liður í því að losna við pólitíkusa úr stjórnum stofnana. Það er nefnilega það. Lýðræðið þvælist fyrir þeim. Vont að hafa Svandísi Svavarsdóttur með sínar...
Sunna Sara

Lesa meira

HÁVAXTASTEFNA SEÐLABANKANS: LEIKHÚS FÁRÁNLEIKANS

...Athugun á hagtölum Seðlabanka Íslands varðandi útlán lánakerfisins 2006 vekur þá spurningu hvort verið sé að hengja bakara fyrir smið með einróma umsögn Seðlabanka Íslands og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um starfsemi Íbúðalánasjóðs og áhrif hennar á það sem ekki verður um deilt: Að væntingar Seðlabanka Íslands og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skilvirkni hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands hafa ekki gengið eftir undanfarin misseri...
Gunnar Tómasson

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar