HVENÆR VERÐUR KOMIÐ NÓG?

Því meira sem umbúðirnar eru teknar utan af Orkuveitusukkinu því verra verður málið. Þetta hefði þurft að gera með Landsbankann, Búnaðarbankann, SR-Mjöl, Símann og öll hin einkavæðingarspillingarmálin. Þetta var reynt en með misjöfnum árangri. Nú berrassa bófarnir sig sjálfir! En pólitíkin má ekki bregðast. Ekki svo að skilja að ég óttist það en þess verður ekki langt að bíða að "hagsmunaðilar" reyni að loka málinu.
Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar farið er að braska með almannaeiginir í skjóli pólitískra valda. Það hefur ágætlega verið kallað einkavinavæðing. Hvenær skyldi þjóðin fá sig fullsadda af henni?
Haffi  

Fréttabréf