HVER ER ENGINN?

Sjónvarpsstöðvarnar sögðu okkur frá því í fréttum að Geir H. Haarde hefði óvænt haldið ræðu á fundi hjá sjálfstæðissamtökunum Verði. Ekki skil ég af hverju heimsókn formannsins og ræðuhöld eru sögð óvænt. Í augum almennings hlýtur framganga Geirs H. Haarde að vera sjálfsögð. Í viðtölum að fundi loknum sagðist formaður Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt fundarmenn til að snúa bökum saman og horfa fram á veg. Hann vitnaði líka til ummæla sem Jóhann Hafstein einn forvera núverandi formanns í embætti lét falla. Geir sagði eitthvað á þessa leið þegar hann vitnaði til Jóhanns: Enginn einn maður er merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Það er athyglisvert að Geir skuli vitna til Jóhanns Hafstein, og menn hljóta að velta fyrir sér: Hver er enginn?
Kveðjur
Ólína

Fréttabréf