Fara í efni

LANDRÁÐ?

Landráð er stórt orð. Og það á að fara varlega með að nota það. Þetta orð er mér þó ofarlega í sinni þessa dagana. Einu sinni var það kallað landráð að svíkjast aftan að okkar eigin þjóð í þágu erlendra manna. Mér finnst ríkisstjórnin vera að gera nákvæmlega þetta með því að þjóna erlendu auðvaldi og veita því eignarhald á íslenskum auðlindum með sölinni á orkuveitunum. Sannast sagna hefur mér þótt Illugi Gunnarsson nýbakaður alþingsmaður Íhaldsins hinn mætasti maður. Þess vegna þyrmdi yfir mig að heyra hann ganga erinda peningavaldsins í viðræðu við þig í Spegli RÚV í gær.  Það var engu líkara en maðurinn væri á mála hjá peningapakkinu. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum – svona hefði Einar Oddur, tengdafaðir hans heitinn ekki talað – eða hvað? Ég hvet menn til að hlusta á þáttinn. Er allt samfélagið að lyppast niður í aumingjadóm, er Sjálfstæðisflokkurinn allur kominn á hnén? Er hann ekkert annað en aumur þjónn og þræll auðvaldsins? Gefur hann ekkert fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar? Mér finnst hann ekki gera það. Hvað finnst þér Ögmundur?
Haffi