Fara í efni

VISTVÆNN TVÍSKINNINGUR

Sigríður frá Brattholti má aldrei gleymast!  Ég vil taka undir með þér að allt þetta tal um sjálfbærar virkjanir er afskaplega vanhugsað. Framsókn tuðaði stöðugt um þetta. Á þessu er tuðað á Bessastöðum síknt og heilagt. Ólafur Jóhann, milli og rithöfundur, tuðar stöðugt á þessu og margir margir fleiri. Allt þetta fólk virðist mér vera tilbúið að fórna dýrmætustu náttúrperlum okkar til að virkja í þágu álrisa sem síðan nota orkuna til að framleiða sprengjuflugvélar og einnota kókdósir. Allt á þetta að vera gert á sjálfbæran vistvænan hátt. Ég er við það að fá ofnæmi fyrir þessum vistvæna tvískinnungi. Sjálfbærni er ekki lausnarorð. Fegurðin skiptir líka máli. Það skildi Sigríður í Brattholti sem hótaði því að henda sér í Gullfoss ef hann yrði virkjaður. Húrra fyrir henni. Við eigum henni skuld að gjalda. Þá skuld gjöldum við með því að standa vörð um náttúru Íslands. Nú þarf Neðri-Þjórsá á okkur að halda.
Sunna Sara

Þakka þér bréfið. HÉR er pistillinn sem þú vitnar í um Sigríði og hennar hetjulegu baráttu.
Kv.
Ögmundur