AÐ HRUNI KOMINN Október 2007

HVER ER ENGINN?

Sjónvarpsstöðvarnar sögðu okkur frá því í fréttum að Geir H. Haarde hefði óvænt haldið ræðu á fundi hjá sjálfstæðissamtökunum Verði. Ekki skil ég af hverju heimsókn formannsins og ræðuhöld eru sögð óvænt. Í augum almennings hlýtur framganga Geirs H. Haarde að vera sjálfsögð. Í viðtölum að fundi loknum sagðist formaður Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt fundarmenn til að snúa bökum saman og horfa fram á veg. Hann vitnaði líka til ummæla sem Jóhann Hafstein einn forvera núverandi formanns í embætti lét falla. Geir sagði eitthvað á þessa leið þegar hann vitnaði til Jóhanns: Enginn einn maður er merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Það er athyglisvert að Geir skuli vitna til ...
Ólína

Lesa meira

HVAÐ SKYLDU BÍLASALAR SEGJA UM BRENNIVÍNSFRUMVARPIÐ?

...Ummæli læknisins í þá veru að alkóhólisma á Grænlandi megi skýra í ljósi aðhaldssamrar áfengisstefnu skilur Sigurði Kári þannig að nú sé um að gera að fylla allar hillur í Nóatúni og Bónus af brennivíni. Þá sé þess eflaust skammt að bíða að við verðum laus við áfengisbölið. Stórfenglastar eru þó yfirlýsingar Sigurðar Kára um að "fjöldi lækna", sem hann hafi ráðfært sig við telji "ekki samhengi á milli aðgengis og neyslu áfengis." Hverjir skyldu þetta nú vera? Gæti verið að þeir væru flestir úr Sjálfstæðis/Samfylkingarflokknum? Hvað skyldu bílasalar úr sama flokki segja, eða hárgreiðslumeistarar? Hvað með lögfræðinga úr Heimdalli? Gæti verið að þeir séu líka sammála Sigurði Kára og félögum um að fela eigi markaðsöflunum að höndla með brennivín? Auðvitað hlýtur þetta að snúast um...
Grímur

Lesa meira

FELLIÐ FRUMVARPIÐ

Enn á ný fara nokkrir þingmenn á stað með frumvarp til laga til þess að heimila verslunum að selja léttvín og bjór.  Einu rökin hjá þeim eru að viðskiptavinir geti keypt sér rauðvínsflösku með steikinni.  Ef mig langar í rauðvín með steikinni munar mig ekkert um að fara í ÁTVR og kaupa flösku.  Í dag eru í gildi lög sem banna að unglingum yngri en 18 ára megi selja tóbak og sama gildir um þá sem afgreiða tóbak.  Nú er staðan þannig að mikið af afgreiðslufólki er undir þessum aldri og enginn gerir athugasemdir við að þessir ungu starfskraftar selji tóbak.  Og eins verður það með áfengi,  þessi börn verða farin að...
Sigurbjörn Halldórsson.

Lesa meira

HVENÆR VERÐUR KOMIÐ NÓG?

Því meira sem umbúðirnar eru teknar utan af Orkuveitusukkinu því verra verður málið. Þetta hefði þurft að gera með Landsbankann, Búnaðarbankann, SR-Mjöl, Símann og öll hin einkavæðingarspillingarmálin. Þetta var reynt en með misjöfnum árangri. Nú berrassa bófarnir sig sjálfir! En pólitíkin má ekki bregðast. Ekki svo að skilja að ég óttist það en þess verður ekki langt að bíða að ...
Haffi  

Lesa meira

HÁVAXTASTEFNA DÝRU VERÐI KEYPT

...Á tólf mánaða tímabilinu frá júlí 2006 til júníloka 2007 námu vaxtagjöld þjóðarbúsins 225 milljörðum króna (nettó 119 milljarðar). Við upphaf hækkunarferils stýrivaxta í maí 2004 nam hækkun vísitölu neyzluverðs um 4% á ársgrundvelli. Liðlega tveimur árum síðar, í ágúst 2006, höfðu meint verðlækkunaráhrif hærri stýrivaxta ekki skilað sér - hækkun vísitölu neyzluverðs á ársgrundvelli var liðlega tvöfalt hærri, eða 8.6%. Ávextir hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands síðan maí 2004 hafa því verið keyptir dýru verði...
Gunnar Tómasson

Lesa meira

ERTU SÁTTUR?

...Ótrúleg frétt ef rétt reynist að Svandís stökkvi í fang Binga eftir allan þann góða málstað í þessu REI dæmi. Við fyrsta tækifæri er hún komin í samstarf við höfund á þessum ósóma og svínaríi. Ég hefði ekki trúað þessu eftir málflutning ykkar. Ert þú sáttur við þetta?
Þorsteinn

Lesa meira

EÐALVÍN OG ÓDÝRT KASSAVÍN

...Hin nýja forysta í Sjálfstæðisflokknum sá ekkert athugavert við að eiga viðskipti með reitur Orkuveitunnar við eigendur Glitnis. Það gerði hins vegar gamli Sjálfstæðisflokkurinn. Hann spyrnti við fótum og gerði sitt til að koma í veg fyrir kaupskapinn. Meðal annars þeir sem einhverjir eigendur Glitnis gerðu atlögu að í auglýsingum fyrir alþingiskosningar í vor. Meirihlutinn féll í Reykjavík vegna átakanna milli gamla Sjálfstæðisflokksins og nýju forystunnar. Forystunnar sem boðar í blaðaauglýsingum þessa dagana haustferð með sjálfstæðisfólki í Reykjavík um helgina. Ein ástæðan fyrir því að Davíð Oddsson gerði það sem enginn hafði áður gert, að fara fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, var sú niðurlæging sem flokkurinn hafði mátt þola á landsvísu undir forystu Þorsteins Pálssonar næstu fimm ár á undan. Hann stýrir nú Fréttablaði Baugs og er þar með gömlum aðstoðarmanni sínum Ara Edvald í spunaverksmiðju Hringsins. Undanfarið hefur mátt greina meiri velvild í garð hinnar nýju forystu Sjálfstæðisflokksins í tveimur blöðum, Fréttablaði og 24Stundum. Hefur þetta einkum komið fram í afstöðunni til ...
Ólína

Lesa meira


GÓÐ TÍÐINDI!

...Mér leist mjög vel á það sem forustumenn nýju borgarstjórnarinnar sögðu á blaðamannafundinum við Tjörnina.  Meðal annars sagði Dagur að þetta yrði félagshyggju borgarstjórn sem hefði ekki í huga að selja einstaklingum sameignir þjóðarinnar, sem sé orkuna.  Ef ég skyldi allt rétt sem sagt var þarna, líst mér vel á mannskapinn og stefnu hans í borgarmálum. Það var sorgarfundur á hlaðinu heima hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann og félagar gáfu blaðamönnum yfirlýsingar sínar. Þeir sögðust hafa þá einu hugsjón að selja einkafyrirtækjum eignir borgarbúa og landsmanna og losa þjóðina við áhyggjur af þeim, á forsendu þess að þeir væru svo velviljaðir almenningi (kjósendum) að þeir vildu ekki fara í ...
Þjóðúlfur

Lesa meira


Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar