AÐ HRUNI KOMINN Október 2007

HVER ER ENGINN?

Sjónvarpsstöðvarnar sögðu okkur frá því í fréttum að Geir H. Haarde hefði óvænt haldið ræðu á fundi hjá sjálfstæðissamtökunum Verði. Ekki skil ég af hverju heimsókn formannsins og ræðuhöld eru sögð óvænt. Í augum almennings hlýtur framganga Geirs H. Haarde að vera sjálfsögð. Í viðtölum að fundi loknum sagðist formaður Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt fundarmenn til að snúa bökum saman og horfa fram á veg. Hann vitnaði líka til ummæla sem Jóhann Hafstein einn forvera núverandi formanns í embætti lét falla. Geir sagði eitthvað á þessa leið þegar hann vitnaði til Jóhanns: Enginn einn maður er merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. Það er athyglisvert að Geir skuli vitna til ...
Ólína

Lesa meira

HVAÐ SKYLDU BÍLASALAR SEGJA UM BRENNIVÍNSFRUMVARPIÐ?

...Ummæli læknisins í þá veru að alkóhólisma á Grænlandi megi skýra í ljósi aðhaldssamrar áfengisstefnu skilur Sigurði Kári þannig að nú sé um að gera að fylla allar hillur í Nóatúni og Bónus af brennivíni. Þá sé þess eflaust skammt að bíða að við verðum laus við áfengisbölið. Stórfenglastar eru þó yfirlýsingar Sigurðar Kára um að "fjöldi lækna", sem hann hafi ráðfært sig við telji "ekki samhengi á milli aðgengis og neyslu áfengis." Hverjir skyldu þetta nú vera? Gæti verið að þeir væru flestir úr Sjálfstæðis/Samfylkingarflokknum? Hvað skyldu bílasalar úr sama flokki segja, eða hárgreiðslumeistarar? Hvað með lögfræðinga úr Heimdalli? Gæti verið að þeir séu líka sammála Sigurði Kára og félögum um að fela eigi markaðsöflunum að höndla með brennivín? Auðvitað hlýtur þetta að snúast um...
Grímur

Lesa meira

FELLIÐ FRUMVARPIÐ

Enn á ný fara nokkrir þingmenn á stað með frumvarp til laga til þess að heimila verslunum að selja léttvín og bjór.  Einu rökin hjá þeim eru að viðskiptavinir geti keypt sér rauðvínsflösku með steikinni.  Ef mig langar í rauðvín með steikinni munar mig ekkert um að fara í ÁTVR og kaupa flösku.  Í dag eru í gildi lög sem banna að unglingum yngri en 18 ára megi selja tóbak og sama gildir um þá sem afgreiða tóbak.  Nú er staðan þannig að mikið af afgreiðslufólki er undir þessum aldri og enginn gerir athugasemdir við að þessir ungu starfskraftar selji tóbak.  Og eins verður það með áfengi,  þessi börn verða farin að...
Sigurbjörn Halldórsson.

Lesa meira

HVENÆR VERÐUR KOMIÐ NÓG?

Því meira sem umbúðirnar eru teknar utan af Orkuveitusukkinu því verra verður málið. Þetta hefði þurft að gera með Landsbankann, Búnaðarbankann, SR-Mjöl, Símann og öll hin einkavæðingarspillingarmálin. Þetta var reynt en með misjöfnum árangri. Nú berrassa bófarnir sig sjálfir! En pólitíkin má ekki bregðast. Ekki svo að skilja að ég óttist það en þess verður ekki langt að bíða að ...
Haffi  

Lesa meira

HÁVAXTASTEFNA DÝRU VERÐI KEYPT

...Á tólf mánaða tímabilinu frá júlí 2006 til júníloka 2007 námu vaxtagjöld þjóðarbúsins 225 milljörðum króna (nettó 119 milljarðar). Við upphaf hækkunarferils stýrivaxta í maí 2004 nam hækkun vísitölu neyzluverðs um 4% á ársgrundvelli. Liðlega tveimur árum síðar, í ágúst 2006, höfðu meint verðlækkunaráhrif hærri stýrivaxta ekki skilað sér - hækkun vísitölu neyzluverðs á ársgrundvelli var liðlega tvöfalt hærri, eða 8.6%. Ávextir hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands síðan maí 2004 hafa því verið keyptir dýru verði...
Gunnar Tómasson

Lesa meira

ERTU SÁTTUR?

...Ótrúleg frétt ef rétt reynist að Svandís stökkvi í fang Binga eftir allan þann góða málstað í þessu REI dæmi. Við fyrsta tækifæri er hún komin í samstarf við höfund á þessum ósóma og svínaríi. Ég hefði ekki trúað þessu eftir málflutning ykkar. Ert þú sáttur við þetta?
Þorsteinn

Lesa meira

EÐALVÍN OG ÓDÝRT KASSAVÍN

...Hin nýja forysta í Sjálfstæðisflokknum sá ekkert athugavert við að eiga viðskipti með reitur Orkuveitunnar við eigendur Glitnis. Það gerði hins vegar gamli Sjálfstæðisflokkurinn. Hann spyrnti við fótum og gerði sitt til að koma í veg fyrir kaupskapinn. Meðal annars þeir sem einhverjir eigendur Glitnis gerðu atlögu að í auglýsingum fyrir alþingiskosningar í vor. Meirihlutinn féll í Reykjavík vegna átakanna milli gamla Sjálfstæðisflokksins og nýju forystunnar. Forystunnar sem boðar í blaðaauglýsingum þessa dagana haustferð með sjálfstæðisfólki í Reykjavík um helgina. Ein ástæðan fyrir því að Davíð Oddsson gerði það sem enginn hafði áður gert, að fara fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, var sú niðurlæging sem flokkurinn hafði mátt þola á landsvísu undir forystu Þorsteins Pálssonar næstu fimm ár á undan. Hann stýrir nú Fréttablaði Baugs og er þar með gömlum aðstoðarmanni sínum Ara Edvald í spunaverksmiðju Hringsins. Undanfarið hefur mátt greina meiri velvild í garð hinnar nýju forystu Sjálfstæðisflokksins í tveimur blöðum, Fréttablaði og 24Stundum. Hefur þetta einkum komið fram í afstöðunni til ...
Ólína

Lesa meira


GÓÐ TÍÐINDI!

...Mér leist mjög vel á það sem forustumenn nýju borgarstjórnarinnar sögðu á blaðamannafundinum við Tjörnina.  Meðal annars sagði Dagur að þetta yrði félagshyggju borgarstjórn sem hefði ekki í huga að selja einstaklingum sameignir þjóðarinnar, sem sé orkuna.  Ef ég skyldi allt rétt sem sagt var þarna, líst mér vel á mannskapinn og stefnu hans í borgarmálum. Það var sorgarfundur á hlaðinu heima hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann og félagar gáfu blaðamönnum yfirlýsingar sínar. Þeir sögðust hafa þá einu hugsjón að selja einkafyrirtækjum eignir borgarbúa og landsmanna og losa þjóðina við áhyggjur af þeim, á forsendu þess að þeir væru svo velviljaðir almenningi (kjósendum) að þeir vildu ekki fara í ...
Þjóðúlfur

Lesa meira


Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar