AÐ HRUNI KOMINN Október 2007

ÚTRÁS, INNRÁS EÐA ÁRÁS?!

...Nær lagi væri að tala um "innrás," þegar auðvaldið ræðst inná eignir þjóðarinnar og hirðir þær fyrir skít á priki og græðir margfalt andvirðið  "sem þeir greiða" með tekjum eignanna samdægurs og "viðskiptin" fara fram.  Í raun þurfa þeir ekki að greiða eyri því það er hægðarleikur fyrir þá að fá bið á greiðslunum eða að fá stutt lán hjá guðfeðrum sínum og greiða það eftir kaupin sem margfaldast snögglega eins og var með bankana, símann og fleira, sem fólk má aldrei gleyma, og sem er nú að endurtaka sig með orkuna, vatnið, fiskimiðin og landeignir! Ekki er aðeins um að ræða ...
Helgi  

Lesa meira

GRÓÐAGUTTAR OG GRÁGLETTNI ÖRLAGANNA

Það er gott að nú hafa gróðaguttarnir gengið fram af þjóðinni. Mætti ég þá minna á að Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason voru lykilmenn í að selja þjóðinni gagnagrunnskonceptið. Hannes stýrði útfærslunni á Nasdaq og Bjarni  sex milljarða sölunni á gráa markaðnum sem keyrði upp allar væntingarnar.

Það er svo gráglettni örlaganna að gamla íhaldið með...

Jóhann
Lesa meira

AÐ KUNNA AÐ ÁVAXTA SITT PUND

...Hjörleifur B. Kvaran settur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. Hjörleifur er settur í stól Guðmundar Þóroddsonar tímabundið, meðan að sá síðarnefndi gegnir forstjórastarfi REI. Og það verður að hafa í huga að Guðmundur ætlaði sér að kaupa hluti fyrir 100 milljónir og Hjörleifur átti einnig að njóta sérkjara. Bjarni gerist svo stjórnarformaður REI og sem slíkur sest hann niður og ákveður, með lægra settum stjórnarmönnum, hvert gengið á hlutabréfum REI eigi að vera. Þar með á Bjarni sjálfur beinan þátt í að  hækka verðgildi eigin bréfa um 500 milljónir króna samkvæmt fréttum.  Er þessi framkoma sæmandi? Hún þarf reyndar ekki að koma á óvart því Bjarni Ármannsson er einn helsti upphafsmaður að því að innleiða þann kúltur í opinberri stjórnsýslu/bönkunum að greiða stjórnendum alls kyns bónusa tengdum árangri. Það var þegar ...
Grillir

Lesa meira

VEL HEPPNUÐ LÝTAAÐGERÐ ÞORGERÐAR KATRÍNAR

Ég horfði á Silfur Egils í dag og heyrði síðan fréttir seinna um daginn í sömu stöð. Þar var básúnað það sjónarmið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins að henni hefði fundist of hratt farið í sameiningu Geysis Green og Reykjavík Energy Invest. Þá hefðu kaupréttarsamningarnir verið of háir. Því miður var Þorgerður Katrín ekki spurð hvort hún styddi það að undið yrði ofan af þessu alvarlega spillingarmáli sem áhöld eru um hvort standist lög. Hlustandinn fékk þá mynd í fréttum að varaformaður Sjálfstæðisflokksins vildi aðra stefnu varðandi einkavæðingu orkunnar. Þeir sem horfðu á Þorgerði í Silfrinu fengu allt aðra tilfinningu því þar kom skýrt fram að hún telur þessa þróun almennt í himnalagi. Yfirlýsingarnar virðast fyrst og fremst settar fram til að...
Haffi

Lesa meira

EKKI TÚLKA UMFRAM ÞAÐ SEM MEINT ER

...Ég verð þó að gera athugasemdir við túlkun þína á ummælum mínum sem birtust í sjónvarpsfréttum 2. október sl. Í fyrsta lagi segi ég hvergi að fráleitt sé að reisa álver á Suðvesturhorninu. Ég segi að í ljósi þeirrar skerðingar sem varða á þorskkvótanum í sumar og þeim vanda sem steðjar að landsbyggðinni "sé skynsamlegt í stöðunni að einbeita sér að einu álveri og það álver sé álverið á Bakka við Húsavík. Við erum ekkert að slá álverið í Helguvík af". Þessi ummæli á ekki að túlka öðruvísi en skv. orðanna hljóðan þeirra. Ég tek svo fram að ég styð atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í hvívetna en tel í ljósi þeirrar þenslu sem er á suðvesturhorninu að best sé að forgangsraða framkvæmdunum á þennan hátt. Þar er ég með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi. Í annan stað fullyrðir þú að ég fari með rangt mál. Það er ekki rétt...
Höskuldur Þórhallsson

Lesa meira

LANDRÁÐ

Fyrir nokkru síðan velti ég fyrir mér hvað væri í vændum, þegar birtust á forsíðu Mogga myndir af lögreglu við mannfjöldastjórn. Í einfeldni minn hélt ég að það væru kjarasamningar um áramót, sem stjórnvöld væru að undirbúa sig fyrir, en auðvitað er það einkavinavæðing og sjálftekja svokallaðra "fulltrúa almennings", sem gæti farið fyrir brjóstið á þessum sama almenningi. Orkuveituskandallinn er svo grófur að maður hefur ekki hugmyndaflug til að ímynda sér neitt slíkt....Og þar sem ég veit að Ríkislögreglustjóri les póstinn þinn, þá er ég fullviss um að hann mundi ekki hafa ...
Sigurbergur

Lesa meira

BÓNUS EIGNAST ORKUVEITU

...Það hefði enginn flokkur á Íslandi og ekkert  fyrirtæki staðið vörð um, byggt upp og rekið með jafn glæsilegum hætti Orkuveitu Reykjavíkur með sama hætti og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert. Faðir minn var þeirrar skoðunar að í rekstri Orkuveitunnar væri ballestin í Sjálfstæðisflokknum fólgin. Í því fyrirtæki yrði áþreifanlegust sú samfélagslega ábyrgð sem forystumenn flokksins hefðu sýnt áratugum saman. Þetta keypti ég. Í dag stríddi ég föður mínum á því að nú hefðu hans eigin menn afhent Jóni Ásgeiri í Bónus og FL Group Orkuveitu Reykjavíkur. Föður mínum var ekki skemmt og ég sá eftir að hafa ekki setið á mér. Mér hefur hins vegar verið hugsað til þess sem hann sagði þegar við kvöddumst í kvöld...
Kveðjur,
Ólína

Lesa meira

DOKTOR ÖSSUR AND MR. BLOGG

VG ræðumenn voru bestir í umræðunum á Alþingi í gær. Framsókn má þó eiga að hún var bráðskemmtileg einsog þegar Bjarni Harðarson benti á að afleitt væri að breyta þyrfti almanntryggingakerfi landsmanna fyrir þá sök eina að Ásta Ragnheiður skildi ekki kerfið. Ekki var Guðni síður góður þegar hann skaut á sérfræðing í málefnum Þingvallarurriðans, dr. Össur Skarphéðinsson, hæstvirtan iðnaðarráðherra, sem gjarnan brygði sér í gervi stjórnarandstæðings þegar kvöldaði. Í næturhúmi sæti bloggarinn dr. Össur og skyti út og suður - og ekki alltaf óvægið – jafnvel á ábúendur í Stjórnarráði Íslands. Nokkuð smellin tilvísun í  dr. Jekyll and mr. Hyde í frægum enskum reyfara. Prik til Guðna. Þó verð ég að segja að...
Grímur Lesa meira

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ GRÍMI UM BAKKA-RANGHERMI OG ÞÖGGUN

Þú pælir sem aðrir Ögmundur í pestaróféti, m.a hvernig það virkar á stjórnmál. Eitt gróft dæmi um misnotkun er verksmiðjan á Bakka sem okkur er sagt án athugasemda fjjölmiðlafólks að hafi lent í ógöngum vegna Covid. Þetta eru helber ósannindi. Þess vegna fagna ég skrifum Gríms hér á síðunni um staðreyndir þessa máls. Svo vill til að ég þekki þetta nokkuð og tek ég heilshugar undir með Grími: Sleitulausar ófarir i rekstri kísilvers á Bakka hófust um mitt ár 2018, frá byrjun. Ekki batnaði rekstur 2019, tapið þá 7.3 milljarðar. Ömurlegur var gangurinn, 2020 byrjaði mjög illa. Líklega var tap á tveggja ára rekstri orðinn 14 ma þegar glóruleysið leiddi til stöðvunar á rekstri við lok júlí sl. Engin búbót er sýnd í kortum. Krísan algjör. Vegna þessa tekur yfirklór við en mest þöggun um málavexti. Grófasta ranghermið til yfirklórs er ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

FER MIKINN

Bítur oft í annars bök
eða ber út þvaður
Þorsteinn hefur á því tök
enda auðmaður. 

Við lygina ´ann laginn er
ef leitar til varna
Maðurinn þar mikið fer
ég meina Bjarna.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

PÓLITÍSK LINDÝR

Mosi spyr hvað eigi að kalla stjórnmálafólk sem brýtur reglur sem það setur öðrum, lætur hagsmunaaðila bjóða sér í dekurferðir og síðan þyrlu Landhelgisgæslunnar snatta með sig fram og til baka á ráðherrafundi. Þau sem ekki eru í þyrlunum eða í dekurferðunum kóa með í þögn. Mosi klykkir út með því að spyrja hvort vanti beinin í þetta fólk. Þar með hefur hann svarað spurningu sinni. Að sjálfsögðu eru þetta pólitísk lindýr. 
Sunna Sara

Lesa meira

ALLIR TILBÚINIR AÐ SEGJA ÓSATT?

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur dómsmálaráðherra, sem er í hestaferð á Suðurlandi, til Reykjavíkur og aftur tilbaka. Landhelgisgæslan segir þetta hafi verið í leiðinni og þá væntanlega bæði fram og til baka. Þetta eru augljós ósannindi og er óneitanlega óþægilegt þegar kerfið er tilbúið að segja ósatt beint upp í opið geðið á okkur. Stutt er síðan ferðamálaráðherrann fór í dekurferð á vegum hótelkeðju, sem er siðlaust, og braut auk þess reglur sem hún var nýbúin að setja öðrum af því að það var svo gaman að hitta vinkonurnar og dómsmálaráðherrann segir okkur hve verðmætt það sé fyrir sig að komast á hestbak og í sól. Ríkisstjórnin kóar síðan með. Hvað á að kalla þetta? Vantar beinin í ...
Mosi

Lesa meira

UM PRINSIPP OG PRINSIPPLEYSI

Sammála er ég Jóel A. hér á síðunni hjá þér Ögmundur minn um það hvernig fréttamiðlar okkar virðist líta á það sem hlutverk sitt að sefa þjóðina og svæfa og drepa öllu á dreif sem máli skiptir. Í samanburði við stóru pólitísku málin þá sé kossaflangs ferðamálaráðherra með vinkvennum smávægilegt þótt brjóti gegn því sem predikað er. En eftir því sem ég hugsa málið þá finnst mér þetta þó ekki vera eins smátt mál og í fyrstu. Það varðar nefnilega prinsipp eða öllu heldur prinsippleysi. Þá er ég ekki bara að hugsa um fjarlægðartakmörk sem stjórnvöld ráðleggja heldur að vinkonurnar hafi verið í boði hótelkeðju! Semsagt ferðmálaráðherra fer ...
Mosi  

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Baldur Andrésson skrifar: BALLERI-BRELLAN

Vopnasali til “heppilegra” herstjóra i Afríku að undirlagi CIA og stoltur útgerðarstjóri eigin” öryggissveita” til heppilegra manndrápa m.a. í Sómalíu, gerðist Íslandsvinur 2019. Michele Ballarín er hörkukvendið, sú sem keypti flugfreyjubúninga WOW 2019 ( þó án innihalds) og hélt að flugfélag fylgdi með í tombóluverði. Boðaði þvi ný flugtök WOW um jól en graut skorti i skálina, vængi á fuglinn. Nýkveikt ást ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: ÁRÁSIR Á FLÓTTABÖRN

Samblanda af kynþátta-, trúarfordómum og fávisku er rót að illgjörnum árásum á fjögur egypsk flóttabörn og foreldra þeirra, sem hér hafa leyft sér að guða á glugga. Mannorðsníðingar dylgja um föður barnanna, stimpla hann sem líklegan “hryðjuverkamann” ! Fyrir það ámæli eiga ekki síst börn hans að líða. Maðurinn varð aktívisti þegar “ arabíska vorið” kom 2011 til Egyptalands, andóf gegn harðræði. Ekki fer allt að óskum og frá 2014 tók við ný harðstjórn, fræg fyrir ofsóknir gegn fyrri “ ólátabelgjum” Launmorð, pyntingar, aftökur, ólögmætar fangelsanir hafa snúið að þúsundum í Egyptalandi og gera það enn. Þá eru stimplar ekki sparaðir af ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA NÍU - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

 ... Efist einhver um að þetta sé raunverulega svona í pottinn búið, þá ætti sá hinn sami/sú hin sama að spyrja sig: hefur einhvern tíma verið kosið um þetta fyrirkomulag [að Ísland yrði hluti að innri orkumarkaði Evrópu]? Hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um fyrirkomulagið? Kallar þjóðin sjálf eftir þessu fyrirkomulagi? Er hugtakið „lýðræði“ það fyrsta sem fólki kemur til hugar í þessu ferli öllu saman, eða frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur? Eru stjórnmálamenn tilbúnir að leggja spilin á borðið í þessu máli fyrir næstu kosningar? [Þvert á flokka] ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf. Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ...

Lesa meira

Kári skrifar: STUTT YFIRLIT UM ALÞJÓÐLEGA DÓMSTÓLA OG GERÐARDÓMA

Í umræðu samtímans gætir eðlilega nokkurs misskilnings hvað snertir alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Misskilningurinn er fullkomlega eðlilegur sökum þess að dómstólarnir eru margir, þeir eru langt frá fólki í daglegum veruleika lífsins og fjalla um mál sem mörgum eru fjarlæg. Í fyrsta lagi þarf að gera greinarmun á alþjóðlegum dómstólum annars vegar og svæðisbundnum (regional courts) dómstólum hins vegar [sbr. Mannréttindadómstól Evrópu]. Í öðru lagi þarf að hafa í huga hvaða ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson og Þórarinn Hjartarson skrifa: MERKILEG BÓK UM ATBURÐINA 11. SEPTEMBER 2001 Í SAMHENGI

Í dag er árásin á Tvíburaturnana 19 ára. Nýlega kom út (á ensku, af íslensku forlagi) ný bók um atburðina sem áttu sér stað þann 11. september 2001. Þetta er gríðarlega vel unnin og beinskeytt bók sem nær að fanga marga mikilvægustu þættina um þetta málefni. Bókin America´s Betrayal Confirmed. 9/11: Purpose, Cover-up and Impunity, er sterk bók um stórmál. Elías Davíðsson er baráttumaður mannréttinda, hefur einnig mjög fjallað um náttúruverndarmál og lýðræði en öðru fremur hefur hann sem sérsvið málefni hryðjuverka (undir fölsku flaggi sérstaklega) ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar