AÐ HRUNI KOMINN Október 2007

ÚTRÁS, INNRÁS EÐA ÁRÁS?!

...Nær lagi væri að tala um "innrás," þegar auðvaldið ræðst inná eignir þjóðarinnar og hirðir þær fyrir skít á priki og græðir margfalt andvirðið  "sem þeir greiða" með tekjum eignanna samdægurs og "viðskiptin" fara fram.  Í raun þurfa þeir ekki að greiða eyri því það er hægðarleikur fyrir þá að fá bið á greiðslunum eða að fá stutt lán hjá guðfeðrum sínum og greiða það eftir kaupin sem margfaldast snögglega eins og var með bankana, símann og fleira, sem fólk má aldrei gleyma, og sem er nú að endurtaka sig með orkuna, vatnið, fiskimiðin og landeignir! Ekki er aðeins um að ræða ...
Helgi  

Lesa meira

GRÓÐAGUTTAR OG GRÁGLETTNI ÖRLAGANNA

Það er gott að nú hafa gróðaguttarnir gengið fram af þjóðinni. Mætti ég þá minna á að Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason voru lykilmenn í að selja þjóðinni gagnagrunnskonceptið. Hannes stýrði útfærslunni á Nasdaq og Bjarni  sex milljarða sölunni á gráa markaðnum sem keyrði upp allar væntingarnar.

Það er svo gráglettni örlaganna að gamla íhaldið með...

Jóhann
Lesa meira

AÐ KUNNA AÐ ÁVAXTA SITT PUND

...Hjörleifur B. Kvaran settur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. Hjörleifur er settur í stól Guðmundar Þóroddsonar tímabundið, meðan að sá síðarnefndi gegnir forstjórastarfi REI. Og það verður að hafa í huga að Guðmundur ætlaði sér að kaupa hluti fyrir 100 milljónir og Hjörleifur átti einnig að njóta sérkjara. Bjarni gerist svo stjórnarformaður REI og sem slíkur sest hann niður og ákveður, með lægra settum stjórnarmönnum, hvert gengið á hlutabréfum REI eigi að vera. Þar með á Bjarni sjálfur beinan þátt í að  hækka verðgildi eigin bréfa um 500 milljónir króna samkvæmt fréttum.  Er þessi framkoma sæmandi? Hún þarf reyndar ekki að koma á óvart því Bjarni Ármannsson er einn helsti upphafsmaður að því að innleiða þann kúltur í opinberri stjórnsýslu/bönkunum að greiða stjórnendum alls kyns bónusa tengdum árangri. Það var þegar ...
Grillir

Lesa meira

VEL HEPPNUÐ LÝTAAÐGERÐ ÞORGERÐAR KATRÍNAR

Ég horfði á Silfur Egils í dag og heyrði síðan fréttir seinna um daginn í sömu stöð. Þar var básúnað það sjónarmið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins að henni hefði fundist of hratt farið í sameiningu Geysis Green og Reykjavík Energy Invest. Þá hefðu kaupréttarsamningarnir verið of háir. Því miður var Þorgerður Katrín ekki spurð hvort hún styddi það að undið yrði ofan af þessu alvarlega spillingarmáli sem áhöld eru um hvort standist lög. Hlustandinn fékk þá mynd í fréttum að varaformaður Sjálfstæðisflokksins vildi aðra stefnu varðandi einkavæðingu orkunnar. Þeir sem horfðu á Þorgerði í Silfrinu fengu allt aðra tilfinningu því þar kom skýrt fram að hún telur þessa þróun almennt í himnalagi. Yfirlýsingarnar virðast fyrst og fremst settar fram til að...
Haffi

Lesa meira

EKKI TÚLKA UMFRAM ÞAÐ SEM MEINT ER

...Ég verð þó að gera athugasemdir við túlkun þína á ummælum mínum sem birtust í sjónvarpsfréttum 2. október sl. Í fyrsta lagi segi ég hvergi að fráleitt sé að reisa álver á Suðvesturhorninu. Ég segi að í ljósi þeirrar skerðingar sem varða á þorskkvótanum í sumar og þeim vanda sem steðjar að landsbyggðinni "sé skynsamlegt í stöðunni að einbeita sér að einu álveri og það álver sé álverið á Bakka við Húsavík. Við erum ekkert að slá álverið í Helguvík af". Þessi ummæli á ekki að túlka öðruvísi en skv. orðanna hljóðan þeirra. Ég tek svo fram að ég styð atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum í hvívetna en tel í ljósi þeirrar þenslu sem er á suðvesturhorninu að best sé að forgangsraða framkvæmdunum á þennan hátt. Þar er ég með hagsmuni landsins alls að leiðarljósi. Í annan stað fullyrðir þú að ég fari með rangt mál. Það er ekki rétt...
Höskuldur Þórhallsson

Lesa meira

LANDRÁÐ

Fyrir nokkru síðan velti ég fyrir mér hvað væri í vændum, þegar birtust á forsíðu Mogga myndir af lögreglu við mannfjöldastjórn. Í einfeldni minn hélt ég að það væru kjarasamningar um áramót, sem stjórnvöld væru að undirbúa sig fyrir, en auðvitað er það einkavinavæðing og sjálftekja svokallaðra "fulltrúa almennings", sem gæti farið fyrir brjóstið á þessum sama almenningi. Orkuveituskandallinn er svo grófur að maður hefur ekki hugmyndaflug til að ímynda sér neitt slíkt....Og þar sem ég veit að Ríkislögreglustjóri les póstinn þinn, þá er ég fullviss um að hann mundi ekki hafa ...
Sigurbergur

Lesa meira

BÓNUS EIGNAST ORKUVEITU

...Það hefði enginn flokkur á Íslandi og ekkert  fyrirtæki staðið vörð um, byggt upp og rekið með jafn glæsilegum hætti Orkuveitu Reykjavíkur með sama hætti og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert. Faðir minn var þeirrar skoðunar að í rekstri Orkuveitunnar væri ballestin í Sjálfstæðisflokknum fólgin. Í því fyrirtæki yrði áþreifanlegust sú samfélagslega ábyrgð sem forystumenn flokksins hefðu sýnt áratugum saman. Þetta keypti ég. Í dag stríddi ég föður mínum á því að nú hefðu hans eigin menn afhent Jóni Ásgeiri í Bónus og FL Group Orkuveitu Reykjavíkur. Föður mínum var ekki skemmt og ég sá eftir að hafa ekki setið á mér. Mér hefur hins vegar verið hugsað til þess sem hann sagði þegar við kvöddumst í kvöld...
Kveðjur,
Ólína

Lesa meira

DOKTOR ÖSSUR AND MR. BLOGG

VG ræðumenn voru bestir í umræðunum á Alþingi í gær. Framsókn má þó eiga að hún var bráðskemmtileg einsog þegar Bjarni Harðarson benti á að afleitt væri að breyta þyrfti almanntryggingakerfi landsmanna fyrir þá sök eina að Ásta Ragnheiður skildi ekki kerfið. Ekki var Guðni síður góður þegar hann skaut á sérfræðing í málefnum Þingvallarurriðans, dr. Össur Skarphéðinsson, hæstvirtan iðnaðarráðherra, sem gjarnan brygði sér í gervi stjórnarandstæðings þegar kvöldaði. Í næturhúmi sæti bloggarinn dr. Össur og skyti út og suður - og ekki alltaf óvægið – jafnvel á ábúendur í Stjórnarráði Íslands. Nokkuð smellin tilvísun í  dr. Jekyll and mr. Hyde í frægum enskum reyfara. Prik til Guðna. Þó verð ég að segja að...
Grímur Lesa meira

Frá lesendum

AUÐVELT AÐ KAUPA FRIÐHELGI

Mér ofbýður hve landinn leggst lágt við að bugta sig fyrir hinum ekki-algóða Ratcliffe „stórbónda“ og „höfðingja“. Það er svo grátlega auðvelt fyrir slíkt fólk að kaupa sér friðhelgi og ofurtrú almúgans á Íslandi; nokkrar krónur til HÍ og orð í eyra þeirra sem það vefst fyrir að neita „velboðnu“.
Halldóra

Lesa meira

ÁKÚRUR HLUTU

Þetta er lélegt katta klór
yfir klaustursrónagengi
þeir viðhöfðu þar orðin stór
er þjóðin minnist lengi.

Siðareglur að sjálfsögðu brutu
en sídrykkunnar allir þar nutu
Beggi og Bragi
eru ekki í lagi
af umælum sínum ákúru hlutu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

LANDSMENN LESI ENDILEGA GREIN HÉRAÐSDÓMARA!

Ég vil benda þínum ágætu lesendum, Ögmundur, á mjög góða grein héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar, í Morgunblaðinu í dag, 27. júlí og ber heitið; Fullveldið skiptir máli. Greinin er rituð af skarpskyggni og þekkingu á rótum vandans sem við er að etja og birtist nú í bullandi ágreiningi um þriðja orkupakkann. Óhætt er að segja að lestur hennar muni dýpka skilning margra á málinu. Þá hefðu stjórnmálamenn alveg ...
Kári

Lesa meira

Í HÖNDUM AUÐMANNA?

Útlendir hér úr sér breiða
upp til hópa kaupa landið
Frá fjöruborði og til heiða
Íslendingar upp nú standið!!

Í Seðlabanka er sigurinn tær
sjáum brátt örlagaráðinn
Því Katrín valdi konur tvær
og fjármálalæs er snáðinn.

Frjálshyggju-prestinn við fengum
öll vandræðin á Katrínu hengjum
okkur til tjóns
er Ásgeir Jóns
og vaxtaokur enn-þá framlengjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SPURT UM LAGAFRUMVARP

Sæll Ögmundur Þú varnaðir því að Núbó keypti Grímsstaði með reglugerð sem Hanna Birna afnam svo með einu pennastriki fyrir mann eins og Ratcliffe. Guðfríður Lilja lagði fram þingsályktunartillögu. Var ekki hægt að leggja fram lagafrumvarp, stjórnarfrumvarp um málið ...
Pétur Þorleifsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LANGSÓTTAR OG FJARSTÆÐUKENNDAR LÖGSKÝRINGAR "STEYPUPRÓFESSORS OG LAGADEILDARDÓSENTS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

... Í grein í Fréttablaðinu í dag, 16. ágúst, er grein eftir „steypuprófessorinn“ og lagadeildardósent við Háskólann í Reykjavík. Greinin er að mestu endurtekning á fyrri rangfærslum. Þó er rétt að fara nokkrum orðum um það sem þar er haldið fram. Í greininni endurspeglast mjög sérkennileg „lagahyggja“ en hún birtist þannig að það eina sem talið er skipta máli sé lagatextinn sjálfur og ef ekkert stendur í lagatextanum (sem er raunar rangt) þá sé engin hætta á ferðum. Þetta má kalla „lögfræði án jarðsambands“...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: DANSKA VALDIÐ Í GÓÐU LAGI: BÓKIN HNIGNUN, HVAÐA HNIGNUN?

... Næmi Íslendinga á 19. öld fyrir þjóðernishyggjunni á sér auðvitað fjölþættar orsaskir. Menningarleg einsleitni á Íslandi rímaði mjög vel við hugmyndir þjóðernissinna um þjóðríki. Sameiginleg menningarleg fortíð, tilvist sjálfstæðs samfélags („fríríkis“) í fortíðinni með sinn menningararf (og allar goðsagnir honum tengdar) styrkti sem kunnugt er sjálfskennd þjóðarinnar. Fjarlægð hins danska stjórnvalds frá íslenskum vettvangi samræmdist illa gróandi hugmyndum um lýðræði, vald þegnanna í eigin málum. Loks er það sú hugmynd/kenning baráttumanna fyrir sjálfsstjórn sem mest var notuð: að landið hefði verið vanrækt, arðrænt og dregist aftur úr (því hafi hnignað). „Módernistar“ í túlkun sjálfstæðisbaráttunnar hafa undanfarið sagt að þessi síðasttöldu sjálfstæðisrök hafi byggt á misskilningi ...

Lesa meira

Kári skrifar: FÁEINAR "STEYPUSLETTUR" HREINSAÐAR UPP - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Hér á eftir verða nokkrar „steypuslettur“ hreinsaðar upp og tengjast þriðja orkupakkanum. Fyrst má nefna grein eftir Ketil Sigurjónsson í Morgunblaðinu í dag, 9. ágúst. Það sem nauðsynlega þarfnast leiðréttingar þar er eftirfarandi: „Þetta kemur t.a.m. með skýrum hætti fram í Samningnum um starfshætti Evrópusambandsins (Treaty on the functioning of the European Union; TFEU). Í þessu sambandi má vísa í 194. gr. umrædds samnings, þar sem segir að skipan orkumála hvers aðildarríkis sé í þess höndum.“[i] Þarna vísar Ketill til 194. gr. TFEU sem fjallar um orku. Það er rétt að 2. mgr. 194. gr. kveður á um rétt aðildarríkjanna hvað varðar eigin orkumál. Hér þarf hins vegar að greina á milli þess sem annars vegar kallast í Evrópurétti „exclusive competences“ og hins vegar „shared competences“. Það var þannig að aðildarríkin höfðu orkumálin algerlega á sínu valdi. Það á hins vegar ekki við lengur ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Í Fréttablaðinu þann 31. júlí er grein eftir mann sem titlaður er prófessor [hér eftir nefndur „Steypuprófessor“] við Háskólann í Reykjavík. Greinin nefnist „Sæstrengjasteypa“. Greinin lýsir einfeldni og oftrú höfundar á lagareglum alþjóðaréttar. Mætti kalla þetta „barnalega einfeldni“. Það er við lestur svona greina sem stundum læðist að manni að brotalöm kunni að vera í lagakennslu á Íslandi. Skal enn og aftur áréttað að greina þarf skýrlega í sundur hvernig annars vegar hlutir eru tilgreindir og skilgreindir, í hinum ýmsu lagatextum, og svo hvernig þeir virka í raun. Þar er oft mikið ósamræmi á milli. Eitt er sýnd annað er reynd. Greina þarf á milli þess sem kalla má „jákvæða skyldu“ og hins sem kalla má „neikvæða skyldu“. Sú fyrrnefnda felur sér ... 

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: HERNAÐARYFIRGANGUR BANDARÍKJANNA Á HEIMSVÍSU OG RÚSSAGRÝLAN

Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019). Bandaríkin stunda umfangsmestu hergagnaframleiðslu heims. Fimm af tíu stærstu vopnaframleiðslufyrirtæki heims eru bandarísk, þar af þau þrjú stærstu. Meira en helmingur allra vopna heims eru framleidd af bandarískum fyrirtækjum. Bandaríki stunda einnig mesta útflutning á hergögnum allra ríkja, en þar er ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HERINN: ÚT UM FRAMDYR, INN UM BAKDYR

Samkvæmt útvarpsfréttum eru framundan framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurfluvelli auk ratsjárkerfis í fjórum landshornum, framkvæmdir fyrir 14 milljarða króna. Upphæðin jafngildir ca. 100 nýjum glæsivillum. Framkvæmdunum má skipta í tvo hluta. Annars vegar er uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbygging á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins... Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar