Fara í efni

EINHVER MUNUR Á FRAMSÓKN OG SAMFYLKINGU?

Sérðu einhvern mun á núverandi ríkisstjórn og þeirri sem áður sat? Stutt en afgerandi svar óskast. Sjálfur sé ég engan mun á núverandi hjálparkokki Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingunni  og fyrrverandi, nefnilega Framsókn. Munurinn er enginn, hvort sem litið er til innanríkismála eða utanríkisstefnunnar. Reyndar hefur mér komið NATÓ þjónkun Samfylkingarinnar mest á óvart. Frjálshyggjukvakið í Samfylkingunni höfðum við jú heyrt margoft, ekki síst þegar varafromaður flokksins lét frá sér heyra. Hann myndi sóma sér vel í stuttbuxnadeild Heimdalls.
Haffi

Eigum við ekki að gefa ríkisstjórninni örlítinn tíma áður en við dæmum hana. Hins vegar er ég þér sammála að ég hafði ekki búist við þessari botnlausu NATÓ tilbeiðslu sem við verðum vitni að. Hvað annað snertir þá held ég að Samfylkingin gæti orðið jafnvel enn slakari í vörninni fyrir velferðarkerfið en Framsókn var og er þá mikið sagt. En mín tillaga er semsé: Bíðum ögn lengur áður en við fellum dóma okkar.
Kv.
Ögmundur