Fara í efni

ÞJÓRSÁ ÞAKKAR ÞÉR GUÐFRÍÐUR LILJA!

Mig langar til að þakka Guðfríði Lilju Grétarsdóttur fyrir frábæra frammistöðu á Alþingi. Það gladdi hjarta mitt í liðinni viku að heyra tilfinningarnar vella í brjósti Guðfríðar Lilju, varaþingmanns þíns Ögmundur, þegar hún beindi máli sínu til ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega Samfylkingarinnar, út af virkjunaráformum í Þjórsá. Stjórnarsinnar á þingi og í kjölfarið einnig fjölmiðlar, túlkuðu ummæli Lilju sem árás á sveitarstjórnir, sem eiga land að Þjórsá. Þannig tókst að firra Samfylkinguna, sem fer með umhverfismálin ábyrgð! Ósköp var það ódýrt og vesælt.
Lilja var fyrst og síðast að gagnrýna þau sem bera ábyrgð á umhverfismálum á Íslandi. Ég heyrði frammíköllin á þingi þegar Lilja tók upp hanskann fyrir Þjórsá. Frammíkallarar reiddust því sem hún hafði fram að færa. Þeir reiddust málefnalegum rökum hennar og ákalli hennar um að þyrma náttúruperlum í Þjórsá.
En þó þetta lið hafi reiðst er ég sannfærð um að Þjórsá gladdist yfir málflutningi Lilju. Ef hún hefði farið að vilja úrtölufólksins, ekki talað máli skynseminnar og bælt tilfinningar sínar þykist ég vita eitt. Þjórsá hefði aldrei fyrirgefið henni! Guði sé lof að enn skuli vera tilfinningar á Alþingi Íslendinga. Guði sé lof fyrir Guðfríði Lilju!
Sunna Sara