Fara í efni

UM BJÖRGÓLF OG RÚV: EKKERT SAMKRULL

Sæll Ögmundur.
Sá færslu á heimasíðunni þinni og vildi bara undirstrika eftirfarandi:
Björgólfur Guðmundsson er auðvitað ekki að styrkja Ríkisútvarpið eða dagskrárgerð á þess vegum um eina krónu. Og RÚV mun ekki eiga honum neina gjöf að gjalda.
Skuldbinding BG felst í því að leggja jafn mikið og RÚV til framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni hjá sjálfstæðum framleiðendum næstu þrjú árin.
Ávinningur RÚV - og almennings - er einfaldlega að fá meira af leiknu íslensku efni til sýningar og ekki er um að ræða neinskonar afsal á dagskrárvaldi eða "samkrull" í því tilliti.
Bestu kveðjur,
Páll Magnússon