AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2007

GAGNRÝNI ÞARF AÐ EIGA VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST

...Þar sem ég vann fréttina vil ég spyrja að því hvernig þú færð þetta út?? Ég nefndi hvergi styrk til RÚV á nafn í fréttinni, þvert á móti. Og í viðtali við mig útlistar dagskrárstjóri Sjónvarpsins í hverju samningurinn felst. Það er að peningurinn renni til þriðja aðila en ekki RÚV. Fjölmiðlamenn eru ekki yfir gagnrýni hafnir, og tek ég henni fyrir mitt leyti fagnandi. Ég vil hins vegar að hún eigi við rök að styðjast...
Guðfinnur Sigurvinsson,
fréttamaður Sjónvarps

Lesa meira

ANNARLEGAR GJAFIR AUÐVALDSINS!

...Einhverstaðar á hnattkringlunni væru slíkar "gjafir" taldar annarlegar svo ekki sé meira sagt.  Hvernig væri að þetta auðvaldsfólk væri látið greiða meiri og réttmætari skatta svo þjóðfélagið þyrfti ekki að lifa á ölmusugjöfum úr vasa þess; skatta af því sem það græðir á samfélags-systkinum sínum, sem þrælar myrkranna á milli, iðulega með heimili sín á vonarvöl, háð duttlungum þeirra sem ákveða verðlag og vexti en sem nú þykjast vera að "gefa" almenningi blóðpeninginn tilbaka! Mér rennur í skap. Ef fólk heldur að auðvaldið "gefi" þjóðfélaginu peninga út í loftið og að ástæðulausu, þá er það meira en lítið galið...
Úlfur

Lesa meira

UM BJÖRGÓLF OG RÚV: EKKERT SAMKRULL

...Björgólfur Guðmundsson er auðvitað ekki að styrkja Ríkisútvarpið eða dagskrárgerð á þess vegum um eina krónu. Og RÚV mun ekki eiga honum neina gjöf að gjalda.
Skuldbinding BG felst í því að leggja jafn mikið og RÚV til framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni hjá sjálfstæðum framleiðendum næstu þrjú árin.
Ávinningur RÚV - og almennings - er einfaldlega að fá meira af leiknu íslensku efni til sýningar og ekki er um að ræða neinskonar afsal á dagskrárvaldi eða "samkrull" í því tilliti...
Páll Magnússon

Lesa meira

EINHVER MUNUR Á FRAMSÓKN OG SAMFYLKINGU?

Sérðu einhvern mun á núverandi ríkisstjórn og þeirri sem áður sat? Stutt en afgerandi svar óskast. Sjálfur sé ég engan mun á núverandi hjálparkokki Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingunni  og fyrrverandi, nefnilega Framsókn. Munurinn er enginn, hvort sem litið er til innanríkismála eða utanríkisstefnunnar. Reyndar hefur mér komið NATÓ þjónkun Samfylkingarinnar á óvart...
Haffi

Lesa meira

TIL HAMINGJU MEÐ KVENNABLÓMANN!

Hjartanlega sammála þér Ögmundur um hve vel Svandís Svavarsdóttir hefur staðið sig sem oddviti VG í Reykjavík, ef þá ekki oddviti félagshyggjufólks í borginni, því auðvitað er hún það. VG er með frábært fólk í stafni, ekki síst kvenfólk, hina skeleggu og eldkláru Katrínu varaformann og þingkonu, Auði Lilju, formann UVG, Guðfríði Lilju, framkvæmdastýru þingflokks og varaþingmann í Kraga (sem að sjálfsögðu ætti að vera á þingi!!!), baráttukonurnar á Alþingi Álfheiði, Kolbrúnu og Þuríði, að ógleymdri Drífu Snædal, framkvæmdastýru flokksins. Svo má ekki gleyma öllum hinum konunum í bæjarstjórnum, í verkalýðshreyfingunni, hjá femínistum, náttúruverndarsinnum, mannréttindasamtökum eða á vaktinni annars staðar fyrir ...
Sunna Sara   

Lesa meira

HUGLEIÐINGAR UM VÍNMÁLIÐ

Í Silfri Egils þar sem Sigurður Kári mætti með sýnishorn úr Heimdalli með sér, ásamt tveimur heiðurskonum úr Vinstri grænum og Samfylkingunni, þeim Guðfríði Lilju og Svanfríði Ingu, þá bar ýmislegt á góma. Sigurður sat við sinn keip í vínmatvörumálinu og var kostulegt að sjá upplitið á honum, þegar Svanfríður sagði hvernig verslunin með áfengi yrði í sinni heimabyggð ( Dalvík ) ef frumvarpið yrði að lögum.
Það var greinilegt að SK hafði ekki hugsað málið frá sjónarhóli smærri byggðalaga vítt og breytt um landið.
Ein aðal rökin hjá SK fyrir áfengismatvörufrumvarpinu var að misnotkun fárra á áfengi ætti ekki að hindra aðgang hinna fjölmörgu, sem kunna með áfengi að fara...
Svo mælti Sigurjón  EVGK

Lesa meira

EVRUSAMNINGAR?

...Svo kann að vera að það henti ýmsum fyrirtækjum og starfsfólkinu ekki síður  einmitt prýðilega að fá kaupið greitt í evrum. Þar er ég að tala um fyrirtæki sem eru með sína starfsemi að uppistöðu til í útlandinu og starfsfólkið þar með annan fótinn. Yfirleitt er ég þér sammála um flest en hef efasemdir um afstöðu þína í þessu máli.
Grímur

Lesa meira

Frá lesendum

Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: BANDARÍKIN FÆRA HEIMINN NÆR KJARNORKUVETRI, OG ÍSLAND HJÁLPAR TIL?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÓSJÁLFSTÆÐIR ALÞINGISMENN

... Það er ætíð fyrirhafnarmeira að setja sig inn í mál, og beita eigin dómgreind, en að falla í gryfju meðvirkninnar með valdinu og hjarðmennskunni. Tvíhyggja er hugtak sem fyrst kemur í hugann þegar rýnt er í „rök“ stuðningsmanna orkupakkans. Sama fólk telur að það sé hægt að innleiða reglugerðir og tilskipanir evrópsks réttar, sem hafa fullt lagagildi á Íslandi, en jafnframt hafa áfram fullt vald á sama sviði samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er óleysanleg mótsögn ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar