EMBÆTTI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Á AÐ VERA SMÁTT Í SNIÐUM

Ég tel rétt að vekja máls á því hve óeðlileg og andlýðræðisleg starfsemi á sér stað innan lögreglu. Ríkislögreglustjóraembættið sem á að vera traust eftirlits- og samræmingartæki fyrir lögreglu og á því að hafa fáa útvalda sérfræðinga í vinnu og vera smátt í sniðum í samræmi þjóðarstærð, tekur til sín svo stóran hluta fjárveitinga til löggæslu landsins að stjórnmálamenn þessa lands verða að fara að beita sér fyrir smækkun þessa langt yfir 100 manna fyrirtækis sem í raun er krabbamein á alla löggæslustarfssemi. Í öðru lagi er það í hæsta máta óeðlileg og andfélagsleg uppbygging í nú loks herlausu landi að ríkislögreglustjórinn skuli einn fá að stýra og byggja upp einu 50 manna sveit vopnaðra manna í landinu. Ef þjóðin telur rétt að vopna einhvern hluta lögregluliðs síns þá er rétt að leggja það til að sérsveit vopnaðra manna verði byggð upp undir stjórn lögreglustjóra á eftirtöldum stöðum með tilliti til alþjóðaflugvalla og til þess að draga úr hættunni sem fylgir því að einn maður ráði yfir þessum vopnaher. Akureyri, Egilsstaðir, Höfuðborgarsvæði og Keflavík. Ert þú tilbúinn að skara þennan eld og stöðva þessa andlýðræðislegu þróun?
Þórður Eric

Ég tel að efla eigi almenna löggæslu og tek undir að misræmis hefur gætt í fjárveitingum á milli embættis Ríkislögreglustjóra annars vegar og til lögregluembættanna vítt og breitt um landið hins vegar. Að öðru leyti þykja mér hugleiðingar þínar umhugsunarverðar.
Kv. Ögmundur

Fréttabréf