Fara í efni

GRÓFUR BRANDARI EÐA HÓTUN?

Lastu þennan pistil eftir Gilzenegger, hann var grófur brandari, en að skilja hann sem hótun um hópnauðgun, er eitthvert mesta rugl sem ég hef séð. Og hvað þá að samsama þann pistil á alla sem finnst femínistarnir komnir út í öfgar, það er líka ómálefnalegt rugl.
Ólafur

Sæll og þakka þér fyrir bréfið. Já ég las þessi skrif og fannst þau tvímælalaust vera mjög ógnandi. Annars held ég að bestu dómararnir um það hvort skrif geti talist  ógnandi séu þeir sem fyrir þeim verða. Skrif af þessu tagi eru enda til þess fallin að þagga umræðu. Því fer fjarri að ég setji alla gagnrýnendur femínisma undir sama hatt! Ég hvet hins vegar til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu án tilrauna til að gera lítið úr einstaklingum og skoðunum þeirra hvað þá þegar haft er í hótunum við þá. Mér fannst þessum hótandi fyrirlitningarskrifum, sem þú vísar til og voru tilefni skrifa minna, vera beint að öllum þeim sem vilja halda uppi málstað kvenfrelsisbaráttu.
Á þeirri forsendu vildi ég ræða þessi mál almennt.
Kv.
Ögmundur