AÐ HRUNI KOMINN Desember 2007
...Í annað skipti á hennar stjórnmálaferli er það hlutskipti
hennar og annarra Krata að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda á
Íslandi. Eins og jafnan er allt lagt í að gera sem mest úr
einhverjum molum til öryrkja og aldraðra - en á sama tíma búa þau í
haginn fyrir fjármagnsöflin. Eins gott að kíkja við hjá
Fjölskylduhjálpinni...
Grímur
Lesa meira
…Til að auka virðingu og virkni Alþingis legg ég til að það
verði sett regla um að ekki sé fundarfært ef minna en 2/3
alþingismanna sitji fundinn. Mér finnst það óvirðing við þjóðina ef
alþingismenn sitja ekki fund. Þætti gaman að fá viðbrögð.
Nils
Lesa meira
Menn skulu vita að "NATO" er "varnarbandalag" Norður
Atlantshafsþjóðanna og var stofnað af leppum Bandaríkjanna, Rússum
og kommúnismanum til höfuðs. Við Íslendingar gengum í bandalagið á
þeirri forsendu að um varnarbandalag væri að ræða, en þjóðin var
svo sannarlega ekki einróma í þeim gjörðum og er það væntanlega
ekki enn þó mikið hafi verið gert til að heilaþvo hana...
Úlfur
Lesa meira
…Á það má benda, að einstaklingur má afla sér allt að 100 þús.
kr. í vinnutekjur án þess að það komi til frádráttar ellilífeyris
almannatrygginga. Hvers vegna gildir ekki það sama um greiðslur frá
lífeyrissjóðum a.m.k. fyrir sömu upphæð? Það er fullkomið óréttlæti
að láta þá einstaklinga sem hófu greiðslur á grundvelli blekkinga
1974 og nú eru að fara á marg verðfelldan lífeyri uppskerða svikin
loforð og fyrirheit. Það er ranglæti af verstu tegund að þeir
skuli ekki í það minnsta njóta sömu réttinda og þeir
sem afla sér viðbótartekna…
Gunnar Gunnarsson
Lesa meira
Þú spyrð hvort við hefðum sætt okkur við að Danir færu með okkar
utanríkismál. Það vantar illilega aftanvið setninguna. Danir fóru
með utanríkismál Íslendinga í umboði Alþingis. ÖLL mál voru í
höndum Alþingis með tilkomu fullveldis...
Borgþór
Lesa meira
Með festu gegn Putin nú fara þeir mikinn,
um fláttskap í kosningum saka þeir hann,
en til þess að kanna þar svindlið og svikin
við sendum þeim auðvitað framsóknarmann.
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Ég segi fyrir mitt leyti að mér finnst launamunurinn - á milli
láglaunafólks og hátekjufólks, óháð kyni, skipta máli ekki síður en
staða kynjanna. Reyndar finnst mér aðal meinsemdin í þjóðfélaginu
vera vaxandi kjaramisrétti og það þarf að gæta þess að
misskiptingin sé ekki einvörðungu rædd á kynbundnum
forsendum... Eins saknaði ég í Silfri Egils og það var að við
skyldum ekki upplýst um launakjörin hjá einkafyrirtækinu hennar
Margrétar Pálu. Ég gef mér að hún eigi fyrirtækið og stýri því þótt
skattborgarinn standi straum af kostnaðinum - en hvað skyldi hún
borga sínum vinnukonum?...
Sunna Sara
Lesa meira
...Ef þjóðin telur rétt að vopna einhvern hluta lögregluliðs
síns þá er rétt að leggja það til að sérsveit vopnaðra manna verði
byggð upp undir stjórn lögreglustjóra á eftirtöldum stöðum með
tilliti til alþjóðaflugvalla og til þess að draga úr hættunni sem
fylgir því að einn maður ráði yfir þessum vopnaher: Akureyri,
Egilsstaðir, Höfuðborgarsvæði og Keflavík. Ert þú tilbúinn að skara
þennan eld og stöðva þessa andlýðræðislegu þróun?
Þórður Eric
Lesa meira
...Hins vegar getum við lagt til einhvern skerf með þekkingu
jarðvísindamanna og tækniþekkingu, sem við eigum þá að "selja" eins
ódýrt og unnt er þegar í hlut eiga miklu fátækari lönd en Ísland.
Góð leið til þess er að efla Jarðvísindaháskóla sameinuðu þjóðanna
á Íslandi. Í umræðum undanfarna daga hefur maður heyrt að
Orkuveitan geti hagnast um einhverja miljarða, jafnvel tugi
miljarða, á þátttökunni í REI, sem væri þá hugsanlega hægt að nota
til að greiða niður orkukostnað Íslendinga. En einhvers staðar koma
þeir peningar frá og maður veltir fyrir sér hvort það sé
siðferðilega réttlætanlegt að láta fátækt fólk í þriðja heiminum
greiða niður orkukostnað Reykvíkinga.
Jón Torfason
Lesa meira
...Það þýðir ekki að hver berjist fyrir sínum einkakækjum,
sértrúnaði og kenndum, hver í sínu horni og enginn viti hvert skuli
stefna. Fólk verður að gera sér grein fyrir þeirri alvörustundu sem
upp er runnin. Það er Í ALVÖRU verið að stela eignum þjóðarinnar.
Það er Í ALVÖRU verið að eyðileggja velferðarsamfélagið með því að
fela það í hendur gróðaöflum, ekki bara íslenskum heldur einnig
alþjóðlegum. Ef baráttan og baráttufólkið er ekki meðvitað um
þetta, meðvitað um að baráttan verður að horfa til hagsmuna
almenings, til þjóðarinnar; að baráttan verður að vera þjóðleg og
markviss - ef menn eru ekki meðvitaðir um þetta þá...
Úlfur
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum