AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2008
Það var gaman að hlusta á heimspekinginn Zizek ræða hugðarefni
sín í Kiljunni í gær. Framsetning öll var mjög hröð og allt lagt
undir...Kiljan er án efa besti fjölskylduþáttur sem sjónvarpið
býður uppá og mætti vera á kastljóstíma til að mæta betur þörfum
yngri aðdáenda.
Bjarni
Lesa meira
...Ég er gáttuð á fréttum af fatastyrkjum og sporslum til
stjórnmálamanna og þykir mér augljóst að þeir verði að gera grein
fyrir sínum málum, ekki bara Björn Ingi Hrafnsson, sem allir
einblína á, heldur aðrir stjórnmálamenn einnig. Á baksíðu DV kom
fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hefði einnig fengið fatapeninga án þess þó
að upplýst væri hve mikið þetta væri. Hafa stjórnmálamenn VG þegið
...
Hafdís
Lesa meira
...framganga Guðjóns Ólafs var eins og við mátti búast... en
hvað skyldi Björn Ingi hafa fengið í bakið? Víst er að ekki var það
venjulegt þursabit. Og þar sem mér þykir mikill sjónarsviptir að
Birni Inga Hrafnssyni úr pólitíkinni tel ég fulla ástæðu til þess
að bakmein hans verði skoðað miklu betur en gert hefur verið. Þá er
ekki ólíklegt að fleiri stjórnmálamenn þurfi einnig á bakeftirliti
og rannsóknum að halda...
Þórður
Lesa meira
...Það er kaldhæðni örlaganna að daginn sem við fögnum því að
100 ár eru liðin frá því konur tóku fyrst sæti í borgarstjórn skulu
borgarbúar horfa upp á ósvífnasta valdabrölti karla um langt skeið.
...Góðu fréttirnar og reyndar þær stærstu finnst mér vera sú mikla
samstaða sem Vinstri græn, Samfylking, Framsókn og Margrét
Sverrisdóttir hafa sýnt. Þau koma fram sem ein heild þrátt fyrir
erfiða tíma og er ég sannfærð um að þáttur Svandísar Svavarsdóttur
sé mikill í þessari samtöðu. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég mun
mæta í Ráðhúsið til að sýna andstöðu mína á í dag...
Guðrún Sveinsdóttir
Lesa meira
...Síðan er það hnífafólkið. Mér sýnist fleiri en Guðjón Ólafur
með hnífasett í bakinu. Óheilindin grassera, hnífsstungur,
ósannindi og óheilindi. Er þetta Reykjavík í dag? ...myndin sem ég
sendi þér segir það sem segja þarf...
Þorgrímur
Lesa meira
Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir allt gamalt og gott
og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þinghaldið byrjar vel á nýju
ári: Árni Þór hóf leikinn með breiðsíðuárás á fjármálaráðherrann og
fer mjög faglega að. Við borð liggur að maður kenni dálítið í
brjósti um þennan gæfulitla hrossalækningameistara. Erindi mitt að
þessu sinni er reyndar þessi einkennilega frétt Morgunblaðsins í
gær um að Sultatangavirkjun sem ku framleiða ein 120 megavött er
óstarfhæf um þessar mundir og er talið að ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
...Getur verið að Árni Páll ætti að færa sig yfir í
Sjálfstæðisflokk eða er Samfylkingin virkilega orðin svona hægri
sinnuð? Spyr sú sem ekki veit. Mér fannst Árni Páll vera að segja
að framtíðin væri áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar um ókominn tíma. Ef svo er þá spyr ég hvort það sé
ekki ráð fyrir félagslega þenkjandi kjósendur Samfylkingarinnar að
færa sig um set og flytja sig yfir í Vinstrihreyfinguna grænt
framboð?
Sunna Sara
Lesa meira
Í 24 Stundum lýsir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra,
því yfir að honum líði vel í ríkisstjórninni. Í Silfri Egils lýsir
Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir
að sér líði afar vel í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar ... Hefur þú skýringu á því Ögmundur, hvers vegna
stjórnarsinnar eru svona uppteknir af því að tala um vellíðan sína
í ríkisstjórn?
HaffI
Lesa meira
Mig langar bara að þakka þér Ögmundur fyrir góða grein þína
varðandi læknaritara, ekki veitir okkur af stuðningi. Ég hef verið
læknaritari alla mína starfsævi og finnst mjög vegið að mínum
starfsheiðri með þessari framkomu...
Læknaritari
Lesa meira
Sem læknaritari á Landspítala vil ég þakka þér fyrir þína góðu
grein hér á heimasíðunni og stuðning við málstað
læknaritara...
Læknaritari á Landspítala
Lesa meira
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
Lesa meira
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Samningsdrög við sjáum brátt
ei saman glösum klingjum
Þó Halldór Benjamín bjóði sátt
ef afslættinum kyngjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ...
Jóel A.
Lesa meira
Árinu fagnar alþýða landsins
allt verður betra okkur hjá.
Efnahag riðlum, Elítu valdsins
og breytta tíma munum sjá.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum