AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2008
Það var gaman að hlusta á heimspekinginn Zizek ræða hugðarefni
sín í Kiljunni í gær. Framsetning öll var mjög hröð og allt lagt
undir...Kiljan er án efa besti fjölskylduþáttur sem sjónvarpið
býður uppá og mætti vera á kastljóstíma til að mæta betur þörfum
yngri aðdáenda.
Bjarni
Lesa meira
...Ég er gáttuð á fréttum af fatastyrkjum og sporslum til
stjórnmálamanna og þykir mér augljóst að þeir verði að gera grein
fyrir sínum málum, ekki bara Björn Ingi Hrafnsson, sem allir
einblína á, heldur aðrir stjórnmálamenn einnig. Á baksíðu DV kom
fram að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hefði einnig fengið fatapeninga án þess þó
að upplýst væri hve mikið þetta væri. Hafa stjórnmálamenn VG þegið
...
Hafdís
Lesa meira
...framganga Guðjóns Ólafs var eins og við mátti búast... en
hvað skyldi Björn Ingi hafa fengið í bakið? Víst er að ekki var það
venjulegt þursabit. Og þar sem mér þykir mikill sjónarsviptir að
Birni Inga Hrafnssyni úr pólitíkinni tel ég fulla ástæðu til þess
að bakmein hans verði skoðað miklu betur en gert hefur verið. Þá er
ekki ólíklegt að fleiri stjórnmálamenn þurfi einnig á bakeftirliti
og rannsóknum að halda...
Þórður
Lesa meira
...Það er kaldhæðni örlaganna að daginn sem við fögnum því að
100 ár eru liðin frá því konur tóku fyrst sæti í borgarstjórn skulu
borgarbúar horfa upp á ósvífnasta valdabrölti karla um langt skeið.
...Góðu fréttirnar og reyndar þær stærstu finnst mér vera sú mikla
samstaða sem Vinstri græn, Samfylking, Framsókn og Margrét
Sverrisdóttir hafa sýnt. Þau koma fram sem ein heild þrátt fyrir
erfiða tíma og er ég sannfærð um að þáttur Svandísar Svavarsdóttur
sé mikill í þessari samtöðu. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég mun
mæta í Ráðhúsið til að sýna andstöðu mína á í dag...
Guðrún Sveinsdóttir
Lesa meira
...Síðan er það hnífafólkið. Mér sýnist fleiri en Guðjón Ólafur
með hnífasett í bakinu. Óheilindin grassera, hnífsstungur,
ósannindi og óheilindi. Er þetta Reykjavík í dag? ...myndin sem ég
sendi þér segir það sem segja þarf...
Þorgrímur
Lesa meira
Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir allt gamalt og gott
og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Þinghaldið byrjar vel á nýju
ári: Árni Þór hóf leikinn með breiðsíðuárás á fjármálaráðherrann og
fer mjög faglega að. Við borð liggur að maður kenni dálítið í
brjósti um þennan gæfulitla hrossalækningameistara. Erindi mitt að
þessu sinni er reyndar þessi einkennilega frétt Morgunblaðsins í
gær um að Sultatangavirkjun sem ku framleiða ein 120 megavött er
óstarfhæf um þessar mundir og er talið að ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
...Getur verið að Árni Páll ætti að færa sig yfir í
Sjálfstæðisflokk eða er Samfylkingin virkilega orðin svona hægri
sinnuð? Spyr sú sem ekki veit. Mér fannst Árni Páll vera að segja
að framtíðin væri áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar um ókominn tíma. Ef svo er þá spyr ég hvort það sé
ekki ráð fyrir félagslega þenkjandi kjósendur Samfylkingarinnar að
færa sig um set og flytja sig yfir í Vinstrihreyfinguna grænt
framboð?
Sunna Sara
Lesa meira
Í 24 Stundum lýsir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra,
því yfir að honum líði vel í ríkisstjórninni. Í Silfri Egils lýsir
Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir
að sér líði afar vel í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar ... Hefur þú skýringu á því Ögmundur, hvers vegna
stjórnarsinnar eru svona uppteknir af því að tala um vellíðan sína
í ríkisstjórn?
HaffI
Lesa meira
Mig langar bara að þakka þér Ögmundur fyrir góða grein þína
varðandi læknaritara, ekki veitir okkur af stuðningi. Ég hef verið
læknaritari alla mína starfsævi og finnst mjög vegið að mínum
starfsheiðri með þessari framkomu...
Læknaritari
Lesa meira
Sem læknaritari á Landspítala vil ég þakka þér fyrir þína góðu
grein hér á heimasíðunni og stuðning við málstað
læknaritara...
Læknaritari á Landspítala
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum