AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2008
Í gær var fróðlegur fundur vestur í Lagadeild Háskóla
Íslands um málefni Hæstaréttar. Þar kemur fram í máli Hrafns
Bragasonar fyrrum hæstaréttardómara að allir núverandi dómarar
réttarins hafi verið skipaðir af Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur
komið fram í máli ýmissa sem virðast eiga "sárt um að binda" í
vandræðunum miklu sem flokkur þessi á við að stríða við stjórn
Reykjavíkurborgar, "að gæta verði hagsmuna flokksins" varðandi
þennan ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
...Svo kemur Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra í viðtal og þvær
hendur sínar; þetta mál kemur honum ekkert við. Það gerði hann í
læknaritaraútvistuninni. Það mál snerist um eitthvert fólk,
sagði hann okkur, sem væri honum allsendis óviðkomandi!
Heldur maðurinn að við séum fífl? Eða hvað? Er Guðlaugur Þór
kannski að segja rétt frá; að hann viti ekki neitt? Er kannski
verið að vinna að markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins úti í
bæ og ráðherrann lesi bara um árangurinn í blöðunum? Getur verið að
Guðlaugur Þór sætti sig við að sitja í stúku og fylgjast með - ekki
sem gerandi heldur...
Sunna Sara
Lesa meira
Hvernig skýrir þú fylgi ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt
skoðanakönnunum er það meira en í síðustu kosningum? Það er með
ólíkindum hve mikið fylgi stjórnarflokkanna er samkvæmt könnunum
sem birst hafa að undanförnu. Getur verið að þjóðin sé ...
Haffi
Lesa meira
Ég hlustaði á Silfur Egils í dag. Álver, álver, álver, mér
sýnist þetta vera það eina sem Sjálfstæðisflokki dettur í hug, sem
svar við samdrætti í efnahagslífinu. Grímur Atlason, bæjarstjóri í
Bolungarvík, andmælti þessari nauðhyggjuhugsun ágætlega og
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG, af ekki síðri krafti en
jafnframt yfirvegun. Hún benti á hinar raunverulegu lausnir, að
styrkja innviði samfélagsins og koma síðan til móts við
byggðarlögin á þeirra forsendum. Við yrðum að hafa ...
Grímur
Lesa meira
Hinn 15. febrúar skrifar þú pistil hér á síðuna undir spyrjandi
fyrirsögn, Á Sóltúnstaxta? Tilefnið var fréttamannafundur sem
Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, efndi til með forstöðufólki
Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. Ég sá umfjöllun um þennan viðburð í
24 Stundum og Morgunblaðinu. Ekki hef ég orðið var við umfjöllun
annars staðar. Þessir litlu stafir, sem búið er að setja fyrir
aftan Heilsuverndarstöðina, það er, ehf, marka óneitanlega
tímamót í sögu íslenska velferðarkerfisins. Getur verið að...
Haffi
Lesa meira
Ég var að lesa pistil Þórs Þórunnarsonar á vefsíðunni þinni, og
vægt til orða tekið, hryllir mig við því sem þar kemur fram;
tilhugsuninni um hvað stjórnvöld Sjálfstæðisflokksins,
Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa gert íslensku
þjóðinni undanfarin ár. Ef Þór hefur virkilega rétt fyrir sér, sem
ég efast ekki um, þá er ekki nóg með að einkavinavæðingin hafi að
mestu leyti verið hreinn þjófnaður á sameignum íslensku þjóðarinnar
sem hún hefur haft mikið fyrir að eignast, heldur hafa stjórnvöld
gert ríkissjóð ábyrgan fyrir braski einkafyrirtækja....
Úlfur
Lesa meira
Þegar einkavæðing bankanna stóð fyrir dyrum þá var ég örlítið
efins. Ekki það að ég væri ósammála flestum þeim rökum sem beitt
var fyrir einkavæðingu. Aðallega fannst mér gott til þess að vita
að afdanka stjórnmálamenn hefðu ekki áskrift að bankastjórastöðum
þegar þeir nenntu ekki, eða fengu, að vera lengur á þingi. Einnig
var ég sammála því að óþarfi væri, í sjálfu sér, að ríkið stæði í
bankastarfsemi. Ég ætla ekki hér að rekja þá umræðu frekar, heldur
benda á eitt atriði sem ...
Þór Þórunnarson
Lesa meira
Í ný-undirrituðum kjarasamningum ASÍ og SA virðist
verkafólk greiða sér sjálft launahækkanirnar. Það er þannig gert að
laun hækka um 18- 21 þús. Af því borgar verkalýðurinn
staðgreiðsluskatt ca. 7500kr. sem svo er notaður til að borga
niður skattalækkun atvinnurekenda ...Er nema von að menn kætist?
Verkalýðurinn borgar sér sjálfur og tekur auk þess atvinnurekendur
á bakið. Það er svo sem ekkert nýtt. Nema hvað íslenskir
atvinnurekenur eru orðnir heldur þyngri ...
Rúnar Sveinbjörnsson
Lesa meira
Það er einfaldlega ömurlegt að hlusta á hálaunafólkið troða upp
í fjölmiðlum og mæra nýgerða kjarasamninga ASÍ. Ofboðsleg
hrifning. Samt eru launin áfram undir fátækramörkum. Athyglisvert
að álitsgjafarnir eru allir með margfalt hærri tekjur en fólkið sem
samið er fyrir og kemur til með að vera með heilar 138 þúsund
krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Það er von að ritstjórar
blaðanna séu hrifnir, sjálfir með ...
Haffi
Lesa meira
Telst það eðlilegt ástand að stjórnmálaflokkur, í þessu tilfelli
Sjálfstæðisflokkurinn, "eigi" ákveðin embætti hvort sem það eru
dómaraembætti, sýslumannaembætti, staða seðlabankastjóra eða
sendiherra eða nú síðast forstöðumaður Þjóðmenningarhúss? Svo
virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn komist upp með ásamt
Framsóknarflokknum sem vonandi heyrir sögunni til að tryggja sínum
mönnum þessi embætti hvort sem þau eru auglýst formsins vegna eður
ei. Mér hefur alltaf fundist ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum