Fara í efni

ÖMURLEGT AÐ HLUSTA Á HÁLAUNAFÓLKIÐ

Það er einfaldlega ömurlegt að hlusta á hálaunafólkið troða upp í fjölmiðlum og  mæra nýgerða kjarasamninga ASÍ. Ofboðsleg hrifning. Samt eru launin áfram undir fátækramörkum. Athyglisvert að álitsgjafarnir eru allir með margfalt hærri tekjur en fólkið sem samið er fyrir og kemur til með að vera með heilar 138 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu. Það er von að ritstjórar blaðanna séu hrifnir, sjálfir með eina eða tvær milljónir á mánuði eða ráðherrarnir sem á ofurlaunum sínum telja sér nú borgið. Þér að segja Ögmundur þá verður mér hálf bumbult.
Haffi