AÐ HRUNI KOMINN Mars 2008
Það er rétt hjá Eddu á síðunni þinni að það er bæði beinlínis og
óbeinlínis verið að OKRA á íslenskum almenningi, á svívirðilegan
hátt, án þess að dónarnir skammist sín!
Ég veit að Alþýðusambandið hafði verið að myndast við að tína vörur
í körfur og upplýsa hvað hver okraði í það og það skiptið.
Síðan komst upp að verslanirnar sem erindrekar ASÍ heimsóttu, vissu
hvenær þeir kæmu í heimsókn, sem gaf viðkomandi verslunum tækifæri
til að hagræða verði og vöru sem gerði samanburðinn þeim hagstæðan.
Þá skilst mér að ...
Úlfur
Lesa meira
Hagkaup er okurstofnun. Hef farið nokkrum sinnum síðustu daga í
þrjár verslanir þessarar Baugsstofnunar og keypt fjóra hluti þar,
einn og einn í einu.Í öll skiftin bar ekki saman hilluverði og
kassa og munaði sumsstaðar miklu. Það eru alltaf þessar
verðbreytingar, var sama svarið við kassann, engin afsökun. Þetta
er sérgrein Finns. Hefði ég keypt fleira í þessi ...
Edda
Lesa meira
Ég var að hlusta á Hallgrím Thorsteinsson og viðmælendur
hans í þættinum Í vikulokin. Einn viðmælenda var Benedikt
Jóhannesson, nýskipaður stjórnarformaður nýrrar innkaupastofnunar í
heilbrigðiskerfinu; stofnunar sem hefur verið afar umdeild, meðal
annars af þinni hálfu Ögmundur. Benedikt dóseraði lengi um
viðskiptavinina í heilbrigðiskerfinu. Mér skilst að hann hafi átt
við sjúklinga. Kauphallarstjórinn, Þórður, sem einnig var í
þættinum, tók undir með...
Jóel A.
Lesa meira
Ég hlustaði á útvarpsþáttinn Í vikulokin í dag. þar voru flestir
þátttakendur að mæra gömlu Þjóðhagsstofnunina, hún hefði
verið svo fagleg og hlutlaus. Einn þátttakenda var fyrrum forstjóri
Þjóðhagsstofnunar. Ég man ekki betur en Þjóðhagsstofnun hafi alltaf
verið þjónustustofnun við ríkisvaldið og ríkjandi öfl. Undirbjó
alltaf kjarasamninga með endalausu væli og bölsýnistali. Stofnunin
var síðan lögð niður í einhverju kasti Davíðs Oddssonar. Ekki ætla
ég að réttlæta það. Hinu vil ég halda til haga og það
er...
Haffi
Lesa meira
...Hvað skyldi kjósendum sem kusu Samfylkinguna finnast um
mannskapinn sem það kaus? Var meiningin að kjósa þessa rispuðu
grammofónplötu inn í Stjórnarráðið sem er aldrei í öðru fari en því
sem segir að allt verði gott ef við göngum í Evrópusambandið og
tökum upp evru? Ég spyr: Eigum við Íslendingar ekki að losa okkur
við þetta hugmyndasnauða barlómslið og ...
Grímur
Lesa meira
Var að lesa ræðu séra Gunnars Kristjánssonar, sem þú birtir hér
á síðunni. Mannúðin er undurfalleg þegar hún er sönn og hrein. Að
skrifa og hugsa svona er náðargáfa. Mikið gagn hefði samfélagið af
samræðu sem þessari - lágværri, hlýrri og fordómalausri - en því
miður heyrum við minnst af því sem ...
Þorleifur
Lesa meira
...Auðvitað ber verkalýðshreyfingunni og félagshyggjuþenkjandi
stjórnmálamönnum hreinlega skylda til að spyrna við ofbeldi
auðvaldsins, með heiðarlegum og vel reknum fjölmiðlum.
Hvernig má almenningur í landinu annars treysta því að
sannleikurinn sé á borð borinn og vakað sé yfir hagsmunum
hans? Ber umræddum félagshyggjuöflum ekki skylda til að leita
fjár til fjármögnunar á stofnun og frumrekstri kröftugra fjölmiðla
í landinu, sem síðar meir kæmu til með að borga sig? Verður ekki að
ráða færasta fólk til að hrinda þessu í framkvæmd og síðan
...
Úlfur
Lesa meira
Ég á sannast sagna engin orð yfir ráðamönnum þjóðarinnar. Lánin
mín æða upp á við með vísitölubundinni verðbólgu! Við þessar
aðstæður mætir forsætisráðherrann, Geir með bleikt bindi í
Stjórnarráðið og hikstar því upp við fjölmiðla að við eigum bara að
vera glöð og halla okkur aftur á bak í áhorfendastúkunni. Á sama
tíma eyðir Ingibjörg Sólrún milljónatugum af skattfé okkar í
auglýsingaferð fyrir sjálfa sig til ...
Grimur
Lesa meira
Nú er svo komið sem ég af lítillæti mínu minni á að ég
spáði fyrir jólin að myndi gerast eftir jólin. Að bankarnir væru að
undirbúa árás á krónuna. Nú er þessi Pearl Harbour bankanna
hafin. Þetta afhjúpar þá goðsögn að bankarnir séu að einhverju
leyti íslenskir. Þeir eru fyrst og fremst bankar á markaði.
Það sem verra er, er að lífeyrissjóðirnir græddu líka. Þannig að
fyrst setjum við launþegann á hausinn og síðan fær hann ...
Hreinn Kárason
Lesa meira
Ég var að enda við að senda tölvupóst með mótmæli til kínverska
sendiráðsins og varð jafnframt undrandi yfir því hvað Kínverjar
hafa kúgað þjóðina í Tíbet og drepið. Ég man eftir því á sínum tíma
þegar Dalai Lama flúði í útlegð. Núna eru 49 ár síðan og maður
dáist af honum, hvílíkt þrek hann hefur haft í gegnum tíðina í
útlegðinni um leið og sársauki hlýtur að ...
Carl Jóhann Lilliendahl
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum