Fara í efni

BJÓÐUM DALAI LAMA VELKOMINN

Ég var að enda við að senda tölvupóst með mótmæli til kínverska sendiráðsins og varð jafnframt undrandi yfir því hvað Kínverjar hafa kúgað þjóðina í Tíbet og drepið. Ég man eftir því á sínum tíma þegar Dalai Lama flúði í útlegð. Núna eru 49 ár síðan og maður dáist af honum, hvílíkt þrek hann hefur haft í gegnum tíðina í útlegðinni um leið og sársauki hlýtur að krauma í hans innri manni að geta ekki hallað sínu höfði að sínu heimalandi. Við ættum að bjóða hann velkominn til að heimsækja land og þjóð. Ég get ekki skilið Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra að vilja ekki hlusta á þjóðina íslenzku og viðurkenna Tíbet. Nú finnst henni gaman að vera í Afganistan og þykist vera að kynna sér ástandið þar. Og núna notfærir ríkisstjórnin sér páskafríið til að byrja á nýju álveri meðan ekkert er þingið til að stjórnarandstæðingar geti gefið stjórninni all rækilega inn. En því meira verður bara rætt þegar alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí. Svo má skjóta því hér inn að Bush hefur samþykkt að leyfa vatnspyntingarnar áfram því þær hafi "reynst svo vel." -
Carl Jóhann Lilliendahl