TRÚIR EKKI FRÉTTAFLUTNINGI FRÁ TÍBET

Mér finnst hann nú skelfing hæpinn, boðskapurinn um góðu andófsmennina í Tíbet og vondu kommana í Kína. Ég man ekki betur en að "uppreisn" Tíbeta hafi á sínum tíma komið upp vegna áforma stjórnvalda í Kína að taka nokkurt landssvæði af tíbeska aðlinum og afhenda fátækum bændum og leiguliðum. Svo minnir mig einnig að CIA hafi átt stóran þátt í að hrinda uppreisninni af stað (og að sjálfur kennari Dalai Lama hafi verið útsendari vestrænna ríkja til að ná áhrifum í Tíbet). Að auki ber sjónarvottum (þ.e. erlendum ferðamönnum í Tíbet sem voru fjölmargir) saman um að flest ofbeldisverkin nú um helgina hafi verið framin af mótmælendum. Saklausir vegfarendur voru lamdir í höfuðið með járnrörsbútum, einkum ef þeir voru af kínverskum uppruna, og drepnir þannig. Fréttaflutningur fjölmiðla hér heima af atburðinum voru eins og þeir kæmu beint frá CIA. Óli Tynes var þar fremstur í flokki eins og venjulega. Hvenær ætlar vinstra fólk og grænt að hætta að láta pressuna ljúga að sér?
Torfi Stefánssoon

Sæll Torfi og þakka þér bréfið. Ég held það sé rétt hjá þér að CIA hafi fjármagnað andófsöflin í Tíbet framan af. En samkvæmt mínum heimildum þá hafi þeim stuðningi verið hætt árið 1969 þegar Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, opnaði á viðskipti við Kína. Síðan held ég að ást á viðskiptum og hagnaði hafi ráðið meiru um stefnu vestrænna ríkja gangvart Kína og þar meðTíbet en ást á mannréttindum.
Kv.
Ögmundur  

Fréttabréf