AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2008
Ólíkt veðrinu er verðbólga ekki náttúrufyrirbæri, heldur ávöxtur
skilnings-, getu-, og/eða ábyrgðarleysis þeirra sem standa að
stjórn efnahagsmála almennt og stjórn peningamála sérstaklega.
Íslenzk stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að stjórna
peningamálum þjóðarinnar. Og telja sér það til ágætis að láta
viðskiptabankana alfarið um þjóðhagslega mikilvæga hluti eins og
erlenda skuldastöðu þeirra og...
Gunnar Tómasson
Lesa meira
...Meðan Fríkirkjuvegur 11 var í eigu Templaranna hét húsið
bindindishöllin. Á meðan á umræðunni um sölu hússins stóð á sínum
tíma lögðu fulltrúar VG fram þá tillögu að húsið yrði gert að
barnamenningarsetri og lá þá beint við að húsið yrði kallað
barnahöllin. Nú þegar voldugasti fulltrúi fjármálafáveldisins á
Íslandi fær húsið til eignar liggur náttúrulega beint við að kalla
það auðvaldshöllina.
Þorleifur Gunnlaugsson
Lesa meira
Ég rakst á þína ágætu vefsíðu, og las pistil Skarphéðins
Gunnarssonar og svar þitt til hans. Þú hefur góða vefsíðu Ögmundur
og mun ég opna hana oftar. Þú ættir að hafa fréttbréf til að
senda manni, svona til að minna mann á!
Þú hefur 100% rétt fyrir þér Ögmundur, og það er erfitt að ímynda
sér Íslendinga eins illa upplýsta og þessi Skarphéðinn er, um stöðu
matvælaöryggis í heiminum. Og að reyna svo að blanda mataröryggi
við pólitík með því að segja "Það má skilja á málflutningi ykkar VG
og hluta Framsóknar " bla.bla.bla...... er ómerkilegt og
heimskulegt. Auðvitað á mataröryggi ekki að koma pólitík við
frekar en...
Helgi Geirsson
Lesa meira
Varðandi fullyrðingu þína að ekki sé hægt að fá linsoðin egg í
Evrópu þá er það algjör þvæla hjá þér og ég held þú vitir það. Þú
hlýtur að setja þessa fullyrðingu fram af annarlegum tilgangi. Það
má skilja á málflutningi ykkar VG og hluta Framsóknar að það sé
hreinlega stór hættulegt að fá sér að snæða í Evrópu. Hvers konar
andsk.... rugl er þetta og hverju þjónar svona vitleysa? Ég er t.d.
mjög mikið fyrir ...
Skarphéðinn Gunnarsson
Lesa meira
Sögulega séð þá sveiflast gjaldmiðlar upp og niður hver gagnvart
öðrum, enda er það tilgangur þeirra. Gjaldmiðill á meðal annars að
vera barómeter á styrk efnahagslífs. Þannig eru sveiflur
gjaldmiðils ekki merki um veikleika, heldur hitt að hann sé virkur
og þjóni tilgangi sínum, sem stillingartæki og gefi auk þess
upplýsingar til markaðsaðila um stöðu mála. Ef sú lógík sem nú er
uppi að sveiflur gjaldmiðils merki að hann sé ónýtur, þá er hollt
að skoða ...
Hreinn Kárason
Lesa meira
...Bruðl og siðfleysi einkaþotuliðsins er auðvitað til
ævarandi skammar enda algjörlega óverjandi. Það er
hreint makalaust að þar skuli vera að verki formaður
Samfylkingarinnar, stjórnmálaflokks sem kallar sig
félagshyggju- og jafnaðarmannaflokk. Maður getur ímyndað sér að
margur fyrrum foringi Alþýðuflokksins sé ...
Úlfur
Lesa meira
Líking ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við Þyrnirós
smellpassar. Eiginlega passar hún hvernig sem á málin er litið.
Geir sefur á meðan efnahagslífið fuðrar upp og Samfylkingin sefur á
meðan Guðlaugur Þór einkavæðir heilbrigðiskerfið. En spurning
mín er þessi: Hver gerði málverkið sem ...
Kveðja,
Haffi
Lesa meira
Ofangreindar hugleiðingar endurspegla það sem mér finnst vera
"lógíkin" í málinu. Ef svo er í raun og ráðagerðir stjórnvalda ná
fram að ganga, þá er það eitt hugsanlega til bjargar hagsmunum
lífeyrisþega að aðsteðjandi kreppa á peninga- og efnahagsmálum
heimsbyggðarinnar gangi hratt yfir - og verði ekki mikið verri en
þegar er orðið. Ef þær væntingar ganga ekki eftir, þá ...
Gunnar Tómasson
Lesa meira
Í þotu flugu þétt í lund,
þeystu um víða geima.
Ó, hve sæl og ljúf er stund,
séu þau ekki heima.
Pjetur Hafstein Lárusson
Lesa meira
Hvernig væri að bændurnir við neðri Þjórsá tækju sig allir saman
og myndu kæra Landsvirkjun fyrir sitt ofstæki...
Jón Þórarinsson
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum