AÐ HRUNI KOMINN Maí 2008
...nema hvað það er rangt að halda því fram að gjaldmiðillinn
eigi í vanda. Krónan hefur lækkað, það er allt og sumt, aðeins
minna en dollarinn. Það eru bankarnir sem eiga í vanda, EKKI
krónan. Krónan er mælieining. Það er einsog að segja að
sentímeterinn eigi í vanda ef maður er ekki nógu hávaxinn. Að
skeiðklukkan eigi í vanda ef ...
Hreinn Kárason
Lesa meira
...Mig langaði til að þakka þér fyrir frábæra ræðu á Alþingi í
gær. Það er gott að þú birtir hana hér á síðunni. Þú segir það sem
segja þarf. Það eru auðstéttir í landinu og svo eru hinar vinnandi
stéttir, og þú talar fyrir fólkið í landinu. Mér fannst Guðni
Ágústsson í góðu formi líka....Og hvernig er með kvennastéttirnar?
Ég tilheyri einmitt "umönnunarstétt" og finnst niðurlægjandi að fá
enn eina ríkisstjórn sem svíkur okkur. Ingibjörg Sólrun og
Samfylkingin var margsinnis búin að lofa því að leiðrétta okkar
kjör...
Guðrún
Lesa meira
...Loksins finnst mér vera komin einhver róttækni í femínistana
hér á landi. Það er sko eins gott að einhver berjist af alvöru gegn
því að konur gangi kaupum og sölum á Íslandi. Það hefur viðgengist
allt of lengi að þessir strippklúbbar séu í gangi og það er vitað
mál að ýmislegt misjafnt þrífst í þessum klúbbum. Sumum
finnst þetta hallærislegar aðgerðir og jafnvel heimskulegar en
þetta minnir mig á aðgerðir rauðsokkanna hér fyrir þrjátíu árum
síðan. Það var almennileg barátta og bar árangur þar sem
fóstureyðingar voru leyfðar og leikskólum komið upp. Þessi
baráttugleði sem ég sá í dag er ...
Snær frá Lundi
Lesa meira
...Vil bara koma á framfæri kæru þakklæti til þín fyrir
andstöðuna gegn frumvarpi að lífeyrissjóðir megi lána eignir sínar
í vogunarviðskipti. Á meðan launþegar eru þvingaðir til að vera í
ákveðnum lífeyrissjóðum en fá ekki að ráða sjálfir hvar lífeyrir
þeirra er geymdur kemur þetta ekki til greina. Einnig vitum við það
öll að ef illa færi væri enginn ábyrgur og við gætum tapað því
...
Margrét
Lesa meira
...Ekkert er nógu geggjað til að leyfilegt sé að vera á móti
því: Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, eyðing Þjórsárvera,
virkjanair á viðkvæmum stöðum, stil að selja orkuna svo á
spottprís, innflutningur á 30.000 útlendingum á 4 árum. Allt
sjálfsagðir hlutir í augum þeirra sem ætla sér að
græða....Heilbrigðiskerfið. Nú á að fela hagsmunaaðilum að deila út
gæðunum handa sjálfum sér. Fengnir eru læknar og auðmenn til að
setjast yfir bráðina. Kæmi ekki á óvart þótt þeir kæmust að þeirri
niðurstöðu að þessir hagsmunir væru best komnir í þeirra eigin
vörslu...
Hreinn Kárason
Lesa meira
Mitt gamla blað Morgunblaðið stendur sig vel í að fjalla um
frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Ég hef
hins vegar tekið eftir því að Fréttablaðið sem er í eigu stærsta
auðhrings landsins hefur nánast ekkert fjallað um þetta frumvarp.
Það er athyglisvert í ljósi þess að í frumvarpinu felst ein
róttækasta breyting á íslenskum landbúnaði sem ráðist hefur verið
í. Hver ætli sé ástæða þess að þetta víðlesna blað greini ekki frá
efasemdum um frumvarpið? Er það vegna þess að eigandi þess mun
græða mest á því að frumvarpið verði samþykkt? Það er ...
Halldór Kári
Lesa meira
Þakka þér fyrir greinina hér á síðunni um "fréttir" RÚV um
eftirlaunalögin sem Ingibjörg Sólrún segir að eigi að afnema!
Þegar betur er að gáð kemur fram að ekkert slíkt stendur til þótt
fréttastofurnar hjálpi henni í þessum blekkingarleik annað hvort
með meðvirkni eða andvaraleysi sínu. Það er einvörðungu verið
að tala um að gera smávægilegar breytingar á lögunum sem mér sýnist
að myndu til dæmis hvorki skerða kjör þeirra Ingibjargar Sólrúnar
né Geirs Haarde. Nú fara fréttastofurnar á fullt að ...
Guðrún Guðmundsdóttir
Lesa meira
FL Group er stjórnað af þrítugum manni. Þetta félag hefur tapað
115 milljörðum á 9 mánuðum jafnhárri upphæð og nemur tæplega tíu
prósentum af sparifé landsmanna. Í þessu félagi hafa lífeyrissjóðir
fjárfest bæði beint og óbeint. Þessi þrítugi drengur er látinn bera
ábyrgð sem enginn getur axlað. Bakvið þennan skjöld sakleysis, fela
sig ...
Hreinn Kárason
Lesa meira
Sé að Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Frjálslyndra nægði
nokkurra mínútna svar frá Guðlaugi Þór heilbrigðisráðherra og enn
styttra framlag frá Ástu R. Jóhannesdóttur Samfylkingu, sem
varði heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins í bak og fyrir, til
að sannfærast um að einkavæðing í heilbrigðisþjónustunni væri ekki
á dagskrá. Fréttablaðið greinir í dag skilmerkilega frá þessari
merku uppgötvun Kristins eftir utandagsskrárumræður á Alþingi. Það
vill svo til að ég sá ...
Fyrrverandi kjósandi
Samfylkingar
Lesa meira
Stærsti hluti hagnaðar bankanna fólst í gengisfalli
krónunnar. Vantar ekki eitt gott gengisfall í júní til að
redda öðrum ársfjórðungi? Stærsti áhrifavaldur í gengismálum eru
bankarnir. Af hverju voru bankarnir ekki á samráðsfundinum um
þjóðarsátt?
Hreinn Kárason
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum