Fara í efni

Á MÓTI? EINSOG AMNESTY INTERNATIONAL?

 

Hér fylgir með frétt BBC um niðurstaðu óháðrar breskrar nefndar um einkavæðinguna á Royal Mail:
BBC NEWS | Business | Mail competition is 'no benefit' http://newsvote.bbc.co.uk/mpapps/pagetools/print/news.bbc.co.uk/1/hi.

Saga einkavæðingar á Íslandi:

1. Fiskimiðin. Þau voru gefin útgerðarmönnum. Þeir og afkomendur þeirra seldu þau, fyrir um það bil 6-800 milljarða. Íslenskar sjávarbyggðir urðu við þetta ósjálfbjarga.
2. Bankarnir. Þeir voru gefnir stjórnmálamönnum og vinum þeirra. Niðurstaðan er gífurleg kaupmáttarskerðing almennings til framtíðar, sem er að koma fram á þessum vikum og mánuðum og á eftir að versna mjög enn.
3. Orkuauðlindirnar og náttúran. Stórkapítali heimsins með Rio Tinto í broddi fylkingar á nú að hleypa inná óspjallaða náttúru Íslands til að "bjarga" ósjálfbjarga sjávarbyggðum. Ekkert er nógu geggjað til að leyfilegt sé að vera á móti því:  Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, eyðing Þjórsárvera, virkjanair á viðkvæmum stöðum, stil að selja orkuna svo á spottprís, innflutningur á 30.000 útlendingum á 4 árum. Allt sjálfsagðir hlutir í augum þeirra sem ætla sér að græða.
4. Heilbrigðiskerfið. Nú á að fela hagsmunaaðilum að deila út gæðunum handa sjálfum sér. Fengnir eru læknar og auðmenn til að setjast yfir bráðina. Kæmi ekki á óvart þótt þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að þessir hagsmunir væru best komnir í þeirra eigin vörslu.
5. ESB. Einhverjir í hópi embættis-, mennta-, og stjórnmálamanna kunna að sjá persónulega hagsmuni í því að fórna einhverjum mestu auðlindum heims fyrir verðlækkun á kjúklingabringum, - og svo kannski góð laun, skattleysi í Brussel, dagpeninga og ódýrt rauðvín.

Alltaf sama sagan: Hagsmunaaðilar, fá að taka ákvarðanirnar. Það verður að gera þá kröfu að þeir sem taka ákvarðanir um milljarðahagsmuni, skili hreinu hagsmunavottorði.

Öllu þessu verður að andæfa. Og ef sá hinn sami er ásakaður fyrir að vera alltaf á móti, þá er það sannkallaður heiðurstitill í þessu samhengi. Það er svipað og að vera í Amnesty International, þeir eru jú sífellt tuðandi.
Hreinn Kárason