AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2008
... fínn pistill hjá þér um fjölmiðla og einkavæðingu, en
varðandi fjölmiðlafrumvarpið langar mig að spyrja þig nánar út í
afstöðu sína til þess á sínum tíma og í dag? Hefur afstaða þín
breyst? Mig minnti að þú hefðir barist ötullega gegn því á sínum
tíma en sýnist á þessum pistli að þú hugsir hlýjar hugsanir í garð
þess...
Viktor
Lesa meira
...Illugi virtist mér vera velmeinandi maður en getur verið að
hann átti sig ekki á því hvernig verið er að eyðileggja
heilbrigðiskerfið, samanber síðustu skrif þín hér á síðunni um
svívirðiðlega framkomu gagnvart fötluðum? Settu endilega slóðirnar
á viðtölin við ykkur Illuga.
Grímur
Lesa meira
Hún er markviss greinin þín undir fyrirsögninni " http://rikiskaup.is/utbod/14559
" og í tíma rituð. Hún lýsir mannkærleika auðvaldsins vel!
Ólína skrifar frábæran pistil á vefsíðunni þinni að vanda undir
yfirskriftinni "ERU ENGIN VIÐURLÖG VIÐ ÞVÍ AÐ EYÐILEGGJA
EFNAHAGSKERFI ÞJÓÐAR?" Þar ritar hún meðal annars... Ég
leyfi mér að segja hér frá sönnu dæmi sem gerðist að vísu nokkru
síðar en á 17. öldinni - sennilega um 1890 - á Akranesi, í
sjálfum Borgarfirðinum sem eru...
Úlfur
Lesa meira
Ég ætla svosem ekki að stofna til rökræðna um eigendavaldið,
skoðanafrelsið, einsleitnina og það allt saman en bendi á - til
gamans - að miðvikudaginn 2. júlí fékk einn og sami maðurinn birtar
eftir sig greinar í fjórum íslensum dagblöðum, Fréttablaðinu,
Morgunblaðinu, DV og 24 stundum. Sá heitir Ögmundur Jónasson. Ætli
það segi ekki ...
Björn Þór Sigbjörnsson
Lesa meira
Það sést lítið af þeim í kastljósum sjónvarpsstöðvanna núna
drengjunum sem
voru að ráðleggja almenningi hvaða hlutbréf hann ætti að kaupa til
að verða ríkur. Þeir virðast líka forðast kastljós fjölmiðlanna
bankastjórarnir sem með vanþekkingu sinni og kúltúrleysi bera
ábyrgð á því að útrásin sem svo er nefnd fór í vaskinn. Nú tala
þeir ekki um samfélagslega ábyrgð sína þegar heilt samfélag, heilt
efnahagskerfi þjóðar, er á heljarþröm af því þeir stóðu sig ekki í
stykkinu. Þeir halda sig heima og láta lítið fara fyrir sér í
rándýru...
Ólína
Lesa meira
...Mörður Árnason segir til að mynda eftirfarandi: "Það eru
nýjar upplýsingar að það hafi verið samið um þetta sérstaklega við
stjórnarmyndun,". Þetta er ekki rétt hjá Merði. Upplýsingarnar eru
ekki nýjar. Þessar upplýsingar birtust á heimasíðu...
Guðmundur
Lesa meira
Evrópuumræða ykkar Bjarna Benediktssonar alþingismanns í
Kastljósinu í gærkvöld var um margt ágæt. Það er löngu kominn tími
til að víkka þessa umræðu út og færa hana í annan farveg en hún
hefur verið í. Það var alveg hárrétt hjá þér að tala um
"músarholusjónarhorn" Samfylkingarinnar á Evrópumálin.
Samkvæmt orðabók Samfylkingarinnar merkir Evrópuumræða sama og
umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Með þessu móti er
lýðræðislegri umræðu gefið ...
Grímur
Lesa meira
Ég var ánægður með greinar þínar um EES. Þú náðir að varpa
sprengju inn í annars staðnaða umræðu. Oft þegar reglugerðarsinnar
Evrópusambandsins kalla eftir umræðu um kosti og galla báknsins
meina þeir einungis kostina. Punkturinn um Íbúðalánasjóð er góður.
Af hverju á að banna okkur Íslendingum að reka kerfi sem reynst
hefur þvílíkur bjargvættur fyrir fjölskyldurnar í landinu? Auðvitað
er það m.a. vegna þess að innan ESB er sterk nýfrjálshyggjualda.
Íslensku bankarnir sem hafa skilið við sig allt sem eina rjúkandi
rúst skildu þetta og kærðu því sjóðinn til báknsins. En ég hef velt
fyrir mér svipuðum hlutum þegar kemur að...
Halli Hólm
Lesa meira
Ég tek heils hugar undir með Bjarna sem skrifar þér hér á síðuna
og vill að Árrni Mattt, fjármálaráðherra, verði settur á
bónusgreiðslur, árangurstengd laun. Því meiri hagnaður fyrir
ríkissjóð þeim mun meira í vasa Árna (les: lægri laun
ríkisstarfsmanna og minni þjónusta, þeim mun meiri tekjuafgangur og
þar með meira í árangursgreiðslur fyrir Árna) Ég er
sannfærður um að með...
Haffi
Lesa meira
...En að umhverfisráðherrann myndi standa fyrir þessari
glæsilegu útihátíð og baráttusamkomu finnst mér stórkostlegt. Síðan
er verið að þakka Björk þetta einni. Ég heyrði ekki betur en Þórunn
tæki eitt lag á tónleikunum eða hvort hún var í bakröddunum. Hví
þegja fjölmiðlarnir um þetta? Hvers á Samfylkingin að gjalda? Ég er
sannfærð um að ef ráðherrar Samfylkingarinnar fengju að njóta
sannmælis þá væru þeir miklu vinsælli en ...
Sunna Sara
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum