GÓÐ EVRÓPUUMRÆÐA
Evrópuumræða ykkar Bjarna Benediktssonar alþingismanns í
Kastljósinu í gærkvöld var um margt ágæt. Það er löngu kominn tími
til að víkka þessa umræðu út og færa hana í annan farveg en hún
hefur verið í. Það var alveg hárrétt hjá þér að tala um
"músarholusjónarhorn" Samfylkingarinnar á Evrópumálin.
Samkvæmt orðabók Samfylkingarinnar merkir Evrópuumræða sama og
umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Með þessu móti er
lýðræðislegri umræðu gefið langt nef. Greinar þínar að undanförnu
svo og umræður af því tagi sem við heyrðum í gær marka hins vegar
tímamót að því leyti að umræðan er víkkuð út og dýpkuð. Það var
kominn tími til.
Læt hér fylgja tengingu á þáttinn: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365720/0
Grímur