GÖMUL FRÉTT SPLUNKUNÝ

Ingibjörg Sólrún sagði í 24stundum í gær að stóriðjuhlé Samfylkingar hefði verið fórnað við stjórnarmyndun. Þetta kemur tveimur talsmönnum Samfylkingar mjög á óvart ef marka má 24stundir í dag (s.4). Mörður Árnason segir til að mynda eftirfarandi: "Það eru nýjar upplýsingar að það hafi verið samið um þetta sérstaklega við stjórnarmyndun,". Þetta er ekki rétt hjá Merði. Upplýsingarnar eru ekki nýjar. Þessar upplýsingar birtust á heimasíðu þinni fyrir margt löngu í grein sem bar yfirskriftina FAGRA ÍSLAND, FÓRNARLAMB STJÓRNAR-VIÐRÆÐNA. Sjá: http://www.ogmundur.is/frjalsir-pennar/nr/3874/
Eins og svo oft er heimasíða þín fyrst með fréttirnar.
Kveðja, Guðmundur

Fréttabréf