Fara í efni

HVÍ EKKI BÓNUSA Í STJÓRNARRÁÐIÐ?

Mér er lífsins ómögulegt að skilja af hverju laun ríkisstjórnarinnar og æðstu embættismanna ríkisins eru ekki árangurstengd. Árangurstengdar greiðslur til Árna Matt eru augljóst réttlætismál í ljósi mikilla bónusgreiðslna til bankastjóra, forstjóra og annarra fyrirmanna í viðskiptalífinu. Hjá hinu opnbera fara menn sem bera mun meiri ábyrgð gagnvart almenningi en gerist í viðskiptalífinu. Fjármálaráðherra gæti t.d. átt rétt á prómillum af fjárlögum og embættismenn eftir því hvernig áætlanir starfsmanna þeirra standast. Ég er viss um að þetta myndi leiða til þess að við fengjum mun hæfari menn í þessi störf. Reynsla síðustu ára í viðskiptalífinu bera því órækt vitni að því meiri bónusar þeim mun meira mannvit. Vísa ég þar til ofurforstjóranna og stjörnubankastjóranna okkar sem þjóðinni hefur tekist að halda í þrátt fyrir mikla erlenda eftirspurnarþenslu.
Bjarni