VIRKJUM ÁRNA
VIRKJUM ÁRNA
Ég tek heils hugar undir með Bjarna sem skrifar þér hér á síðuna
og vill að Árrni Mattt, fjármálaráðherra, verði settur á
bónusgreiðslur, árangurstengd laun. Því meiri hagnaður fyrir
ríkissjóð þeim mun meira í vasa Árna (les: lægri laun
ríkisstarfsmanna og minni þjónusta, þeim mun meiri tekjuafgangur og
þar með meira í árangursgreiðslur fyrir Árna) Ég er
sannfærður um að með árangurstengingunni muni losna úr læðingi allt
það mannvit sem býr innra með fjármálaráðherranum. Ástæðan er
þessi: Ríkisreksturinn heldur atorkunni og hugvitinu í skefjum. Um
hömlurnar verður að losa svo Árni fjármálaráðherra geti virkjað
alla þá dínamík sem hann býr yfir. Þá getur hann farið með
ríkissjóð þangað sem allt óhefta einkavædda útrásarfólkið fór með
sparnað landsmanna. Til góðs fyrir okkur? Ég held reyndar
ekki en þetta er tíðarandinn. Kjánar við stjórnvölinn. Bæði þeir
sem eru einkavæddir og einnig hinir sem eru ríkisreknir. En bíddu,
Ögmundur viljum við að farið verði með ríkissjóð þangað sem
brilljantínbörnin fóru með lífeyrissjóðina? Sennilega ekki. Við
skulum vera varfærin.Sennilega á ekki að virkja Árna. Þannig yrði
skaðinn minnstur.
Haffi