AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2008
Eins mótsagnakennt og það kann að hljóma þá er allt annað
ábyrgðarlaust en að láta bankana fara á hausinn ef til kemur.
Fráleitt er að almenningur verði látinn blæða enn frekar þeim
til hjálpar. Þannig standa þessi mál. Þjóðin hefur verið
blóðmjólkuð af fjármálakerfinu og nú er jafnvel talað um að
skattgreiðendur opni sjóði sína og verði í viðbragðsstöðu. Nei,
frekar á að láta bankana fara á hausinn, hirða eigur þeirra í
skaðabætur, jafnvel stinga inn sekum fjárglæframönnunum og
stofna síðan banka í sameign almennings ...
Helgi
Lesa meira
Stórkostlegt var að fylgjast með mannfjöldanum á Arnarhóli í gær
fagna ríkisstjórninni. Þarna voru þau ásamt forsetanum, Þórunn
umhverfisráðherra, Guðlaugur heilbrigðisráðherra, Björgvin
viðskiptaráðherra, Jóhanna félagsmálaráðherra, þorgerður
menntamálaráðherra og kannski fleiri. Geir er náttúrlega í
opinberri heimsókn í Albaníu og Ingibjörg eflaust að sinna
vopnasendingum til Georgíu eða samtölum við forsetann í
Turkmenistan um stuðning við okkur í Öryggisráðið. Auðvitað hafa
þau skyldum að gegna og þurfa að sinna þeim. En þau komu sem
gátu og mannfjöldinn ætlaði að ærast af fögnuði þegar þau
...
Sunnar Sara
Lesa meira
Ég ætlaði vart að trúa eigin eyrum þegar ég hlustaði á
Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra tjá sig um NATÓ fundinn í
Búkarest frá í vor í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar sagði
hún að eldflaugakerfi í Evrópu hefði nánast ekki borið á góma
á fundinum! Var ráðherrann sofandi á fundinum eða vissi hún ekki
hvað þar fór fram, kannski rugluð í ríminu eftir ...
Haffi
Lesa meira
...Þar bregðast á frábæran hátt, þrír einstaklingar við orðum og
athöfnum Jórunnar Frímannsdóttur borgarfulltrúa og einkavæðingar-
og útboðstilburðum hennar á sorphirðunni. Þessir þrír heiðursmenn
sem þarna bregðast hárrétt við eru þeir: Þorleifur Gunnlaugsson
borgarfulltrúi, Sigurður Bessason formaður Eflingar og síðast en
ekki síst Jóhann Bjarnason starfsmaður sorphirðu Reykjavíkurborgar,
sem talar tæpitungulaust og miðlar af reynslu sinni og þekkinngu á
starfseminni. Hafi þessar greinar farið framhjá ykkur lesendur
góðir þá skora ég á ykkur að bæta þar úr.
Sjöfn Ingólfsdóttir
Lesa meira
Nú vil ég vita frá þér Ögmundur sem oft hefur gagnrýnt forseta
vorn hr. Ólaf Ragnar nokkuð fast hvað þú segir um hans dygga
stuðning við landsliðið okkar. Er það ekki einmitt svona sem okkar
landsfeður eiga að vera? Vera með sínu fólki og það er nú eitthvað
annað en ólánskrákan hún Þorgerður Katrín sem fór akkúrat heim
þegar Ólafur kom út. Þau geta kannski ekki einu sinni verið á sama
tíma í Kína þó þar búi ellefu hundruð milljónir eða meira. Það er
nú meira inngróna hatrið sem þetta íhaldslið hefur á forsetanum.
Hann er auðvitað ekki ...
Jón frá Læk
Lesa meira
Ég vil þakka þér fyrir Ögmundur að ljá ekki máls NEINNI
málamiðlun um eftilaunaósamann. Auðvitað eiga þingmenn og ráðherrar
og "æðstu" embættismenn að vera í NÁKVÆMLEGA sama lífeyriskerfi og
aðrir þeir sem fá laun sín frá ríkinu. ...Það verður gaman að
fylgjast með nafnakallinu á þinginu þegar breytingartillga þín um
að setja alla í LSR verður borin undir atkvæði...
Grímur
Lesa meira
Sannast sagna hefði ég ekki trúað því upp á þig Ögmundur að
ráðast á Framsóknarflokkinn á eins óvæginn hátt og þú gerir í
dag. Þú hefur greinilega leitað uppi á netinu myndir af þeim
framsóknarmönnunum, félögunum Óskari og Guðlaugi að gera sér
glaðan dag eftir kosningar, skála fyrir því sem þú kallar
aðgangsmiða að kjötkötlum Reykjavíkurborgar. Þetta gerir þú
greinilega til að spotta þá félaga. Ég er hins vegar sannfærð um að
aldrei hefur það hvarflað að Framsókn að...
Sunna Sara
Lesa meira
Það kemur fyrir öðru hvoru að stjórnmálamenn tala um að efla
þurfi almenningssamgöngur og undir það tekur oft hinn almenni
íbúi. En hversu mikil meining er á bak við þau orð. Ég
upplifi þessi orð stjórnmálamanna: Eflum almenningssamgöngur eins
og þau séu notuð á þeim stundum sem þeir telji að þau skili sér
atkvæðum. Árið 2001 stofnuðu sjö bæjarfélög á
Reykjavíkursvæðinu ...
Sigurbjörn Halldórsson
Lesa meira
... Ef borgar- og bæjarfulltrúum finnst laun upp á 150 til 197
þúsund á mánuði vera að gera út af við fyrirtækið eiga þeir bara að
segja það umbúðalaust og muna það svo með okkur þegar gengið verður
til kosninga næst.
Höfundur situr í fulltúaráði St.Rv.
Lesa meira
Ég hef lesið orðahnippingar hér á síðunni á milli þín annars
vegar og útvarpsstjóra RÚV ehf og forsvarsmannas Sambands ungra
sjálfstæðismanna hins vegar. Þeir tala um lýðskrum af þinni hálfu
þegar þú gagnrýnir þá sem nýta sér aðstöðu sína til að afla sjálfum
sér himinhárra tekna. Þá telja þeir fráleitt að upplýsa um
ósómann!
Ef það er lýðskrum að benda á hið geigvænlega misrétti og óréttlæti
sem hefur þróast í landi voru undanfarin 20 ár, sem þorri
þjóðarinnar heimtar leiðréttingu á, þá tel ég mikinn heiður af því
að vera kallaður lýðskrumari! Gæti verið að meintur
"lýðskrumari" sé að fletta ofan af ...
Úlfur
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum