Fara í efni

SOFANDAHÁTTUR, SKILNINGSLEYSI EÐA BLEKKINGAR?

Ég ætlaði vart að trúa eigin eyrum þegar ég hlustaði á Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra tjá sig um NATÓ fundinn í Búkarest frá í vor í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þar sagði hún að eldflaugakerfi í Evrópu hefði nánast ekki borið á góma á fundinum! Var ráðherrann sofandi á fundinum eða vissi hún ekki hvað þar fór fram, kannski rugluð í ríminu eftir einkaþotuferðina á fundinn?  Getur verið að ISG viti vel hvað þarna fór fram en reyni nú að blekkja okkur? Ég veit sannast sagna varla hvað verst er af þessu þrennu, sofandaháttur, skilningsleysi eða blekkingar.  Það gladdi mig að sjá ítarlega upprifjun á fridur.is strax í gærkvöldi og hvet ég lesendur þína Ögmundur til að lkynna sér það sem þar segir: http://fridur.is/2008/08/26/misminni-utanrikisra%c3%b0herra/
Með kveðju,
Haffi