AÐ HRUNI KOMINN September 2008
"Þegar við heyrðum af þessu um helgina þá kom þetta á óvart enda
ekkert sem benti til að þetta væri í uppsiglingu."
Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni í viðtali
við Morgunblaðið, kl. 14:37, mánudaginn 29. september 2008. "Ég
fékk fyrst veður af þessu á föstudaginn þegar haft var samband við
formann Samfylkingarinnar og henni gerð grein fyrir því hvað var í
uppsiglingu." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í
Glitni ..."Þetta var það tilboð sem Seðlabankinn og sérfræðingar
hans töldu heppilegast." Bankamálaráðherra um... Ætli hann sé
sperrtur nú viðskiptaráðherrann ungi, eða skyldi hann ...
Ólína
Lesa meira
Ég hef haft a.m.k. örlítið veður af þeirri aðför er Jóhann hefur
þurft að sæta í starfi sínu! Mig grunar að rótin að vandanum felist
m.a. í því að Jóhann hefur verið farsæll leiðtogi og tekist að
þétta liðsheildina með eftirtektarverðum árangri...Mjög mikilvægt
er að stjórnmálamenn skoði þetta mál til hlítar. Atburðir
síðastliðna daga eru algerlega óásættanlegir! Hér er ekkert smá mál
á ferðinni! Nú óska ég þess heitast, ef stjórnmálamenn hliðhollir
ríkisstjórn bera ekki gæfu til að opna augun fyrir vandanum, að
stjórnarandstöðunni takist að ...
Eiríkur Sigurjónsson
Lesa meira
Ég sá á vef dómsmálaráðherra að það ætti að dæma og sekta þá
mótmælendur, ef ekki að loka þá inni, sem sekir fyndust um að hafa
mótmælt virkjunum á Íslandi í þágu alþjóða álfyrirtækja, og
taka hart á þeim sem höfðu við óspektir. Auðvitað mun þetta
kosta skattgreiðendur stórfé, en hvað skal ekki gera í nafni
réttvísinnar?
Þá datt mér í hug Ögmundur, hvort ekki ætti að spyrja
dómsmálaráðherrann hvort hann ætli kannski að dæma...
Úlfljótur
Lesa meira
...Framkoma dómsmálaráðuneytisins, þá sjálfs dómsmálaráðherra,
er óréttlát og algjörlega ólíðandi gegn einum besta lögreglumanni
landsins, Jóhanni R. Benediktssyni! Ég vona að
almenningur mótmæli harðlega, og að dómsmálaráðherra sýni sóma
sinn og sjái að sér, að öðrum kosti segi af sér. Ég vona að
stjórnarandstaðan beiti sér harðlega gegn þessu óréttlæti og
heimsku, Jóhann R. Benediktsson er fyrirmyndar lögreglustjóri í
erfiðasta lögregluembætti ...
Úlfur
Lesa meira
...Gera þarf einnig kröfu um opinbera rannsókn á braski bankanna
og þeim tölvupósti starfsmanns LI sem óvart fór á vitlausan stað
sem sannar að bankarnir eru sjálfir að braska með gjaldeyrinn okkar
til að laga stöðuna sína fyrir hluthöfum sínum á þessu
uppgjörstímabili. Loka þarf fyrir svona brask strax í Seðlabankanum
og þess vegna senda alla bankastjórnina í frí. Ögmundur þjóðin
treystir á ykkur í VG að verja okkar...
ÞG
Lesa meira
...Eða átti utanríkisráðherra kannski við Bjarna Ármannsson,
Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólf Thor
Björgólfsson, Björgólf Guðmundsson, Halldór Kristjánsson, Sigurð
Einarsson, hinn bankastjórann og Ólaf Ragnar Grímsson? Enginn
þessara útrásarvíkinga tapar á kreppunni. Allir hafa þeir komið ár
sinni þokkalega fyrir það borð sem íslensk alþýðuheimili þyrftu að
hafa nú til að bera fyrir sig þegar báran ríður yfir. Þegar þannig
stendur á er það óforsvaranlegt að henda á loft skemmtifrösum
auglýsingastofunnar...En mér fannst þegar ég hlustaði á viðtalið
við Davíð Oddsson og las niðurlag viðtals við þig í Morgunblaðinu á
dögunum að þið væruð að tala um sama hlutinn svo ólíklegt sem það
nú er. Báðir að tala um liðið sem spilaði rassinn út buxunum og
hafði svo ekki þrek til að borga reikninginn heldur sendi hann á
almenning. Skilji ég seðlabankastjóra er hann í raun að tala fyrir
hagsmunum almennings. Sértu sammála þá finnst mér ástæða til að
...
Ólína
Lesa meira
Í fægðum spegli birtist mynd af mér
og máttur hugans einfaldlega sér að
víst er bæði spáð og spekúlerað
er spegilmyndin kveður mig og fer.
.....
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
...Megintekjumeiðurinn mun vera ríkisframlag eftir reiknistokk
menntamálaráðherra. Þekkt er góðlyndi þess hóglynda Björns
Bjarnasonar í garð skólans. Er hér um geypifé, almannafé, að ræða.
Þessu til viðbótar nýtur skólinn marvíslegra framlaga fyrirtækja og
félagasamtaka. Ekki veit ég hvað það er mikið. Loks eru tekin
veruleg skólagjöld af nemendum skólans, fyrir ókunnuga eru slík
gjöld nauðsynleg að margra hyggju til að efla alla -kennara- dáð og
um leið skilning nemenda á því að lífið sé ekki ókeypis. Skólagjöld
í HR nema 137.000 kr. í laganámi á yfirstandandi önn. Alls þyrfti
219 slík framlög til að jafna eingreiðsluna til Guðfinnu. Má þetta
virkilega? Ég segi ekki annað.
Ófeigur í Skörðum
Lesa meira
...Almenningur verður að vakna og taka í taumana áður en þjóðin
sekkur í síkisforina með Geir, Ingibjörgu, Bush og félögum þeirra.
Við verðum að skilja í eitt skipti fyrir öll að eina fjárhagskerfið
sem hentar Íslensku þjóðinni, er þjóðlegt, samfélagslegt blandað
hagkerfi sem er rekið opið og lýðræðislega í þágu íslensku
þjóðarinnar, ekki lokað einræði, sérsniðið til að þjóna
gráðugum einkaaðilum sem ætla sér eingöngu að græða á
þjóðfélagssystkinum sínum án vinnu, án þess að skapa nokkur
verðmæti , án þess að skilja nokkuð eftir sig nema svik og
svínarí!!!
Úlfur
Lesa meira
...Sem löggukall á eftirlaunum þá má ég til með að vekja athygli
á þeirri staðreynd að löggæslan er á brauðfótum og svo gæti farið
að borgarar landsins yrðu að bjarga sér á eigin spýtur í einhverjum
tilfellum. Launakjörin eru líka með þeim hætti að þetta er ekki
aðlaðandi og ýmislegt fleira sem ég ætla ekki að fara út í hér.
Hvaða heilvita fjárveitingarmanni datt það í hug í
fjölmenningarsamfélagi að kostnaður embætta yrði ekki mikill eins
og dæmin sanna og á bara eftir að aukast. Túlkaþjónusta er mjög dýr
svo og réttargæslumenn og fleira sem embættin þurfa að leggja út
fyrir og mikla aukavinnu í sumum tilfellum við rannsókn mála að
kröfu ákæruvalds því að þróunin hefur verið sú í okkar réttarríki
að réttur sakborninga er langt umfram rétt þolenda. Að hafa einn
mann á bíl í umdæmi Selfoss er bara brandari og að...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum