ÆTLAR DÓMSMÁLA-RÁÐHERRA AÐ KÆRA SIGRÍÐI TÓMASDÓTTUR FRÁ BRATTHOLTI POST MORTEM? Ögmundur...
Ég sá á vef dómsmálaráðherra að það ætti að dæma og sekta þá
mótmælendur, ef ekki að loka þá inni, sem sekir fyndust um að hafa
mótmælt virkjunum á Íslandi í þágu alþjóða álfyrirtækja, og
taka hart á þeim sem höfðu við óspektir.
Auðvitað mun þetta kosta skattgreiðendur stórfé, en hvað skal ekki
gera í nafni réttvísinnar?
Þá datt mér í hug Ögmundur, hvort ekki ætti að spyrja
dómsmálaráðherrann hvort hann ætli kannski að dæma Sigríði
Tómasdóttur frá
Brattholti postmortem
fyrir að hafa hótað morði, þ.e. sjálfsmorði, ef menn ætluðu
að virkja uppáhalds fossinn hennar í þágu rafvirkjunar, sem hlýtur
að vera mikið meiri glæpur en nokkur umræddra mótmælenda eru
ætlaðir sekir um...
Kveðja,
Úlfljótur