Fara í efni

ÁHYGGJUR AF KJARADEILU LJÓSMÆÐRA

Sæll Ögundur.
Ttakk fyrir gott viðtal í útvarpinu um daginn um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, ég hef miklar áhyggjur af að það sé verið að svelta heilbrigðiskerfið til að fara í einkavæðingu, og þá vitum við í hvaða hendur heilbriðiskefrið lendir, til þeirra sem eiga peninga, og skjólstæðingurinn verður ekki lengur skjólstæðingur heldur viðskiptavinur hvað hann er tilbúinn að borga eða hvað mikið hann getur borgað. Ég hef miklar áhyggjur af kjaradeilu ljósmæðra og hvort þessi deila sé hluti af því að koma einkavæðingu á, það er erfitt að hugsa til þess að ef ekki semst við þær þá hætti margar ljósmæður og það verður kjörið tækifæri fyrir lækna að beina mæðraskoðunum til sín og síðan verði aðgerðadagar sem gerðir eru keisarar og börnin fæðist eftir dutlungum lækna en ekki hvað náttúran segir, Þetta þekkist bæði vestan hafs og viða í Evrópu, þá er ekki endilega verið að hugsa um heislu móður og barns. Hvað kostar þetta, einstaklinginn og ríkið??? Þetta verður mun dýrari þjónusta heldur en í dag. Ljósmæður hafa um langa tíð staðir vörð um heislu móður á meðgöngu í fæðingu og sængurlegu og barnsins. Þær eiga stóran þátt í því að mæðradauði og ungabarnadauði er lægstur hér á landi í heiminum. Það er skömm að ríkissjórnin skuli ekki leysa kjaradeilu ljósmæðra. og standa vörð um heilbrigiðskerfið.
kveðja,
Guðrún