Fara í efni

HVAR ER FEMINSTINN INGIBJÖRG SÓLRÚN?

Ljósmæður eru í verkfalli og öryggi mæðra og barna er ógnað. Þingkona Vinstri grænna Alma Lísa Jóhannsdóttir spurði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar út í ljósmæðraverkfallið. Ingibjörgu tókst það afrek að svara fyrirspurninni án þess að minnast orði á ljósmæður. Hún nýtti tímann sinn til að útskýra á hrokafullan hátt hvernig kjarasamningar og launamunur kynjanna virkar. Það var ekki spurt að því!  Ríkisstjórnin sem Ingibjörg Sólrún situr í hefur gullið tækifæri til að leiðrétta laun kvennastéttar með því að ganga að sanngjörnum kröfum en formaður jafnaðarmannaflokksins þegir. Hvar er róttæknin núna? Eru loforð um að leiðrétta kynbundinn launamun einskis virði? Hvar er femínistinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir?
Drífa