Fara í efni

LÖGREGLAN FAGLEG

Kæri Ögmundur....
Ég rakst á óvild og gífuryrði í garð lögreglu og yfirmanna hennar hér á síðunni þinni vegna rannsóknar þeirra á útlendingum sem hér dveljast við talsverðan kostnað úr vösum skattgreiðenda.  Lögreglan gerir sitt verk faglega sem þeir fá litlar þakkir fyrir og sama má segja um yfirmenn þeirra allt upp í háttvirtan dómsmálaráðherra!  Ef ég ætlaði að gagnrýna störf lögreglunnar, Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, væri það í þá veru að þeir taki of linum tökum á þessum vanda, frekar en hinu gagnstæða. Til dæmis verður háttvirtur dómsmálaráðherrann að lagfæra réttarfarskerfið sem er of oft glæpahvetjandi með dómum sínum viðvíkjandi fjárhagsglæpum, útlendinga sem fara hér um í óleyfi, fíkniefnamálum, almennu ofbeldi og nauðgun á börnum og konum. 
Það er kominn tími til að banna öllum útlendingum komu til Íslands án þess að hafa gilda pappíra og leyfi til þess frá utanríkisráðuneytinu og útlendingastofnuninni ásamt gildu   vegabréfi og tímabundinni dvöl. Öllum útlendingum sem hér eru ólöglega verður að vísa úr landi núþegar.
Pólitíkusar og atvinnurekendur verða að varast að notfæra sér erlent aðkomufólk í hagnaðarskyni og verða jafnframt að horfast í augu við þau vandamál sem það skapar. Hér verða Íslendingar að vera samtaka og einróma!
Auðvitað verður að leysa vandann mannlega og drengilega, jafnvel aðstoða útlendinga til að fara til síns heima, og jafnvel að aðstoða suma til að koma sér fyrir heima hjá sér, þar sem peningarnir ná mikið lengra en hérlendis!  En lausnin verður að hefjast fljótt og tilveruhagsmunir okkar þjóðar verða ætíð vera leiðarljósið og markmiðið! 
Ef erlendar stofnannir, sem við erum meðlimir í, skikka okkur til að taka við útlendingum, svo sem EES og Schengen, þá verður að ganga úr þessum stofnunum og gera við þær tvíhliða samninga!!!  Við megum heldur ekki láta ESB skipa okkur fyrir verkum í landi voru!
Íslendingar verða að tryggja tilveruhagsmuni íslensku þjóðarinnar, okkur ber æðsta skylda til þess!  Það má aldrei gefa eftir sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar!!!
Helgi G.