MÓTMÆLUM AÐFÖRINNI AÐ JÓHANNI R. BENEDIKTSSYNI ! Kæri Ögmundur....
Framkoma dómsmálaráðuneytisins, þá sjálfs dómsmálaráðherra, er
óréttlát og algjörlega ólíðandi gegn einum besta lögreglumanni
landsins, Jóhanni R. Benediktssyni! Ég vona að
almenningur mótmæli harðlega, og að dómsmálaráðherra sýni sóma
sinn og sjái að sér, að öðrum kosti segi af sér.
Ég vona að stjórnarandstaðan beiti sér harðlega gegn þessu
óréttlæti og heimsku, Jóhann R. Benediktsson er fyrirmyndar
lögreglustjóri í erfiðasta lögregluembætti landsins. Maðurinn er
jafnframt mjög vinsæll sem sést ekki síst á uppsögn yfirmanna
lögreglunar á Suðurnesjum í mótmælaskyni!
Ögmundur; hér hefur ykkur stjórnarandstöðunni verið gefið eitt
trompið í viðbót, sem þið verðið að spila skynsamlega úr, svo sem
mestur stjórnmálaávinningur náist!!!
Þið hafið nú mörg trompin gegn hundum ríkisstjórnarinnar. Mér
sýnist að þið séuð með sigurvissa hönd svo lengi að þið farið að
spila almennilega úr stjórnmálaspilunum. Mér sýnist þetta svo
augljóst, að þið getið tæplega spilað af ykkur, nema að þið reynið
það einu sinni enn!
Kveðja,
Úlfur