Fara í efni

ÖSSUR GEGN ÞÖGGUN

Ég hef fylgst með viðbrögðunum við myndbirtingunni af Gadaffi-handsali Guðalugs Þórs á blogginu og víðar. Aldrei hefði mig órað fyrir húmorsleysi ráðherrans og Sjallans upp til hópa. Auðvitað skýrist reiðin af því að menn skynja kaldhæðnina og taka hana til sín. Það er rétt sem þú segir Ögmundur, að hvorki Gaddafi né Guðlaugur Þór þurfa að færa djúp rök fyrir ákvörðunum sem þó eru af þeirri stærðargráðu að vitað er að þær koma til með að hafa miklar og afdrifaríkar afleiðingar. Gaddafi lofaði í vikunni sem leið að einkavæða almannaeignir í Líbíu í hendur bandarísku auðvaldi. Hér á landi á að hefja einkavæðingarvegferðina með heilbrigðiskerfið við mikla hrifningu fjárfesta. Þetta vilja Guðlaugur Þór og félagar helsta ræða í kyrrþey. Nema náttúlega Össur. Hann óttast ekki hressilega umræðu fremur en fyrri daginn, sbr.: http://ossur.hexia.net/faces/blog/ossur.do?face=ossur&lang=is
Ekki er Össur þér sammála en eflaust finnst vælukjóunum í Sjálfstæðisflokknum og einhverjum samflokksmönnum hans einnig að hann hefði átt að taka þátt í þöggunarátakinu.
Kveðja,
Jóel A.