RÁÐHERRA ÁN RÁÐUNEYTIS?

"Þegar við heyrðum af þessu um helgina þá kom þetta á óvart enda ekkert sem benti til að þetta væri í uppsiglingu." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni í viðtali við Morgunblaðið, kl. 14:37, mánudaginn 29. september 2008.
"Ég fékk fyrst veður af þessu á föstudaginn þegar haft var samband við formann Samfylkingarinnar og henni gerð grein fyrir því hvað var í uppsiglingu." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni í viðtali við Morgunblaðið, kl. 14:37, mánudaginn 29. september 2008.
"Þetta var það tilboð sem Seðlabankinn og sérfræðingar hans töldu heppilegast." Bankamálaráðherra um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni í viðtali við Morgunblaðið, kl. 14:37, mánudaginn 29. september 2008.
Ætli hann sé sperrtur nú viðskiptaráðherrann ungi, eða skyldi hann skilja niðurlæginguna sem hann hefur mátt þola?
Sá annars á netinu að Árni Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram með þjósti í Kastljósi að eftirlitsstofnanir sem heyra undir viðskiptaráðherrann unga hefðu verið efldar mjög í ráðherratíð hans. Hér er eitt dæmið (tekið af vef Fjármálaeftirlitsins):
14.08.2008
Íslensku bankarnir standast álagspróf FME
Fjórir stærstu viðskiptabankarnir standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.
Vakin er athygli á að álagsprófið miðast við stöðuna á viðkomandi tímapunkti. Eiginfjárhlutföll bankanna í lok annars ársfjórðungs 2008 endurspegla þegar áhrif af óróa á fjármálamörkuðum á seinni hluta ársins 2007 og fyrri hluta þessa árs, þ.e. áður en áhrifin af álagsprófinu eru reiknuð. Til viðbótar hinu formlega álagsprófi framkvæmir Fjármálaeftirlitið ýmis álagspróf eftir því sem ástæða þykir til.
   
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME: "Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll.  Stjórnendur og hluthafar bankanna þurfa að leggja áherslu á að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu og jafnvel efla hana, en eiginfjárþörfina þarf reglulega að endurmeta með hliðsjón af mismunandi áhættuþáttum í rekstri og stefnu hvers fyrirtækis."

Svarið við spurningunni er já.

Ólína
 

Fréttabréf