Fara í efni

TILLAGA AÐ DAGSKRÁREFNI FYRIR RÚV

Ég sakna þess að Ríkisútvarpið sýni ekki meira af eldra dagsrkrárefni þar sem mikið er til af góðu efni. Þessa daga væri tilvalið að endursýna verðbréfahorn Kastljóssins sem var fastur punktur í tilverunni fyrir all mörgum árum. Var þá alltaf fastur viðmælandi Kastljóssins vatnsgreiddur bankamaður sem kættist mjög yfir hækkandi úrvalsvísitölu og mælti með kaupum í fyrirtækjum. Þuldi hann þindarlaust yfir spenntum landslýð hvernig Fúdjí, Nasdaq, Nikkei og Dow Jones hækkuðu. Viðkvæði var ekki hvort að almenningur ætti að kaupa hlutabréf heldur að beinlínis hefði hann ekki efni á því að sleppa því. Ef að RÚV er ekki tilbúið til að sýna þetta efni þá hef ég tvær varatillögur. Önnur er að fá útrásarvíkingana og bankakappana í settið núna og segja okkur frá nýjasta hruni vikunnar eða hin að fá þá til að útskýra hvað fór úrskeiðis - hvernig tókst útrásarhetjunum okkar á örfáum árum að glutra öllu niður?
Hannes frá Ytra Nesi