AÐ HRUNI KOMINN September 2008

TILLAGA AÐ DAGSKRÁREFNI FYRIR RÚV

Ég sakna þess að Ríkisútvarpið sýni ekki meira af eldra dagskrárefni þar sem mikið er til af góðu efni. Þessa daga væri tilvalið að endursýna verðbréfahorn Kastljóssins sem var fastur punktur í tilverunni fyrir all mörgum árum. Var þá alltaf fastur viðmælandi Kastljóssins vatnsgreiddur bankamaður sem kættist mjög yfir hækkandi úrvalsvísitölu og mælti með kaupum í fyrirtækjum. Þuldi hann þindarlaust yfir spenntum landslýð hvernig Fúdjí, Nasdaq, Nikkei og Dow Jones hækkuðu. Viðkvæði var ekki hvort að almenningur ætti að kaupa hlutabréf heldur að beinlínis hefði hann ekki efni á því að sleppa því. Ef að RÚV er ekki ...
Hannes frá Ytra Nesi

Lesa meira

ENGAR BLIKUR Á LOFTI HJÁ RÁÐGJAFA GEIRS

Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra sagði margt athyglisvert í sjónvarpsviðtali í kvöld, sem vert er að skoða.
1. Hann lýsti því yfir að bönkunum yrði bjargað ef á þyrfti að halda.
2. Hann kallaði það að tugþúsundir manna hafa misst vinnuna á örfáum dögum, "hreingerningu".
3. Hann hélt því fram að það væri markaðurinn sem sæi um "þrifin". Það er ósatt. Fannie Mae og Freddie Mac voru yfirtekin af ríkinu. Bear Sterns að hluta einnig.
4. Hann sagði að það væri gott að nota viðskiptabankana sem "grunn" til að stunda fjárfestingastarfsemi. Það er rétt að þessi grunnur er að redda bönkunum í dag, en þeir eru hins vegar ekki að stunda eðlileg viðskiptalán á meðan, þar sem þeir eru að fá "lánuð" innlánin til að borga skuldir sem stofnað var til í casinoi ...
Hreinn Kárason

Lesa meira

ÞEGAR ÞEKKINGIN TAPAR FYRIR HUGMYNDA-FRÆÐINNI

...Á Íslandi er þessu öfugt farið. Þar hefur viðskiptabankastarfsemin nánast þjónað sem smurning á hina miklu fjárfestingarbankamaskínu íslensku bankanna þriggja. En galdurinn á bak við hraða uppbyggingu þeirra hefur hins vegar verið umsýsla með ævisparnað Íslendinga: Lífeyrissjóðina.
Í viðtali við BBC í dag (15. sept 2008) sagði þáverandi fjármálaráðherra Clinton´s Lawrence Summers, að afnám Glass-Steagall laganna hafi verið mistök. Mistök! Nú er rík ástæða fyrir bestu menn þjóðarinnar leggja við hlustir.  Aðgreiningu trygginga, heildsölubanka og almennra viðskiptalána verður að koma á þegar í stað, annars munu ekki aðeins bankarnir tapa heldur einnig vel stæð fyrirtæki og einstaklingar.
Björn Jónasson

Lesa meira

VILL RÍKISSTJÓRN FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU

...Hann var með það alveg á hreinu hvað Steingrímur hafði farið oft í ræðustól og talað mikið í þinginu en mundi svo engar tölur um ríkisskuldirnar. þú hefur verið eitthvað að angra þá íhaldsdrengina með myndskreytingum þínum hérna á síðunni og svo mega náttúrulega okkar samtök, BSRB, ekki vinna fyrir okkur opinbera starfsmenn þá er það pólitík alveg eins og bændasamtökin mega ekki vinna fyrir bændur þá eru þau kærð. það er orðið skrítið þjóðfélag þegar auðmenn mega setja okkur svo gott sem á hausinn með græðgi og glannaskap en ganga samt um eins og heilagir menn og enginn segir neitt, en stéttarfélög mega ekki verja sína félagsmenn. Er ekki hægt að  ...
Jón frá Læk

Lesa meira

ÞEGAR RÖKIN ÞRÝTUR...

Mikil var málefnafátæktin í Silfri Egils í gær þegar kom að umræðu um nýsett lög um Sjúkratryggingar. Málefnið sjálft var ekki rætt og kom það svo sem ekki mjög á óvart eftir að hafa hlustað á umræðuna á Alþingi. Þar var þegar orðið ljóst, að Sigurður Kári og fleiri úr hans hópi, réðu ekki við þig og félaga þína úr ræðustól. Þeir voru rökþrota og gripu þá til þess örþrifaráðs að ófrægja þig og BSRB fyrir að hafa aflað þeirra upplýsinga sem þið lögðuð fram máli ykkar til stuðnings. Lágt þykir mér risið á kappanum. Ég frábið mér ...
Sjöfn Ingólfsdóttir

Lesa meira

HOW DO YOU SLEEP AT NIGHT?

...Það er alltaf verið að tala um hátt lyfjaverð á Íslandi. Er ekki rétt að fara að tala um lækniskostnaðinn áður en Pétur Blöndal bregður töfrastafnum á loft og gera kröfu til þess að sjúklingar greiði svipað fyrir þjónustuna heima og þeir greiða til dæmis fyrir hana hér? Það er einkennilegt að Samfylkingin skuli vera skilgreind nauðsynleg forsenda fyrir því að hleypa einkaaðilum í veski sjúklinganna. Er það misskilningur að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sú sem ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur sögðust vera hagsmunagæslumenn sjúkra, aldraðra og öryrkja, sé stýrimaður hjá Pétri Blöndal í nefnd stjórnarflokkanna? Sé svo hlýtur hennar vandi að vera ærinn. Enginn einn þingmaður hefur jafn oft sakað fyrrum samherja sína í Framsóknarflokknum fyrir alvarleg svik, lögbrot og fantaskap...
Ólína

Lesa meira

ÁHYGGJUR AF KJARADEILU LJÓSMÆÐRA

Ttakk fyrir gott viðtal í útvarpinu um daginn um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, ég hef miklar áhyggjur af að það sé verið að svelta heilbrigðiskerfið til að fara í einkavæðingu, og þá vitum við í hvaða hendur heilbriðiskefrið lendir, til þeirra sem eiga peninga, og skjólstæðingurinn verður ekki lengur skjólstæðingur heldur viðskiptavinur hvað hann er tilbúinn að borga eða hvað mikið hann getur borgað. Ég hef miklar áhyggjur af kjaradeilu ljósmæðra og hvort þessi deila sé hluti af því að koma einkavæðingu á, það er erfitt að hugsa til þess að ef ekki semst við þær þá hætti margar ljósmæður og það verður kjörið tækifæri...
Guðrún

Lesa meira

LÖGREGLAN FAGLEG

Ég rakst á óvild og gífuryrði í garð lögreglu og yfirmanna hennar hér á síðunni þinni vegna rannsóknar þeirra á útlendingum sem hér dveljast við talsverðan kostnað úr vösum skattgreiðenda.  Lögreglan gerir sitt verk faglega sem þeir fá litlar þakkir fyrir og sama má segja um yfirmenn þeirra allt upp í háttvirtan dómsmálaráðherra!  Ef ég ætlaði að gagnrýna störf lögreglunnar, Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, væri það í þá veru að þeir taki of linum tökum á þessum vanda, frekar en hinu gagnstæða....
Helgi G.

Lesa meira

UM SEÐLABUNKANN Á BESSASTÖÐUM

Myndskreyting hér á  síðunni hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hafa menn haft af því áhyggjur að viðkvæmt sálarlíf heilbrigðisráherrans kunni að hafa skaddast varanlega á því að fá höfuð sitt sett inn á mynd, beint ofan á búkinn á  Frakklandsforseta að heilsa Gaddafi  suður í Trípoli. Auðvitað eru svona falsanir ósvífnar...
En hvað um það, tilefni þessa bréfs er seðlabunkinn á Bessastöðum. Þú segir í pistli hér á síðunni að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið góðan varnarsigur með því að fá frestun á breytingu á eftirlaunalögunum...Með því að sýna peningastaflann á gólfinu á Bessastöðum fyrir ofan pistilinn, ert þú að láta í veðri vaka að ráðherrarnir hafi verið að...
Sunna Sara  

Lesa meira

MYNDMÁLIÐ LÍFGAR UPP Á

Ég hef ekki getað annað en rekið augun í þessar myndasamsetningar hjá þér, þær lífga skemmtilega upp á tilveruna og þessa hefðbundnu stjórnmálaumræðu sem oft er frekar íþyngjandi á köflum. En svona fyrir mig sem leikmann er möguleiki að ég geti gert þetta með mína tölvukunnáttu ...?
Kær kveðja,
Stefán 

Lesa meira

Frá lesendum

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.

Spillingin leikur enn lausum hala

líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS

Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.

Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÚKRAÍNA OG RÖKFRÆÐI STAÐGENGILSSTRÍÐSINS

Þegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...

Lesa meira

Einar Ólafsson skrifar: VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO

Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar