AÐ HRUNI KOMINN September 2008

UM DÓMSMÁLA-RÁÐHERRANN OG HIRÐMENN HANS

...Kjarni málsins er sá að í þessu tilviki er beitt níðingsbragði gegn hælisleitendum á  Íslandi. Þeim er valinn einkunn sem líklegir falsarar, lögbrjótar og svindlarar , jafnvel eituryfjaskúrkar og allur hópurinn fær harðan skell frá opinberu valdi, ólíkt fólk frá ólíkum heimshlutum, sem allt á þó að búa við fullkomin mannréttindi hér á landi. Þetta níðingsverk verður ekki afsakað eðabætt. Skömmin verður minnismerki verksins...
Baldur Andrésson

Lesa meira

SKOTIÐ YFIR MARKIÐ

Sem formanni míns félags BSRB finnst mér að þú hafir skotið yfir markið með mynd af GÞÞ við hlið Gaddafis og finnst mér að þú ættir að fjarlægja hana af síðunni og biðja viðkomandi afsökunnar. Það þarf að gæta að sér sem formanni stærsta stéttarfélags landsins og alþingismanns að gera sig ekki marklausan með svona strákapörum. Ég las bækling þessa sérfræðings sem þýddur hefur verið og lesið frumvarpið sl.2 daga enda á eftirlaunum og nægur timi. Ég þekki GÞÞ persónulega sem góðan dreng þótt ég hafi gengið úr flokki blámanna nýlega...
Þór Gunnlaugsson 

Lesa meira

HVAR ER FEMINSTINN INGIBJÖRG SÓLRÚN?

Ljósmæður eru í verkfalli og öryggi mæðra og barna er ógnað. Þingkona Vinstri grænna Alma Lísa Jóhannsdóttir spurði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar út í ljósmæðraverkfallið. Ingibjörgu tókst það afrek að svara fyrirspurninni án þess að minnast orði á ljósmæður. Hún nýtti tímann sinn til að útskýra á hrokafullan hátt hvernig kjarasamningar og launamunur kynjanna virkar. Það var ekki spurt að því!  Ríkisstjórnin sem Ingibjörg Sólrún situr í hefur gullið tækifæri til að ...
Drífa

Lesa meira

MORGUNBLAÐIÐ BREGST LESENDUM SÍNUM

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra bar sig aumlega í Morgunblaðinu í gær vegna myndar af sér og Gadaffi Líbíuleiðtoga sem birtist á þessari síðu, en Gadaffi er eins og kunnugt er sérlegur einkavinur Bandaríkjastjórnar sem ríkisstjórn Íslands er í bandalagi við í stríðinu í Írak. Hefur Guðlaugur Þór uppi stór orð um Gadaffi og þig, Ögmundur,  í viðtali við Morgunblaðið. Ekki ætla ég að tjá skoðanir mínar á ummælum hans en ...
Þjóðólfur

Lesa meira

ÖSSUR GEGN ÞÖGGUN

Ég hef fylgst með viðbrögðunum við myndbirtingunni af Gadaffi-handsali Guðalugs Þórs á blogginu og víðar. Aldrei hefði mig órað fyrir húmorsleysi ráðherrans og Sjallans upp til hópa. Auðvitað skýrist reiðin af því að menn skynja kaldhæðnina og taka hana til sín. Það er rétt sem þú segir Ögmundur, að hvorki Gaddafi né Guðlaugur Þór þurfa að færa djúp rök fyrir ákvörðunum sem þó eru af þeirri stærðargráðu að vitað er að þær koma til með að hafa miklar og afdrifaríkar afleiðingar. Gaddafi lofaði í vikunni sem leið að ...
Jóel A.

Lesa meira

MINNINGAR, RAUNSÆI OG HUGARÁSTAND Í ÍSLENSKRI SAMTÍMA-LJÓSMYNDUN

Ég rakst á eftirfarandi fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni Íslands sem væntanlega á erindi við þig Ögmundur, sem og heilbrigðisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson. Skiptar skoðanir ykkar á ljósmyndum og myndbirtingum, sem Morgunblaðið greinir frá í dag, gætu einmitt falist í þeirri greiningu sem boðað er að fram komi í fyrirlestri Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings í Þjóðminjasafninu í dag. Ég hef fylgst nokkuð með heimasíðu þinni og er persónulega ekki frá því að þú sért enn...
ÞLÞ

Lesa meira

Á SPARIFÖTUNUM Í HELGUVÍK...

...Er ekki merkilegt að viðskiptaráðherra skuli ekki vatni halda yfir orðum Jónasar Haralds um Evrópumálin í Silfri Egils í gær en nefna ekki einu orði hvað hann sagði um framtíð virkjana og stóriðjustefnunnar. Það væri fróðlegt að spyrja hann nánar út í þetta. Kanski hefur hann ekki heyrt þetta eða það sem líklegar er. Þetta hljómaði trúlega ekki vel fyrir þá sem stilltu sér upp í Helguvík forðum daga til að taka skóflustungu fyrir nýju álveri. Var hann ekki í spariförunum þar til að standa vörð um fagra Ísland...?
EJ

Lesa meira

FRÁBÆR GUÐFRÍÐUR LILJA !

Ég var að horfa á Silfur Egils. Guðfríður Lilja var frábær! Til hamingju með að hún skuli vera í ykkar flokki. Ég var að sjálfsögðu þakklát henni fyrir stuðninginn við okkur ljósmæður, hún komst vel að orði og minnti á nauðsynina á því að taka á kjaramisréttinu í landinu, ekki bara kjörum ljósmæðra þótt það verkefni liggi fyrir að leysa NÚNA. Ekki síður þótti mér gott að heyra ...
Ljósmóðir

Lesa meira

ER RÚV GENGIÐ Í SAMFYLKINGUNA?

...Þetta var nefnilega tilefni til að spyrja Steinunni Valdísi hvort hún hefði sent Ingibjörgu Sólrúnu ályktunina og hvernig hún hefði tekið henni og í framhaldinu hefði mátt spyrja hvort þetta hefði verið rætt við borð ríkisstjórnarinnar, hvort um þetta væri ágreiningur, hvort Samfylkingin væri góði flokkurinn í þessari deilu en Sjálfstæðisflokkurinn vondi flokkurinn. Eða hvort þetta væri bara eintómur loddaraskapur í Samfylkingunni til þess eins að ganga í augun á ljósmæðrum án þess þó að fyrir því væri nokkur innistæða. Bara blekkingarvaðall eina ferðina enn? Sjónvarpið afgreiddi málið á eins ómálefnalegan hátt og hugsast getur en jafnframt ramm-pólitískan. Með framsetningunni var ...
Haffi

Lesa meira

ÞURFUM KRÖFTUGAR UMRÆÐUR UM ALMENNINGS-SAMGÖNGUR

Sæll Ögmundur.
Hvað finnst þér um væntanlegt útboð Sjálfstæðisflokksins á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Mér finnst þessi vinnubrögð sem viðhöfð eru, vera fyrir neðan allar hellur enda virðist þessi sjálfstæði valdagræðgisflokkur bera enga virðingu fyrir þeirri sjálfsögðu þjónustu sem er þó eitt megin hlutverk sveitarfélaganna gagnvart íbúunum. Um þetta mál leyfði eg mér að blogga og var ekkert að skafa af hlutunum...
Guðjón Jensson

Lesa meira

Frá lesendum

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.

Spillingin leikur enn lausum hala

líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS

Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.

Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÚKRAÍNA OG RÖKFRÆÐI STAÐGENGILSSTRÍÐSINS

Þegar ég staðhæfði, skömmu eftir að innrás Rússa hófst, að Úkraínustríðið væri staðgengilsstríð var allt slíkt tal stimplað sem «Pútínáróður» enda væri stríðið einfaldlega þjóðfrelsisstríð Úkraínu. Slíkir stimplar eru vissulega enn á lofti og mynd þjóðfrelsisstríðsins er haldið fast að okkur í fjölmilum. Inn á milli heyrist samt oftar og oftar frá háum stöðum, ekki síst í Washington, að Úkraínustríðið sé einmitt – staðgengilsstríð. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir sambandi “staðgengils» og þeirra sem hann «staðgengur” fyrir ...

Lesa meira

Einar Ólafsson skrifar: VINSTRI GRÆN OG STÆKKUN NATO

Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórn­völd styðja þær ákvarð­anir sem þjóð­þing Finn­lands og Sví­þjóðar munu taka varð­andi aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Engin breyt­ing hefur orðið á sam­þykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar